Mikið fjölmenni var á athöfninni sem fór fram í dómkirkjunni í Barcelona. Margir starfsmenn félagsins, fjölskylda Vilanova og vinir.
Flest félög úr spænsku úrvalsdeildinni sendu líka fulltrúa til þess að votta Vilanova og Barcelona virðingu sína.
Barcelona hefur útbúið sérstakan stað við Nou Camp þar sem stuðningsmenn geta vottað virðingu sína og þegar hafa um 50 þúsund manns heimsótt þann stað.
Vilanova var aðeins 45 ára gamall er hann lést. Hann var þjálfari Barcelona á síðustu leiktíð og gerði liðið þá að spænskum meisturum.
