Innlent

Skíðakona á gjörgæslu eftir fall í Ólafsfjarðarmúla

MYND/GVA
Erlend skíðakona, sem slasaðist alvarlega þegar hún féll í Ólafsfjarðarmúla síðdegis í gær, liggur nú á gjörgæsludeild Landsspítalans í Reykjavík eftir aðgerð sem stóð fram eftir kvöldi í gær.

Hún er meðal annars illa meidd á öðrum fæti og hlaut víðar áverka, en er ekki í lífshættu.

Þyrla frá Artic Heli Skiing var notuð til að ferja björgunarmenn á vettvang og flytja konuna á sjúkarahúsið á Akureyri, en þaðan var hún send með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. Þyrla frá sama fyrirtæki kom að að björgun vélsleðamanns, sem, slasaðist ofan við Dalvík í fyrradag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×