Fótbolti

Van Basten verður þjálfari Arons

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Marco van Basten verður næsti þjálfari AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni en hann yfirgefur Heerenveen í lok núverandi tímabils.

Van Basten greindi frá því fyrr í vetur að þetta yrði hans síðasta tímabil með Heerenveen en í dag var tilkynnt að hann muni taka við þjálfun AZ af Dick Advocaat.

Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Jóhannsson eru á mála hjá AZ en sá fyrrnefndi mun yfirgefa herbúðir félagsins í sumar er samningur hans rennur út.

AZ tilkynnti að félagið hafi gert munnlegt samkomulag við Van Basten um að stýra liðinu næstu tvö árin en gengið verður formlega frá samningum á næstu dögum.

Van Basten var einn besti sóknarmaður heims á sínum tíma og hóf þjálfaraferil sinn árið 2003. Hann stýrði hollenska landsliðinu frá 2004 til 2008 og tók þá við Ajax.

Hann hefur undanfarin tvö ár verið þjálfari Heerenveen þar sem Alfreð Finnbogason hefur farið á kostum. Alfreð hefur skorað 51 mörk fyrir félagið þessi tvö tímabil og er markahæsti leikmaður liðsins í sögu hollensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×