Red Bull tapaði áfrýjuninni

Eftir málflutning í gær lofaði Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) að niðurstaða fengist í dag.
Red Bull bíll Ricciardo notaði of mikið bensín á nokkrum tímapunktum yfir keppnishelgina í Ástralíu. Leyfilegt hámarksflæði er 100 kg/klst. Liði taldi sig geta fært sönnur á að mælitækin væru biluð og að mælingar liðsins myndu sína réttar tölur.
Ákvað dómstóllinn eftir að hafa heyrt útskýringar beggja aðila, að breyta ekki niðurstöðu dómara keppninnar. Dómararnir í Ástralíu höfðu þegar dæmt Ricciardo úr keppni.
Red Bull liðið gaf út tilkynningu um niðurstöðuna fyrr í dag þar sem segir „Infiniti Red Bull samþykkir niðurstöðu áfrýjunardómstóls Alþjóða akstursíþróttasambandsins frá því í dag. Við urðum auðvitað fyrir vonbrigðum með niðurstöðuna og hefðum ekki áfrýjað málinu ef við hefðu ekki talið okkur hafa góð rök fyrir okkar málstað.“
Þetta er í fyrsta skipti sem virkilega reynir á nýju reglurnar sem innleiddar voru fyrir tímabilið. Greinilegt er að FIA ætlar að standa fast á sínu.
Tengdar fréttir

Red Bull áfrýjar máli Ricciardo
Red Bull liðið er búið að staðfesta þær fréttir að liðið hafi formlega áfrýjað úrskurði dómara formúlu eitt keppninnar í Ástralíu um síðustu helgi um að vísa Daniel Ricciardo úr keppni. Ricciardo kom annar í mark en var svo dæmdur úr leik eftir á. Ástæðan var sú að eldsneytisflæði í bíl hans fór yfir leyfileg mörk.

Daniel Ricciardo - dæmdur úr leik
Heimamaðurinn Daniel Ricciardo hefur verið dæmdur úr leik fyrir að hafa notað of mikið eldsneyti í keppninni í morgun. Ástralinn endaði í öðru sæti keppninnar.

Red Bull fyrir rétt
Áfrýjunardómstóll Alþjóða akstursíþróttasambandsins tekur í dag fyrir mál Red bull ökumansins Daniel Ricciardo. Hann var dæmdur úr keppni eftir að hafa lokið keppni í öðru sæti í Ástralíu.

Red Bull hótar að hætta í Formúlu 1
Eigandi orkudrykkjaframleiðandans Red Bull, Dietrich Mateschitz hefur hótað að hætta að styrkja Red Bull liðið til keppni í Formúlu 1. Hann segir að íþróttin verði að koma til móts við þarfir hans.