Kostnaður við gerð skýrslunnar 607 milljónir króna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. apríl 2014 16:10 Kostnaður Rannsóknarnefndar Alþingis við gerð skýrslu um fall sparisjóðanna um aðdraganda og orsök erfiðleika og falls sparisjóðanna nam 607 milljónum króna. Þar af 355 milljónir króna í launakostnað og 178 milljónir króna í sérfræðikostnað. Þá hafa fallið til 67 milljónir króna í sameiginlegan kostnað rannsóknarnefnda um Íbúðalánasjóð og sparisjóðanna, en þar er einkum um að ræða kostnað við húsnæði og annan rekstur. Gróflega áætlað liggja 42 ársverk að baki skýrslunni. Kostnaðurinn sem þegar hefur fallið á ríkissjóð vegna falls og rekstrarerfiðleika sparisjóðanna er tæplega 35 milljarðar króna, auk þess sem óljóst er um endurheimtur 215 milljarða króna kröfu ríkissjóðs á hendur þrotabúi Sparisjóðabankans.Skýrslan er ansi umfangsmikil.vísir/gvaSamkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahrunsins sem gefin var út í júní 2012 gaf ríkissjóður út skuldabréf fyrir 186,5 milljarða króna vegna hlutafjárframlaga til viðskiptabankanna þriggja. Þegar nefndin tók til starfa voru henni úthlutaðir níu mánuðir til verksins. .„Ljóst var frá upphafi að ekki tækist að leysa verkefnið á svo stuttum tíma. Það krefst sérhæfðrar þekkingar að vinna verkið enda um að ræða fjármálafyrirtæki sem lúta flóknu regluverki,“ segir í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Að verkinu kom fjöldi sérfræðinga með þekkingu á fjármálamarkaði, meðal annars löggiltir endurskoðendur. Þó að nefndinni væri sérstaklega gert að skoða hvernig staðið hefði verið að endurskoðun sparisjóðanna var enginn nefndarmanna endurskoðandi. Nefndarmennirnir þrír stjórnuðu 53 starfsmönnum og verktökum, auk þess sem þeir komu sjálfir beint að vinnslu skýrslunnar á öllum stigum hennar. Tengdar fréttir Hluthafar fengu of mikinn arð í góðærinu - gengið á varasjóð sparisjóða Mikill hagnaður sparisjóðanna leiddi til þess að arðsemi eigin fjár varð mjög mikil sem gerði sparisjóðum kleift að greiða stofnfjáreigendum drjúgan arð. Nokkur dæmi voru um að greiddur væri út umtalsvert meiri arður en lög leyfðu. 10. apríl 2014 14:51 21 mál gæti varðað fangelsisrefsingu Fjármálaeftirlitið og embætti sérstaks saksóknara fá málin til rannsóknar. 10. apríl 2014 14:49 872 milljónir afskrifaðar vegna tíu starfsmanna Heildarútlán til starfsmanna Sparisjóðsins í Keflavík námu rúmum 1,5 milljörðum króna, þar af 1 milljarður í erlendri mynt. Rúmlega 872 milljónir voru afskrifaðar vegna þessara lána. 10. apríl 2014 15:29 Forseti Alþingis fær sparisjóðaskýrsluna Rannsóknarnefnd Alþingis mun kynna skýrsluna klukkan tvö í dag. 10. apríl 2014 13:24 Lánsfé sótt án þess að vita til hvers Lánsfé sparisjóða var margoft sótt á markað áður en búið var að ákveða til hvaða verkefna ætti að lána. Talið var víst að hægt yrði að lána féð út. 10. apríl 2014 14:36 Skýrslan um fall sparisjóðanna kynnt í dag Rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls sparisjóðanna mun kynna skýrslu sína klukkan tvö í dag. 10. apríl 2014 09:40 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Kostnaður Rannsóknarnefndar Alþingis við gerð skýrslu um fall sparisjóðanna um aðdraganda og orsök erfiðleika og falls sparisjóðanna nam 607 milljónum króna. Þar af 355 milljónir króna í launakostnað og 178 milljónir króna í sérfræðikostnað. Þá hafa fallið til 67 milljónir króna í sameiginlegan kostnað rannsóknarnefnda um Íbúðalánasjóð og sparisjóðanna, en þar er einkum um að ræða kostnað við húsnæði og annan rekstur. Gróflega áætlað liggja 42 ársverk að baki skýrslunni. Kostnaðurinn sem þegar hefur fallið á ríkissjóð vegna falls og rekstrarerfiðleika sparisjóðanna er tæplega 35 milljarðar króna, auk þess sem óljóst er um endurheimtur 215 milljarða króna kröfu ríkissjóðs á hendur þrotabúi Sparisjóðabankans.Skýrslan er ansi umfangsmikil.vísir/gvaSamkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahrunsins sem gefin var út í júní 2012 gaf ríkissjóður út skuldabréf fyrir 186,5 milljarða króna vegna hlutafjárframlaga til viðskiptabankanna þriggja. Þegar nefndin tók til starfa voru henni úthlutaðir níu mánuðir til verksins. .„Ljóst var frá upphafi að ekki tækist að leysa verkefnið á svo stuttum tíma. Það krefst sérhæfðrar þekkingar að vinna verkið enda um að ræða fjármálafyrirtæki sem lúta flóknu regluverki,“ segir í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Að verkinu kom fjöldi sérfræðinga með þekkingu á fjármálamarkaði, meðal annars löggiltir endurskoðendur. Þó að nefndinni væri sérstaklega gert að skoða hvernig staðið hefði verið að endurskoðun sparisjóðanna var enginn nefndarmanna endurskoðandi. Nefndarmennirnir þrír stjórnuðu 53 starfsmönnum og verktökum, auk þess sem þeir komu sjálfir beint að vinnslu skýrslunnar á öllum stigum hennar.
Tengdar fréttir Hluthafar fengu of mikinn arð í góðærinu - gengið á varasjóð sparisjóða Mikill hagnaður sparisjóðanna leiddi til þess að arðsemi eigin fjár varð mjög mikil sem gerði sparisjóðum kleift að greiða stofnfjáreigendum drjúgan arð. Nokkur dæmi voru um að greiddur væri út umtalsvert meiri arður en lög leyfðu. 10. apríl 2014 14:51 21 mál gæti varðað fangelsisrefsingu Fjármálaeftirlitið og embætti sérstaks saksóknara fá málin til rannsóknar. 10. apríl 2014 14:49 872 milljónir afskrifaðar vegna tíu starfsmanna Heildarútlán til starfsmanna Sparisjóðsins í Keflavík námu rúmum 1,5 milljörðum króna, þar af 1 milljarður í erlendri mynt. Rúmlega 872 milljónir voru afskrifaðar vegna þessara lána. 10. apríl 2014 15:29 Forseti Alþingis fær sparisjóðaskýrsluna Rannsóknarnefnd Alþingis mun kynna skýrsluna klukkan tvö í dag. 10. apríl 2014 13:24 Lánsfé sótt án þess að vita til hvers Lánsfé sparisjóða var margoft sótt á markað áður en búið var að ákveða til hvaða verkefna ætti að lána. Talið var víst að hægt yrði að lána féð út. 10. apríl 2014 14:36 Skýrslan um fall sparisjóðanna kynnt í dag Rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls sparisjóðanna mun kynna skýrslu sína klukkan tvö í dag. 10. apríl 2014 09:40 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Hluthafar fengu of mikinn arð í góðærinu - gengið á varasjóð sparisjóða Mikill hagnaður sparisjóðanna leiddi til þess að arðsemi eigin fjár varð mjög mikil sem gerði sparisjóðum kleift að greiða stofnfjáreigendum drjúgan arð. Nokkur dæmi voru um að greiddur væri út umtalsvert meiri arður en lög leyfðu. 10. apríl 2014 14:51
21 mál gæti varðað fangelsisrefsingu Fjármálaeftirlitið og embætti sérstaks saksóknara fá málin til rannsóknar. 10. apríl 2014 14:49
872 milljónir afskrifaðar vegna tíu starfsmanna Heildarútlán til starfsmanna Sparisjóðsins í Keflavík námu rúmum 1,5 milljörðum króna, þar af 1 milljarður í erlendri mynt. Rúmlega 872 milljónir voru afskrifaðar vegna þessara lána. 10. apríl 2014 15:29
Forseti Alþingis fær sparisjóðaskýrsluna Rannsóknarnefnd Alþingis mun kynna skýrsluna klukkan tvö í dag. 10. apríl 2014 13:24
Lánsfé sótt án þess að vita til hvers Lánsfé sparisjóða var margoft sótt á markað áður en búið var að ákveða til hvaða verkefna ætti að lána. Talið var víst að hægt yrði að lána féð út. 10. apríl 2014 14:36
Skýrslan um fall sparisjóðanna kynnt í dag Rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls sparisjóðanna mun kynna skýrslu sína klukkan tvö í dag. 10. apríl 2014 09:40