Körfubolti

Ingi Þór: Algjör tilfinningarússibani

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vísir/Óskar Ó
"Þetta venst aldrei, sama hversu marga titla maður er búinn að vinna," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.

"Það er ósanngjarnt að líkja þessum titlum saman við þá sem ég hef unnið áður. Þetta er samt fyrsti Íslandsmeistaratitilinn sem ég vinn með kvennalið," sagði hann.

"Ég hafði aldrei þjálfað mikið í kvennaflokki fyrr en ég kom hingað. Við höfðum orðið deildarmeistarar og Lengjubikarmeistarar en þetta er ólýsanlegt. Leiðin að þessum titli var þannig. Við erum lið númer eitt og lendum í þessum hremmingum [að missa Chynnu Brown í meiðsli]. Þetta var því algjör tilfinningarússibani," sagði Ingi Þór.

Viðtalið allt má lesa hér fyrir neðan sem og fleiri viðtöl og nánari umfjöllun um leikinn í kvöld.


Tengdar fréttir

Hildur: Bjóst aldrei við að koma aftur

Hildur Sigurðardóttir var mögnuð með Snæfelli í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna en liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.

Hildur best í úrslitakeppninni

Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells, var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar í Domino's-deild kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×