Innlent

Skíðakonan komin úr öndunarvél

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Skíðakonan sem slasaðist í Ólafsfjarðarmúla í gær er komin úr öndunarvél og er ástand hennar stöðugt. MBL greinir frá.

Konan er alvarlega slösuð en hlaut hún nokkur beinbrot og þar á meðal slæman áverka á hægri fæti. Var hún að skíða niður Múlann við erfiðar aðstæður þegar hún féll. Hún var þá stödd ofan við gamla Ólafsfjarðarveg, um 300 metra frá gagnamunnanum Ólafsfjarðarmegin.

Þyrla var notuð til að ferja björgunarmenn á vettvang og flytja konuna á sjúkrahúsið á Akureyri, en þaðan var hún send með sjúkraflugvél til Reykjavíkur og send í aðgerð. Var hún þá flutt á gjörgæslu og sett í öndunarvél.


Tengdar fréttir

Skíðakona á gjörgæslu eftir fall í Ólafsfjarðarmúla

Erlend skíðakona, sem slasaðist alvarlega þegar hún féll í Ólafsfjarðarmúla síðdegis í gær, liggur nú á gjörgæsludeild Landsspítalans í Reykjavík eftir aðgerð sem stóð fram eftir kvöldi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×