Real í úrslit í fyrsta sinn í tólf ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. apríl 2014 11:56 Real-menn höfðu ástæðu til að fagna í kvöld. Vísir/Getty Real Madríd er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir öruggan 4-0 sigur á ríkjandi meisturum Bayern München á Allianz-vellinum í kvöld. Real vann fyrri leikinn, 1-0, og einvígið samanlagt, 5-0. Spænska liðið gekk frá leiknum strax í fyrri hálfleik en miðvörðurinn Sergio Ramos skoraði tvö mörk eftir föst leikatriði með fjögurra mínútna millibili á 16. og 20. mínútu leiksins. Þá var verkefnið orðið nógu erfitt fyrir Bæjara en það varð ómögulegt fjórtán mínútum síðar þegar Cristiano Ronaldo skoraði þriðja markið, 3-0, eftir fallega skyndisókn og sendingu frá GarethBale. Seinni hálfleikurinn var lítil skemmtun enda úrslitin löngu ráðin og ljóst að Bayern tekst ekki að verja Meistaradeildartitilinn frekar en nokkrum öðrum liðum síðan nafni keppninnar var breytt árið 1992. Cristiano Ronaldo bætti við fjórða markinu á 90. mínútu þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu undir varnarvegg Bæjara. Sextánda mark Portúgalans sem er nú markahæstur á einu tímabili í Meistaradeildinni í sögu keppninnar. Sætur sigur hjá Real sem varð þó fyrir smá áfalli í leiknum þegar Xabi Alonso tókst að fá gult spjald í stöðunni 3-0 fyrir afskaplega klaufalega tæklingu. Hann var með gult spjald á bakinu og verður því í banni í úrslitaleiknum í Lissabon. Real Madríd hefur ekki komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í tólf ár eða síðan liðið vann Bayer Leverkusen, 2-1, í Glasgow árið 2002.Mörkin þrjú hjá Real í fyrri hálfleik: Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Real Madríd er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir öruggan 4-0 sigur á ríkjandi meisturum Bayern München á Allianz-vellinum í kvöld. Real vann fyrri leikinn, 1-0, og einvígið samanlagt, 5-0. Spænska liðið gekk frá leiknum strax í fyrri hálfleik en miðvörðurinn Sergio Ramos skoraði tvö mörk eftir föst leikatriði með fjögurra mínútna millibili á 16. og 20. mínútu leiksins. Þá var verkefnið orðið nógu erfitt fyrir Bæjara en það varð ómögulegt fjórtán mínútum síðar þegar Cristiano Ronaldo skoraði þriðja markið, 3-0, eftir fallega skyndisókn og sendingu frá GarethBale. Seinni hálfleikurinn var lítil skemmtun enda úrslitin löngu ráðin og ljóst að Bayern tekst ekki að verja Meistaradeildartitilinn frekar en nokkrum öðrum liðum síðan nafni keppninnar var breytt árið 1992. Cristiano Ronaldo bætti við fjórða markinu á 90. mínútu þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu undir varnarvegg Bæjara. Sextánda mark Portúgalans sem er nú markahæstur á einu tímabili í Meistaradeildinni í sögu keppninnar. Sætur sigur hjá Real sem varð þó fyrir smá áfalli í leiknum þegar Xabi Alonso tókst að fá gult spjald í stöðunni 3-0 fyrir afskaplega klaufalega tæklingu. Hann var með gult spjald á bakinu og verður því í banni í úrslitaleiknum í Lissabon. Real Madríd hefur ekki komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í tólf ár eða síðan liðið vann Bayer Leverkusen, 2-1, í Glasgow árið 2002.Mörkin þrjú hjá Real í fyrri hálfleik:
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira