Fullyrt að Halilovic fari til Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2014 13:00 Alen Halillovic. Vísir/Getty Lögfræðingurinn Jean Louis Dupont segir að Alen Halilovic eigi að geta gengið til liðs við Barcelona í sumar þrátt fyrir félagskiptabann FIFA. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, meinaði í gær Barcelona að kaupa leikmenn fyrr en sumarið 2015 fyrir að brjóta reglur um félagskipti erlendra ungmenna ítrekað á árunum 2009-2013. Halilovic er sautján ára Króati sem Barcelona keypti í síðustu viku fyrir 2,2 milljónir evra. Hann mun fyrst um sinn spila með varaliði Börsunga en Halilovic þykir afar efnilegur. Barcelona mun áfrýja niðurstöðu FIFA en standi hún óhögguð er óvíst hvort að FIFA leyfi Börsungum að skrá leikmanninn hjá sér, þó svo að kaupin hafi gengið í gegn.Dupont varð þekktur í hinu fræga Bosman-máli.Vísir/AFPDupont er þekktastur fyrir aðkomu sína að dómsmáli Jean-Marc Bosman á sínum tíma en niðurstaðan í því máli varð til þess að FIFA breytti reglum sínum um félagaskipti. Samningslausum leikmönnum varð þá fyrst leyfilegt að semja við ný félög án aðkomu gömlu félaga þeirra. Dupont starfar fyrir Halilovic í dag og tjáði sig um málið í spænskum fjölmiðlum. „Ég get ekki ímyndað mér að Alen Halilovic muni ekki fara til Barcelona. Kaupin gengu í gegn löngu áður en tilkynnt var um refsinguna.“Byrjunarlið Barcelona gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld.Vísir/GettySpænskir fjölmiðlar fóru mikinn í umfjöllun sinni um málið og segja refsingu FIFA ósanngjarna. Til að mynda hafi Lionel Messi aðeins verið þrettán ára gamall þegar hann var tekinn inn í hina frægu La Masiu-akademíu í Barcelona. „Þetta er vandamál sem FIFA á réttilega að taka á,“ sagði Dupont. „En þetta er röng nálgun á vandamálið. Það getur ekki verið rétt að reglur skuli taka þann möguleika af ungum dreng og fjölskyldu hans að eiga betri framtíð.“ „Þegar Barcelona semur við ellefu ára dreng verður honum tryggð menntun og heilbrigt umhverfi,“ bætti Dupont við. Talið er að Barcelona hafi einnig samið við þýska markvörðinn Marc-Andre ter Stegen, markvörð Gladbach, en það hefur ekki verið tilkynnt enn. Reynist það rétt verða félagaskipti hans á gráu svæði, rétt eins og í tilfelli Halilovic. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Var Ter Stegen búinn að semja við Barcelona? Markvörðurinn Marc-Andre ter Stegen ætlar að yfirgefa herbúðir þýska liðsins Gladbach í sumar þrátt fyrir fréttir af félagaskiptabanni Barcelona. 2. apríl 2014 22:00 Barcelona má ekki kaupa leikmenn næsta árið Spænska stórliðið Barcelona má ekki kaupa nýja leikmenn til félagsins fyrr en sumarið 2015. 2. apríl 2014 10:30 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Lögfræðingurinn Jean Louis Dupont segir að Alen Halilovic eigi að geta gengið til liðs við Barcelona í sumar þrátt fyrir félagskiptabann FIFA. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, meinaði í gær Barcelona að kaupa leikmenn fyrr en sumarið 2015 fyrir að brjóta reglur um félagskipti erlendra ungmenna ítrekað á árunum 2009-2013. Halilovic er sautján ára Króati sem Barcelona keypti í síðustu viku fyrir 2,2 milljónir evra. Hann mun fyrst um sinn spila með varaliði Börsunga en Halilovic þykir afar efnilegur. Barcelona mun áfrýja niðurstöðu FIFA en standi hún óhögguð er óvíst hvort að FIFA leyfi Börsungum að skrá leikmanninn hjá sér, þó svo að kaupin hafi gengið í gegn.Dupont varð þekktur í hinu fræga Bosman-máli.Vísir/AFPDupont er þekktastur fyrir aðkomu sína að dómsmáli Jean-Marc Bosman á sínum tíma en niðurstaðan í því máli varð til þess að FIFA breytti reglum sínum um félagaskipti. Samningslausum leikmönnum varð þá fyrst leyfilegt að semja við ný félög án aðkomu gömlu félaga þeirra. Dupont starfar fyrir Halilovic í dag og tjáði sig um málið í spænskum fjölmiðlum. „Ég get ekki ímyndað mér að Alen Halilovic muni ekki fara til Barcelona. Kaupin gengu í gegn löngu áður en tilkynnt var um refsinguna.“Byrjunarlið Barcelona gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld.Vísir/GettySpænskir fjölmiðlar fóru mikinn í umfjöllun sinni um málið og segja refsingu FIFA ósanngjarna. Til að mynda hafi Lionel Messi aðeins verið þrettán ára gamall þegar hann var tekinn inn í hina frægu La Masiu-akademíu í Barcelona. „Þetta er vandamál sem FIFA á réttilega að taka á,“ sagði Dupont. „En þetta er röng nálgun á vandamálið. Það getur ekki verið rétt að reglur skuli taka þann möguleika af ungum dreng og fjölskyldu hans að eiga betri framtíð.“ „Þegar Barcelona semur við ellefu ára dreng verður honum tryggð menntun og heilbrigt umhverfi,“ bætti Dupont við. Talið er að Barcelona hafi einnig samið við þýska markvörðinn Marc-Andre ter Stegen, markvörð Gladbach, en það hefur ekki verið tilkynnt enn. Reynist það rétt verða félagaskipti hans á gráu svæði, rétt eins og í tilfelli Halilovic.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Var Ter Stegen búinn að semja við Barcelona? Markvörðurinn Marc-Andre ter Stegen ætlar að yfirgefa herbúðir þýska liðsins Gladbach í sumar þrátt fyrir fréttir af félagaskiptabanni Barcelona. 2. apríl 2014 22:00 Barcelona má ekki kaupa leikmenn næsta árið Spænska stórliðið Barcelona má ekki kaupa nýja leikmenn til félagsins fyrr en sumarið 2015. 2. apríl 2014 10:30 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Var Ter Stegen búinn að semja við Barcelona? Markvörðurinn Marc-Andre ter Stegen ætlar að yfirgefa herbúðir þýska liðsins Gladbach í sumar þrátt fyrir fréttir af félagaskiptabanni Barcelona. 2. apríl 2014 22:00
Barcelona má ekki kaupa leikmenn næsta árið Spænska stórliðið Barcelona má ekki kaupa nýja leikmenn til félagsins fyrr en sumarið 2015. 2. apríl 2014 10:30