Innlent

Verkfall flugvallarstarfsmanna hefst á morgun

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Um 29 brottfarir eru á dagskrá Keflavíkurflugvallar.
Um 29 brottfarir eru á dagskrá Keflavíkurflugvallar. vísir/anton
Verkfall flugvallarstarfsmanna hefst á morgun og mun því flugferðum morgundagsins seinka um þrjár til fjórar klukkustundir. Tuttugu og níu brottfarir eru á dagskrá Keflavíkurflugvallar og áætlað er að um fjögur þúsund manns eigi bókað flug. Túristi.is greinir frá.

Réttarstaða þeirra sem eiga framhaldsflug á morgun er misjöfn og ræðst af því hvar og hvernig flugið var bókað. Þeir aðilar sem eru með bæði flugin á einum miða eru á ábyrgð flugfélagsins eða ferðaskrifstofunnar þar sem miðinn var keyptur.

Ólíklegt er þó að viðkomandi eigi rétt á bótum vegna seinkunnar þar sem verkfall telst til óviðráðanlegra aðstæðna. Hins vegar þeir sem bókuðu flugin í sitthvoru  lagi eiga ekki rétt á nýjum miðum.

Stéttarfélög flugvallastarfsmanna hafa einnig boðað vinnustöðvun 23. og 25. apríl næstkomandi náist ekki kjarasamningar fyrir þann tíma. Boðað verður til allsherjar verkfalls þann 30. apríl náist samningar ekki fyrir þann tíma.




Tengdar fréttir

Allt stefnir í verkfall á þriðjudag

Samninganefndir Isavia og flugmálastarfsmanna funduðu í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag. 400 flugmálastarfsmenn hafa boðað til fimm klukkustunda verkfallsagerða næstkomandi þriðjudag.

Út fyrir kassann í flugvalladeilu

"Það var lagt upp með að spóla aðeins til baka og hugsa út fyrir kassann,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, um samningafund í gær í kjaradeilu við Isavia.

Formaður flugvallarstarfsmanna gagnrýnir yfirstjórnina fyrir hörku

Formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins kveðst vonast eftir stefnubreytingu með stjórnarskiptum hjá Isavia í dag. Hann segir litla starfsánægju vera á Keflavíkurflugvelli. Starfsfólk vilji hlut í miklum arði einokunarfyrirtækisins Isavia ohf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×