Liverpool með pálmann í höndunum | Sjáðu mörkin 13. apríl 2014 00:01 Sterling fagnar marki sínu í dag. vísir/getty Liverpool er komið í lykilstöðu í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir 3-2 sigur á Man. City í hreint mögnuðum leik á Anfield. Liverpool er komið með fimm stiga forskot í deildinni og vinni liðið lokaleiki sína verður það meistari. Það var rafmögnuð stemning fyrir leik enda mikið undir. Pressan hafði ekki nein áhrif á leikmenn Liverpool sem byrjuðu leikinn með látum. Strax á 6. mínútu kom Raheem Sterling þeim yfir er hann fékk nægan tíma til að athafna sig í teignum. Liverpool slakaði ekki á klónni og Skrtel kom þeim í 2-0 með mögnuðum skalla eftir hornspyrnu Gerrard. Það féll ekkert með City. Liðið átti að fá víti, Liverpool bjargaði tvisvar á línu og svo missti liðið sinn besta mann, Yaya Toure, meiddan af velli í fyrri hálfleiknum. Það voru aðeins sjö mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Suarez tók þá undarlegu ákvörðun að dýfa sér með gult spjald á bakinu. Clattenburg þorði ekki að spjalda hann og Suarez heppinn að fá ekki rautt. Aðeins fjórum mínútum síðar galopnaðist leikurinn þegar David Silva minnkaði muninn. Varamaðurinn James Milner lagði upp markið og eftirleikurinn auðveldur fyrir Silva. Man. City pressaði gríðarlega í kjölfarið og annað mark lá í loftinu. Það kom og var skrautlegt. Liverpool gekk ekkert að hreinsa, Silva með skot úr þröngu færi. Það fór í Glen Johnson og síðan í Mignolet markvörð og í netið. 2-2. Suarez hefði getað fengið víti skömmu síðar en ekkert dæmt. Smá snerting en Clattenburg var ekki á því að flauta. Leikurinn galopinn og þrettán mínútum fyrir leikslok komst Liverpool aftur yfir. Kompany ætlaði að hreinsa, hitti ekki boltann. Boltinn fór á Coutinho sem skoraði með laglegu skoti í teignum. Í uppbótartíma fékk Jordan Henderson að líta rauða spjaldið fyrir skrautlega tæklingu á Samir Nasri. Tíminn of naumur og Liverpool fagnaði sætum sigri.Sterling skorar fyrsta mark leiksins. Skrtel kemur Liverpool í 2-0. Silva minnkar muninn og Johnson skorar sjálfsmark. 2-2. Coutinho kemur Liverpool í 3-2. Enski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Liverpool er komið í lykilstöðu í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir 3-2 sigur á Man. City í hreint mögnuðum leik á Anfield. Liverpool er komið með fimm stiga forskot í deildinni og vinni liðið lokaleiki sína verður það meistari. Það var rafmögnuð stemning fyrir leik enda mikið undir. Pressan hafði ekki nein áhrif á leikmenn Liverpool sem byrjuðu leikinn með látum. Strax á 6. mínútu kom Raheem Sterling þeim yfir er hann fékk nægan tíma til að athafna sig í teignum. Liverpool slakaði ekki á klónni og Skrtel kom þeim í 2-0 með mögnuðum skalla eftir hornspyrnu Gerrard. Það féll ekkert með City. Liðið átti að fá víti, Liverpool bjargaði tvisvar á línu og svo missti liðið sinn besta mann, Yaya Toure, meiddan af velli í fyrri hálfleiknum. Það voru aðeins sjö mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Suarez tók þá undarlegu ákvörðun að dýfa sér með gult spjald á bakinu. Clattenburg þorði ekki að spjalda hann og Suarez heppinn að fá ekki rautt. Aðeins fjórum mínútum síðar galopnaðist leikurinn þegar David Silva minnkaði muninn. Varamaðurinn James Milner lagði upp markið og eftirleikurinn auðveldur fyrir Silva. Man. City pressaði gríðarlega í kjölfarið og annað mark lá í loftinu. Það kom og var skrautlegt. Liverpool gekk ekkert að hreinsa, Silva með skot úr þröngu færi. Það fór í Glen Johnson og síðan í Mignolet markvörð og í netið. 2-2. Suarez hefði getað fengið víti skömmu síðar en ekkert dæmt. Smá snerting en Clattenburg var ekki á því að flauta. Leikurinn galopinn og þrettán mínútum fyrir leikslok komst Liverpool aftur yfir. Kompany ætlaði að hreinsa, hitti ekki boltann. Boltinn fór á Coutinho sem skoraði með laglegu skoti í teignum. Í uppbótartíma fékk Jordan Henderson að líta rauða spjaldið fyrir skrautlega tæklingu á Samir Nasri. Tíminn of naumur og Liverpool fagnaði sætum sigri.Sterling skorar fyrsta mark leiksins. Skrtel kemur Liverpool í 2-0. Silva minnkar muninn og Johnson skorar sjálfsmark. 2-2. Coutinho kemur Liverpool í 3-2.
Enski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira