„Við vorum bara að sinna því sem okkur bar“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2014 15:41 Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans við aðalmeðferð Imon málsins í dag. Vísir/Stefán „Allir sem störfuðu á þessum markaði og upplifðu þessa síðustu daga í lífi þessara banka hugsuðu að annað hvort kemur eitthvað plan. Ef ekki þá vitum ekkert hvað gerist. Ég trúði því að við værum að fara að sigla í gegnum þennan öldudal og Landsbankinn kæmi bara sterkari en ever í gegnum þetta,“ sagði Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans í skýrslu sinni í aðalmeðferð Imon málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Steinþór er ákærður fyrir markaðsmisnotkun fyrir að hafa með því að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, en ákæruvaldið að aðeins hafi verið um sýndarviðskipti að ræða. Steinþór lýsti því fyrir dómi að hans aðkoma hafi verið takmörkuð, önnur en sú að taka við þeim upplýsingum að viðskiptin væru komin á, útbúa skjöl þess efnis og tilkynna þau til Kauphallarinnar. Hann rakti nákvæmlega hvernig þetta kom til, hann hafi verið kallaður á fund þar sem Magnús Ármann, eigandi Imon og Árni Maríasson, forstöðumaður á fyrirtækjasviði Landsbankans voru búnir að komast að niðurstöðu um kaupin. „Ég man sérstaklega eftir þessu, ég var aðalmiðlari bankans og var frekar fúll að þessi viðskipti komu ekki í gegnum mig,“ sagði Steinþór í skýrslu sinni. Hann lagði mikla áherslu á að hann hefði ekki haft neina vitneskju um hvernig viðskipti eins og þau sem ákært er fyrir voru fjármögnuð, honum hafi verið óheimilt að grennslast fyrir um slíkt. Mikil aðgreining hafi verið milli bankans á verkefnum og honum sem miðlara ekki einu sinni hleypt inn á allar deildir sem bjuggu yfir vitneskju sem hann átti ekki að hafa. Þeir aðilar sem komu að þessum viðskiptum hefðu unnið með honum í mörg ár, milli þeirra hefði ríkt mikið traust og hann hefði aldrei haft ástæðu til að spyrja þá um nokkurn skapaðan hlut heldur fór bara beint í að tilkynna svona viðskipti til Kauphallarinnar. „Ég hafði enga hagsmuni af því að fabrikera þessi viðskipti í Kauphöllina, það gildir bara þessi sterka regla hjá okkur, hann [viðskiptamaðurinn] hefur þrjá daga til að greiða fyrir viðskiptin, þá bar okkur að tilkynna þetta,“ sagði Steinþór. Steinþór lýsti einnig aðkomu sinni að láninu til félagsins Azalea Resources sem var í eigu finnans Ari Salmivouri, viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar. Síðastu skýrslu dagsins gefur Sigríður Elín Sigfúsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans. Aðalmeðferð heldur áfram á morgun en þá munu vitni gefa skýrslu en málið er á dagskrá héraðsdóms alla þessa viku. Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
„Allir sem störfuðu á þessum markaði og upplifðu þessa síðustu daga í lífi þessara banka hugsuðu að annað hvort kemur eitthvað plan. Ef ekki þá vitum ekkert hvað gerist. Ég trúði því að við værum að fara að sigla í gegnum þennan öldudal og Landsbankinn kæmi bara sterkari en ever í gegnum þetta,“ sagði Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans í skýrslu sinni í aðalmeðferð Imon málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Steinþór er ákærður fyrir markaðsmisnotkun fyrir að hafa með því að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, en ákæruvaldið að aðeins hafi verið um sýndarviðskipti að ræða. Steinþór lýsti því fyrir dómi að hans aðkoma hafi verið takmörkuð, önnur en sú að taka við þeim upplýsingum að viðskiptin væru komin á, útbúa skjöl þess efnis og tilkynna þau til Kauphallarinnar. Hann rakti nákvæmlega hvernig þetta kom til, hann hafi verið kallaður á fund þar sem Magnús Ármann, eigandi Imon og Árni Maríasson, forstöðumaður á fyrirtækjasviði Landsbankans voru búnir að komast að niðurstöðu um kaupin. „Ég man sérstaklega eftir þessu, ég var aðalmiðlari bankans og var frekar fúll að þessi viðskipti komu ekki í gegnum mig,“ sagði Steinþór í skýrslu sinni. Hann lagði mikla áherslu á að hann hefði ekki haft neina vitneskju um hvernig viðskipti eins og þau sem ákært er fyrir voru fjármögnuð, honum hafi verið óheimilt að grennslast fyrir um slíkt. Mikil aðgreining hafi verið milli bankans á verkefnum og honum sem miðlara ekki einu sinni hleypt inn á allar deildir sem bjuggu yfir vitneskju sem hann átti ekki að hafa. Þeir aðilar sem komu að þessum viðskiptum hefðu unnið með honum í mörg ár, milli þeirra hefði ríkt mikið traust og hann hefði aldrei haft ástæðu til að spyrja þá um nokkurn skapaðan hlut heldur fór bara beint í að tilkynna svona viðskipti til Kauphallarinnar. „Ég hafði enga hagsmuni af því að fabrikera þessi viðskipti í Kauphöllina, það gildir bara þessi sterka regla hjá okkur, hann [viðskiptamaðurinn] hefur þrjá daga til að greiða fyrir viðskiptin, þá bar okkur að tilkynna þetta,“ sagði Steinþór. Steinþór lýsti einnig aðkomu sinni að láninu til félagsins Azalea Resources sem var í eigu finnans Ari Salmivouri, viðskiptafélaga Björgólfs Thors Björgólfssonar. Síðastu skýrslu dagsins gefur Sigríður Elín Sigfúsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans. Aðalmeðferð heldur áfram á morgun en þá munu vitni gefa skýrslu en málið er á dagskrá héraðsdóms alla þessa viku.
Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira