Sorphirðumenn gerðu ekkert rangt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2014 17:30 Fulltrúar starfsfólks Sorphirðunnar fóru að eigin frumkvæði til lögreglunnar í morgun. Lögreglan segir málið byggt á misskilningi. Vísir/Heiða Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða í hús Heiðars Helgusonar í höfuðborginni í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Vinnubrögð sorphirðumanna í tilvikinu sem Vísir greindi frá í gær voru með öllu eðlileg að því er kemur fram í tilkynningunni. Um nýjan starfsmann var að ræða sem fór með masterslykil að húsinu til að athuga hvort sorptunnan kynni að vera innan við dyr að bílskúr enda sorptunnur ekki alltaf sjáanlegar og oft geymdar á bak við læstar dyr. Umræddur masterslykill er geymdur í ruslabílnum en fljótlega kom í ljós að lykillinn gekk ekki að skránni því enga ruslatunnu var að finna þar innandyra. Hér að neðan má sjá tilkynningu sem Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, sendi út í kjölfar rannsóknar lögreglu. Þar kemur fram að fulltrúar starfsfólks Sorphirðunnar hafi að eigin frumkvæði farið til lögreglu í morgun og gert grein fyrir málinu. Í kjölfarið hafi lögreglan skoðað gögn málsins, rætt við alla málsaðila og lýst því yfir að ekkert óeðlilegt hafi verið á ferðinni heldur misskilningur. Fréttastofa Vísis ítrekar afsökunarbeiðni sína til sorphirðumanna sem birt var á vefnum í morgun.Sorphirðufólk var eingöngu að sinna starfi sínuRannsókn lögreglu vegna tilkynningar um að starfsfólk Sorphirðu Reykjavíkur hafi gert tilraun til innbrots í íbúðarhús miðvikudaginn 9. apríl hefur leitt í ljós að starfsfólkið var eingöngu að sinna starfi sínu.Sorphirða Reykjavíkur leggur sig fram um að veita góða þjónustu. Starfsfólkið er auðþekkt í sjálflýsandi öryggisklæðnaði og hefur með verkum sínum öðlast traust borgarbúa.Sorphirða Reykjavíkur harmar ónákvæmar fréttir og staðhæfingar á visi.is og í Fréttablaðinu um málið. Ekki var haft samband við viðkomandi starfsmenn eða lögreglu áður en fréttin birtist.Fréttin og umræða í kjölfar hennar ollu starfsfólki sorphirðunnar verulegum óþægindum því vegið var að æru þess og starfsheiðri. Þar sem þeim ofbauð fréttaflutningurinn ákváðu það að mótmæla kröftuglega fyrir utan höfuðstöðvar 365, sem rekur Vísi og Fréttablaðið, í morgun. Í kjölfarið baðst fréttastjóri Vísis afsökunar.Fulltrúar starfsfólks Sorphirðunnar fóru að eigin frumkvæði til lögreglunnar í morgun og gerðu grein fyrir málinu. Lögreglan hefur skoðað gögn málsins, rætt við alla málsaðila og lýst því yfir að hér hafi ekki verið neitt óeðlilegt á ferðinni heldur misskilningur.Reykvíkingar geta hér eftir sem hingað til treyst Sorphirðu Reykjavíkur. Mikilvægt er að sýna öllum vinsemd og virðingu.Með bestu kveðjumBjarni Brynjólfsson, Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar Tengdar fréttir Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05 Yfirlýsing frá fréttastjóra Vísis: Sorphirðumenn Reykjavíkur beðnir afsökunar Frétt Vísis um meinta innbrotstilraun hjá fjölskyldu Heiðars Helgusonar líklega á misskilningi byggð. 10. apríl 2014 09:49 Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða í hús Heiðars Helgusonar í höfuðborginni í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Vinnubrögð sorphirðumanna í tilvikinu sem Vísir greindi frá í gær voru með öllu eðlileg að því er kemur fram í tilkynningunni. Um nýjan starfsmann var að ræða sem fór með masterslykil að húsinu til að athuga hvort sorptunnan kynni að vera innan við dyr að bílskúr enda sorptunnur ekki alltaf sjáanlegar og oft geymdar á bak við læstar dyr. Umræddur masterslykill er geymdur í ruslabílnum en fljótlega kom í ljós að lykillinn gekk ekki að skránni því enga ruslatunnu var að finna þar innandyra. Hér að neðan má sjá tilkynningu sem Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, sendi út í kjölfar rannsóknar lögreglu. Þar kemur fram að fulltrúar starfsfólks Sorphirðunnar hafi að eigin frumkvæði farið til lögreglu í morgun og gert grein fyrir málinu. Í kjölfarið hafi lögreglan skoðað gögn málsins, rætt við alla málsaðila og lýst því yfir að ekkert óeðlilegt hafi verið á ferðinni heldur misskilningur. Fréttastofa Vísis ítrekar afsökunarbeiðni sína til sorphirðumanna sem birt var á vefnum í morgun.Sorphirðufólk var eingöngu að sinna starfi sínuRannsókn lögreglu vegna tilkynningar um að starfsfólk Sorphirðu Reykjavíkur hafi gert tilraun til innbrots í íbúðarhús miðvikudaginn 9. apríl hefur leitt í ljós að starfsfólkið var eingöngu að sinna starfi sínu.Sorphirða Reykjavíkur leggur sig fram um að veita góða þjónustu. Starfsfólkið er auðþekkt í sjálflýsandi öryggisklæðnaði og hefur með verkum sínum öðlast traust borgarbúa.Sorphirða Reykjavíkur harmar ónákvæmar fréttir og staðhæfingar á visi.is og í Fréttablaðinu um málið. Ekki var haft samband við viðkomandi starfsmenn eða lögreglu áður en fréttin birtist.Fréttin og umræða í kjölfar hennar ollu starfsfólki sorphirðunnar verulegum óþægindum því vegið var að æru þess og starfsheiðri. Þar sem þeim ofbauð fréttaflutningurinn ákváðu það að mótmæla kröftuglega fyrir utan höfuðstöðvar 365, sem rekur Vísi og Fréttablaðið, í morgun. Í kjölfarið baðst fréttastjóri Vísis afsökunar.Fulltrúar starfsfólks Sorphirðunnar fóru að eigin frumkvæði til lögreglunnar í morgun og gerðu grein fyrir málinu. Lögreglan hefur skoðað gögn málsins, rætt við alla málsaðila og lýst því yfir að hér hafi ekki verið neitt óeðlilegt á ferðinni heldur misskilningur.Reykvíkingar geta hér eftir sem hingað til treyst Sorphirðu Reykjavíkur. Mikilvægt er að sýna öllum vinsemd og virðingu.Með bestu kveðjumBjarni Brynjólfsson, Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar
Tengdar fréttir Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05 Yfirlýsing frá fréttastjóra Vísis: Sorphirðumenn Reykjavíkur beðnir afsökunar Frétt Vísis um meinta innbrotstilraun hjá fjölskyldu Heiðars Helgusonar líklega á misskilningi byggð. 10. apríl 2014 09:49 Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05
Yfirlýsing frá fréttastjóra Vísis: Sorphirðumenn Reykjavíkur beðnir afsökunar Frétt Vísis um meinta innbrotstilraun hjá fjölskyldu Heiðars Helgusonar líklega á misskilningi byggð. 10. apríl 2014 09:49
Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24