Björgólfsfeðgar neituðu aðkomu að málinu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2014 18:30 Vísir/Vilhelm Magnús Ármann, eigandi Imon ehf, segir að full alvara hafi verið á bak við kaup Imon á bréfum í Landsbanka Íslands örfáum dögum fyrir efnahagshrunið. Hann hafi séð tækifæri í lækkandi hlutabréfaverði til að hagnast mikið ef ástandið lagaðist. Aðalmeðferð í Imon málinu svokallaða hélt áfram í héraðsdómi í dag. Þar eru þau Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi yfirmaður á fyrirtækjasviði og Steinþór Gunnarsson fyrrverandi yfirmaður í verðbréfamiðlun bankans ákærð fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik, meðal annars fyrir lán bankans til Imon á rúmlega 5 milljörðum til kaupa á fjögurra prósenta hlut í bankanum örfáum dögum fyrir setningu neyðarlaganna. Sérstakur saksóknari heldur því fram í ákæru að kaup Imons á hlutabréfunum í bankanum hafi ekki verið annað en sýndarviðskipti. Magnús rakti aðdraganda viðskiptanna sem hann sagðist sjálfur hafa haft frumkvæði að. Hann sagðist hafa séð tækifæri í lækkandi hlutabréfaverði bankans og á sá vitnisburður sér stoð í gögnum málsins þar sem meðal annars má finna bréf frá Magnúsi til Fjármálaeftirlitsins frá því í janúar 2009 þar sem hann segir meðal annars:Imon ehf. taldi að á þeim tíma sem um ræddi að kaupin væru góð fjárfesting þótt áhættusöm væru. Mikil áhætta getur leitt til mikils hagnaðar og var sú hagnaðarvon og trú á Landsbankanum grundvöllur viðskiptanna. Meðal annarra vitna í dag voru feðgarnir Björgólfur Guðmundsson fyrrverandi formaður bankráðs Landsbanka Íslands og sonur hans Björgólfur Thor Björgólfsson en þeir voru stærstu eigendur bankans. Þeir sögðust báðir enga aðkomu hafa haft að þeim málum sem ákært er fyrir. Sigurður G. Guðjónsson verjandi Sigurjóns spurði Björgólf ítarlega út í tengsl hans við félagið Pro Invest, sem Björgólfur sagði engin vera, en lánveitingar til þess félags frá Landsbankanum í Lúxemburg til kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum fyrir ríflega fjóra milljarða í lok september 2008, er enn til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Ástæða þessara spurninga var sú að meðal gagna málsins er skjal þar sem starfsmaður Novator, félags í eigu Björgólfs, skrifaði undir lánalengingu fyrir Pro Invest. Tengdar fréttir Viðskiptin afgreidd á innan við tveimur tímum Magnús Ármann sagðist hafa séð í því "tækifæri til að skjóta sér inn í stokkinn.“ 29. apríl 2014 11:58 Sonurinn enn að jafna sig á handtöku föður Fyrrverandi yfirmaður verðbréfamiðlunar Landsbankans segir son sinn enn vera að jafna sig á því þegar hann horfði á föður sinn handtekinn í harkalegum aðgerðum sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á Imon-málinu. Hann telur hörku í húsleit og handtöku algjörlega þarflausa enda hafi þetta verið tveimur og hálfu ári eftir að viðskiptin sem ákært var fyrir áttu sér stað. 27. apríl 2014 19:02 Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18 „Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sagðist ekkert hafa gert af sér í Imon málinu í dag, honum hafi verið óheimilt að hafa upplýsingar um fjármögnun lánaviðskipta. 28. apríl 2014 15:41 Björgólfsfeðgar í héraðsdómi Björgólfur Thor Björgólfsson er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann mun gefa skýrslu í Imon málinu. 29. apríl 2014 12:36 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Magnús Ármann, eigandi Imon ehf, segir að full alvara hafi verið á bak við kaup Imon á bréfum í Landsbanka Íslands örfáum dögum fyrir efnahagshrunið. Hann hafi séð tækifæri í lækkandi hlutabréfaverði til að hagnast mikið ef ástandið lagaðist. Aðalmeðferð í Imon málinu svokallaða hélt áfram í héraðsdómi í dag. Þar eru þau Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi yfirmaður á fyrirtækjasviði og Steinþór Gunnarsson fyrrverandi yfirmaður í verðbréfamiðlun bankans ákærð fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik, meðal annars fyrir lán bankans til Imon á rúmlega 5 milljörðum til kaupa á fjögurra prósenta hlut í bankanum örfáum dögum fyrir setningu neyðarlaganna. Sérstakur saksóknari heldur því fram í ákæru að kaup Imons á hlutabréfunum í bankanum hafi ekki verið annað en sýndarviðskipti. Magnús rakti aðdraganda viðskiptanna sem hann sagðist sjálfur hafa haft frumkvæði að. Hann sagðist hafa séð tækifæri í lækkandi hlutabréfaverði bankans og á sá vitnisburður sér stoð í gögnum málsins þar sem meðal annars má finna bréf frá Magnúsi til Fjármálaeftirlitsins frá því í janúar 2009 þar sem hann segir meðal annars:Imon ehf. taldi að á þeim tíma sem um ræddi að kaupin væru góð fjárfesting þótt áhættusöm væru. Mikil áhætta getur leitt til mikils hagnaðar og var sú hagnaðarvon og trú á Landsbankanum grundvöllur viðskiptanna. Meðal annarra vitna í dag voru feðgarnir Björgólfur Guðmundsson fyrrverandi formaður bankráðs Landsbanka Íslands og sonur hans Björgólfur Thor Björgólfsson en þeir voru stærstu eigendur bankans. Þeir sögðust báðir enga aðkomu hafa haft að þeim málum sem ákært er fyrir. Sigurður G. Guðjónsson verjandi Sigurjóns spurði Björgólf ítarlega út í tengsl hans við félagið Pro Invest, sem Björgólfur sagði engin vera, en lánveitingar til þess félags frá Landsbankanum í Lúxemburg til kaupa á hlutabréfum í Landsbankanum fyrir ríflega fjóra milljarða í lok september 2008, er enn til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Ástæða þessara spurninga var sú að meðal gagna málsins er skjal þar sem starfsmaður Novator, félags í eigu Björgólfs, skrifaði undir lánalengingu fyrir Pro Invest.
Tengdar fréttir Viðskiptin afgreidd á innan við tveimur tímum Magnús Ármann sagðist hafa séð í því "tækifæri til að skjóta sér inn í stokkinn.“ 29. apríl 2014 11:58 Sonurinn enn að jafna sig á handtöku föður Fyrrverandi yfirmaður verðbréfamiðlunar Landsbankans segir son sinn enn vera að jafna sig á því þegar hann horfði á föður sinn handtekinn í harkalegum aðgerðum sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á Imon-málinu. Hann telur hörku í húsleit og handtöku algjörlega þarflausa enda hafi þetta verið tveimur og hálfu ári eftir að viðskiptin sem ákært var fyrir áttu sér stað. 27. apríl 2014 19:02 Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18 „Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sagðist ekkert hafa gert af sér í Imon málinu í dag, honum hafi verið óheimilt að hafa upplýsingar um fjármögnun lánaviðskipta. 28. apríl 2014 15:41 Björgólfsfeðgar í héraðsdómi Björgólfur Thor Björgólfsson er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann mun gefa skýrslu í Imon málinu. 29. apríl 2014 12:36 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Viðskiptin afgreidd á innan við tveimur tímum Magnús Ármann sagðist hafa séð í því "tækifæri til að skjóta sér inn í stokkinn.“ 29. apríl 2014 11:58
Sonurinn enn að jafna sig á handtöku föður Fyrrverandi yfirmaður verðbréfamiðlunar Landsbankans segir son sinn enn vera að jafna sig á því þegar hann horfði á föður sinn handtekinn í harkalegum aðgerðum sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á Imon-málinu. Hann telur hörku í húsleit og handtöku algjörlega þarflausa enda hafi þetta verið tveimur og hálfu ári eftir að viðskiptin sem ákært var fyrir áttu sér stað. 27. apríl 2014 19:02
Sigurjón fór mikinn í ræðu sinni í héraðsdómi Aðalmeðferð hófst í Imon málinu í dag. Meðal ákærðu er Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem hélt þrumuræðu þar sem hann kannaðist ekkert við þær sakir sem hann er borinn. 28. apríl 2014 13:18
„Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sagðist ekkert hafa gert af sér í Imon málinu í dag, honum hafi verið óheimilt að hafa upplýsingar um fjármögnun lánaviðskipta. 28. apríl 2014 15:41
Björgólfsfeðgar í héraðsdómi Björgólfur Thor Björgólfsson er mættur í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann mun gefa skýrslu í Imon málinu. 29. apríl 2014 12:36