Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, var kjörinn stjóri mánaðarins fyrir marsmánuð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en úrslitin voru kunngjörð í morgun.
Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem Rodgers er kjörinn stjóri mánaðarins en hann fékk einnig verðlaunin eftir fyrstu leikina í ágúst.
Undir stjórn Rodgers vann Liverpool alla fimm úrvalsdeildarleiki sína í mars sem lyfti liðinu á topp deildarinnar og er það nú í harðri baráttu um enska meistaratitilinn.
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, og LuisSuárez, framherji liðsins, deila nafnbótinni leikmaður mánaðarins en þeir fengu jafnmörg atkvæði.
Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem Suárez fær verðlaunin en í sjötta skiptið á ferli Gerrards. Gerrard skoraði fjögur mörk í mars en Suárez skoraði sex mörk.
