Liverpool með pálmann í höndunum | Sjáðu mörkin 13. apríl 2014 00:01 Sterling fagnar marki sínu í dag. vísir/getty Liverpool er komið í lykilstöðu í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir 3-2 sigur á Man. City í hreint mögnuðum leik á Anfield. Liverpool er komið með fimm stiga forskot í deildinni og vinni liðið lokaleiki sína verður það meistari. Það var rafmögnuð stemning fyrir leik enda mikið undir. Pressan hafði ekki nein áhrif á leikmenn Liverpool sem byrjuðu leikinn með látum. Strax á 6. mínútu kom Raheem Sterling þeim yfir er hann fékk nægan tíma til að athafna sig í teignum. Liverpool slakaði ekki á klónni og Skrtel kom þeim í 2-0 með mögnuðum skalla eftir hornspyrnu Gerrard. Það féll ekkert með City. Liðið átti að fá víti, Liverpool bjargaði tvisvar á línu og svo missti liðið sinn besta mann, Yaya Toure, meiddan af velli í fyrri hálfleiknum. Það voru aðeins sjö mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Suarez tók þá undarlegu ákvörðun að dýfa sér með gult spjald á bakinu. Clattenburg þorði ekki að spjalda hann og Suarez heppinn að fá ekki rautt. Aðeins fjórum mínútum síðar galopnaðist leikurinn þegar David Silva minnkaði muninn. Varamaðurinn James Milner lagði upp markið og eftirleikurinn auðveldur fyrir Silva. Man. City pressaði gríðarlega í kjölfarið og annað mark lá í loftinu. Það kom og var skrautlegt. Liverpool gekk ekkert að hreinsa, Silva með skot úr þröngu færi. Það fór í Glen Johnson og síðan í Mignolet markvörð og í netið. 2-2. Suarez hefði getað fengið víti skömmu síðar en ekkert dæmt. Smá snerting en Clattenburg var ekki á því að flauta. Leikurinn galopinn og þrettán mínútum fyrir leikslok komst Liverpool aftur yfir. Kompany ætlaði að hreinsa, hitti ekki boltann. Boltinn fór á Coutinho sem skoraði með laglegu skoti í teignum. Í uppbótartíma fékk Jordan Henderson að líta rauða spjaldið fyrir skrautlega tæklingu á Samir Nasri. Tíminn of naumur og Liverpool fagnaði sætum sigri.Sterling skorar fyrsta mark leiksins. Skrtel kemur Liverpool í 2-0. Silva minnkar muninn og Johnson skorar sjálfsmark. 2-2. Coutinho kemur Liverpool í 3-2. Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Sjá meira
Liverpool er komið í lykilstöðu í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir 3-2 sigur á Man. City í hreint mögnuðum leik á Anfield. Liverpool er komið með fimm stiga forskot í deildinni og vinni liðið lokaleiki sína verður það meistari. Það var rafmögnuð stemning fyrir leik enda mikið undir. Pressan hafði ekki nein áhrif á leikmenn Liverpool sem byrjuðu leikinn með látum. Strax á 6. mínútu kom Raheem Sterling þeim yfir er hann fékk nægan tíma til að athafna sig í teignum. Liverpool slakaði ekki á klónni og Skrtel kom þeim í 2-0 með mögnuðum skalla eftir hornspyrnu Gerrard. Það féll ekkert með City. Liðið átti að fá víti, Liverpool bjargaði tvisvar á línu og svo missti liðið sinn besta mann, Yaya Toure, meiddan af velli í fyrri hálfleiknum. Það voru aðeins sjö mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Suarez tók þá undarlegu ákvörðun að dýfa sér með gult spjald á bakinu. Clattenburg þorði ekki að spjalda hann og Suarez heppinn að fá ekki rautt. Aðeins fjórum mínútum síðar galopnaðist leikurinn þegar David Silva minnkaði muninn. Varamaðurinn James Milner lagði upp markið og eftirleikurinn auðveldur fyrir Silva. Man. City pressaði gríðarlega í kjölfarið og annað mark lá í loftinu. Það kom og var skrautlegt. Liverpool gekk ekkert að hreinsa, Silva með skot úr þröngu færi. Það fór í Glen Johnson og síðan í Mignolet markvörð og í netið. 2-2. Suarez hefði getað fengið víti skömmu síðar en ekkert dæmt. Smá snerting en Clattenburg var ekki á því að flauta. Leikurinn galopinn og þrettán mínútum fyrir leikslok komst Liverpool aftur yfir. Kompany ætlaði að hreinsa, hitti ekki boltann. Boltinn fór á Coutinho sem skoraði með laglegu skoti í teignum. Í uppbótartíma fékk Jordan Henderson að líta rauða spjaldið fyrir skrautlega tæklingu á Samir Nasri. Tíminn of naumur og Liverpool fagnaði sætum sigri.Sterling skorar fyrsta mark leiksins. Skrtel kemur Liverpool í 2-0. Silva minnkar muninn og Johnson skorar sjálfsmark. 2-2. Coutinho kemur Liverpool í 3-2.
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Sjá meira