Með honum vildu þeir senda knattspyrnuyfirvöldum þau skilaboð að láta uppeldisstöð félagsins, La Masia-akademíuna, í friði en í vikunni var Barcelona refsað af FIFA fyrir að hafa brotið reglur um félagaskipti erlendra ungmenna.
La Masia hefur reynst Barcelona afar vel og margir af bestu leikmönnum heims hafa fengið knattspyrnulegt uppeldi sitt þar. Þeirra á meðal má nefna Argentínumanninn Lionel Messi sem var þrettán ára gamall þegar hann fluttist til Spánar frá Argentínu.
Barcelona var sektað en einnig meinað að kaupa nýja leikmenn til félagsins næsta árið.

