Vilja rannsókn á meintum njósnum Se og hør Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. apríl 2014 12:00 Jóakim prins og María kona hans eru meðal þeirra sem blaðamenn Se og hør eru sakaður um að hafa njósnað um . Nordicphotos/AFP Danskir fjölmiðlar hafa í morgun fjallað um ásakanir á hendur vikuritinu Se og hør um að blaðamenn þar hafi njósnað um kredikortafærslur þekktra einstaklinga. Þessar ásakanir koma fram í nýrri skáldsögu eftir danska blaðamanninn Ken B. Rasmussen, sem kemur út á morgun. Daglbaðið BT fullyrðir að þótt bókin sé skáldsaga þá hafi höfundurinn heimildir fyrir ásökunum þessum. Fullyrt er að blaðamenn hafi á árunum 2008 til 2012 verið í tengslum við upplýsingatæknifræðing, sem í gegnum starf sitt hjá greiðslumiðlun fjármálafyrirtækja hafi haft aðgang að kreditkortafærslum einstaklinga. „Þetta er nú reyndar skáldsaga, en hugsa sér ef þetta væri satt. Það væri hrikalegt hneyksli,” hefur dagblaðið Politiken eftir höfundinum, sem um hríð starfaði hjá Se og hør. Danskir stjórnmálamenn krefjast þess nú, með vísan til fullyrðinga BT um að ásakanirnar í skáldsögunni eigi rök að styðjast, að málið verði rannsakað af lögreglu. Skorað er á dómsmálaráðherra að láta málið til sín taka. „Þetta er bara skelfilegt. Auðvitað á lögreglan að rannsaka þetta,” hefur Politiken eftir Troels Ravn, fjölmiðlafulltrúa sósíaldemókrata. Ravn segir að sér verði hugsað til Englands, þar sem blaðamenn og yfirmenn á vikuritinu News of the World urðu uppvísir að því að njósna um farsíma fjölda einstaklinga. Í sögu Rasmussens er lýst daglegu amstri á blaðinu Se og hør. Þar eru nefndir til sögunnar ýmsir þekktir Danir, sem orðið hafi fyrir njósnum blaðsins, svo sem Jóakim prins og María kona hans. Samkvæmt sögunni lét upplýsingatæknifræðingurinn blaðamenn vita um ýmsar kreditkortafærslur, svo sem flugmiðakaup eða greiðslur fyrir læknisþjónustu. Upp úr þessu hafi svo verið unnar fréttir. Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Danskir fjölmiðlar hafa í morgun fjallað um ásakanir á hendur vikuritinu Se og hør um að blaðamenn þar hafi njósnað um kredikortafærslur þekktra einstaklinga. Þessar ásakanir koma fram í nýrri skáldsögu eftir danska blaðamanninn Ken B. Rasmussen, sem kemur út á morgun. Daglbaðið BT fullyrðir að þótt bókin sé skáldsaga þá hafi höfundurinn heimildir fyrir ásökunum þessum. Fullyrt er að blaðamenn hafi á árunum 2008 til 2012 verið í tengslum við upplýsingatæknifræðing, sem í gegnum starf sitt hjá greiðslumiðlun fjármálafyrirtækja hafi haft aðgang að kreditkortafærslum einstaklinga. „Þetta er nú reyndar skáldsaga, en hugsa sér ef þetta væri satt. Það væri hrikalegt hneyksli,” hefur dagblaðið Politiken eftir höfundinum, sem um hríð starfaði hjá Se og hør. Danskir stjórnmálamenn krefjast þess nú, með vísan til fullyrðinga BT um að ásakanirnar í skáldsögunni eigi rök að styðjast, að málið verði rannsakað af lögreglu. Skorað er á dómsmálaráðherra að láta málið til sín taka. „Þetta er bara skelfilegt. Auðvitað á lögreglan að rannsaka þetta,” hefur Politiken eftir Troels Ravn, fjölmiðlafulltrúa sósíaldemókrata. Ravn segir að sér verði hugsað til Englands, þar sem blaðamenn og yfirmenn á vikuritinu News of the World urðu uppvísir að því að njósna um farsíma fjölda einstaklinga. Í sögu Rasmussens er lýst daglegu amstri á blaðinu Se og hør. Þar eru nefndir til sögunnar ýmsir þekktir Danir, sem orðið hafi fyrir njósnum blaðsins, svo sem Jóakim prins og María kona hans. Samkvæmt sögunni lét upplýsingatæknifræðingurinn blaðamenn vita um ýmsar kreditkortafærslur, svo sem flugmiðakaup eða greiðslur fyrir læknisþjónustu. Upp úr þessu hafi svo verið unnar fréttir.
Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira