Prófessor segir rektor fara með rangt mál -- kennslan hefur ekki liðið fyrir djassinn Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2014 11:27 Egill Benedikt (lengst til hægri) með djasstríói sínu FLEY. Hann segir ummæli rektors þess efnis að djassinn flækist fyrir kennslunni fráleit. Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði og djasspíanisti, furðar sig á yfirlýsinguKristínar Ingólfsdóttur Háskólarektors vegna fréttar Vísis þess efnis að bann liggi við því að hann leiki djass á skemmtiferðaskipum. „Vegna yfirlýsingar rektors 31. mars síðastliðnum á visir.is vil ég taka fram að aðdróttun rektors í minn garð í yfirlýsingunni stenst einfaldlega ekki. Engin fjarvera frá kennslu eða skörun milli hljóðfæraleiks og kennslu var tilefni þess að hljóðfæraleikur minn var bannaður skriflega með bréfi á vegum rektors. Bannið var tilefnislaust,“ segir Egill Benedikt. Vísir greindi frá því að Egill Benedikt hafi bréf frá útsendara rektors þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. Egill Benedikt hefur lengi fengist við djazzpíanóleik, til dæmis með FLEY-tríóinu sem hefur spilað og leikið á skemmtiferðaskipinu „The World“. Rektor sendi frá sér afgerandi yfirlýsingu vegna fréttarinnar sem ekki er hægt að skilja öðru vísi en svo að Egill hafi látið kennsluna mæta afgangi vegna djassins. Þar segir að skólinn geri „að sjálfsögðu engar athugasemdir við að starfsmenn hans leiki á píanó eða önnur hljóðfæri,“ en, Kristín segir hins vegar skólann gera alvarlega athugsemd við að starfsmenn mæti ekki til fyrirlestrahalds á réttum tíma án þess að hafa fengið leyfi frá störfum og að „hljóðfæraleikur teljist ekki til viðhlítandi skýringa á fjarveru frá kennslu.“ „Ég bara er með lögmenn í þessu máli og háskólinn mun heyra frá þeim,“ segir Egill um næstu skref. „Þessu máli er ekki lokið, langt því frá.“ Tengdar fréttir Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. 28. mars 2014 17:04 Gerir ekki athugasemdir við að starfsfólk leiki á hljóðfæri Rektor Háskóla Íslands svarar prófessor sem segist hafa verið bannað að spila á skemmtiferðaskipum stöðu síns vegna. 31. mars 2014 20:27 Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði og djasspíanisti, furðar sig á yfirlýsinguKristínar Ingólfsdóttur Háskólarektors vegna fréttar Vísis þess efnis að bann liggi við því að hann leiki djass á skemmtiferðaskipum. „Vegna yfirlýsingar rektors 31. mars síðastliðnum á visir.is vil ég taka fram að aðdróttun rektors í minn garð í yfirlýsingunni stenst einfaldlega ekki. Engin fjarvera frá kennslu eða skörun milli hljóðfæraleiks og kennslu var tilefni þess að hljóðfæraleikur minn var bannaður skriflega með bréfi á vegum rektors. Bannið var tilefnislaust,“ segir Egill Benedikt. Vísir greindi frá því að Egill Benedikt hafi bréf frá útsendara rektors þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. Egill Benedikt hefur lengi fengist við djazzpíanóleik, til dæmis með FLEY-tríóinu sem hefur spilað og leikið á skemmtiferðaskipinu „The World“. Rektor sendi frá sér afgerandi yfirlýsingu vegna fréttarinnar sem ekki er hægt að skilja öðru vísi en svo að Egill hafi látið kennsluna mæta afgangi vegna djassins. Þar segir að skólinn geri „að sjálfsögðu engar athugasemdir við að starfsmenn hans leiki á píanó eða önnur hljóðfæri,“ en, Kristín segir hins vegar skólann gera alvarlega athugsemd við að starfsmenn mæti ekki til fyrirlestrahalds á réttum tíma án þess að hafa fengið leyfi frá störfum og að „hljóðfæraleikur teljist ekki til viðhlítandi skýringa á fjarveru frá kennslu.“ „Ég bara er með lögmenn í þessu máli og háskólinn mun heyra frá þeim,“ segir Egill um næstu skref. „Þessu máli er ekki lokið, langt því frá.“
Tengdar fréttir Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. 28. mars 2014 17:04 Gerir ekki athugasemdir við að starfsfólk leiki á hljóðfæri Rektor Háskóla Íslands svarar prófessor sem segist hafa verið bannað að spila á skemmtiferðaskipum stöðu síns vegna. 31. mars 2014 20:27 Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. 28. mars 2014 17:04
Gerir ekki athugasemdir við að starfsfólk leiki á hljóðfæri Rektor Háskóla Íslands svarar prófessor sem segist hafa verið bannað að spila á skemmtiferðaskipum stöðu síns vegna. 31. mars 2014 20:27