Vilja rannsókn á meintum njósnum Se og hør Guðsteinn Bjarnason skrifar 28. apríl 2014 12:00 Jóakim prins og María kona hans eru meðal þeirra sem blaðamenn Se og hør eru sakaður um að hafa njósnað um . Nordicphotos/AFP Danskir fjölmiðlar hafa í morgun fjallað um ásakanir á hendur vikuritinu Se og hør um að blaðamenn þar hafi njósnað um kredikortafærslur þekktra einstaklinga. Þessar ásakanir koma fram í nýrri skáldsögu eftir danska blaðamanninn Ken B. Rasmussen, sem kemur út á morgun. Daglbaðið BT fullyrðir að þótt bókin sé skáldsaga þá hafi höfundurinn heimildir fyrir ásökunum þessum. Fullyrt er að blaðamenn hafi á árunum 2008 til 2012 verið í tengslum við upplýsingatæknifræðing, sem í gegnum starf sitt hjá greiðslumiðlun fjármálafyrirtækja hafi haft aðgang að kreditkortafærslum einstaklinga. „Þetta er nú reyndar skáldsaga, en hugsa sér ef þetta væri satt. Það væri hrikalegt hneyksli,” hefur dagblaðið Politiken eftir höfundinum, sem um hríð starfaði hjá Se og hør. Danskir stjórnmálamenn krefjast þess nú, með vísan til fullyrðinga BT um að ásakanirnar í skáldsögunni eigi rök að styðjast, að málið verði rannsakað af lögreglu. Skorað er á dómsmálaráðherra að láta málið til sín taka. „Þetta er bara skelfilegt. Auðvitað á lögreglan að rannsaka þetta,” hefur Politiken eftir Troels Ravn, fjölmiðlafulltrúa sósíaldemókrata. Ravn segir að sér verði hugsað til Englands, þar sem blaðamenn og yfirmenn á vikuritinu News of the World urðu uppvísir að því að njósna um farsíma fjölda einstaklinga. Í sögu Rasmussens er lýst daglegu amstri á blaðinu Se og hør. Þar eru nefndir til sögunnar ýmsir þekktir Danir, sem orðið hafi fyrir njósnum blaðsins, svo sem Jóakim prins og María kona hans. Samkvæmt sögunni lét upplýsingatæknifræðingurinn blaðamenn vita um ýmsar kreditkortafærslur, svo sem flugmiðakaup eða greiðslur fyrir læknisþjónustu. Upp úr þessu hafi svo verið unnar fréttir. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Danskir fjölmiðlar hafa í morgun fjallað um ásakanir á hendur vikuritinu Se og hør um að blaðamenn þar hafi njósnað um kredikortafærslur þekktra einstaklinga. Þessar ásakanir koma fram í nýrri skáldsögu eftir danska blaðamanninn Ken B. Rasmussen, sem kemur út á morgun. Daglbaðið BT fullyrðir að þótt bókin sé skáldsaga þá hafi höfundurinn heimildir fyrir ásökunum þessum. Fullyrt er að blaðamenn hafi á árunum 2008 til 2012 verið í tengslum við upplýsingatæknifræðing, sem í gegnum starf sitt hjá greiðslumiðlun fjármálafyrirtækja hafi haft aðgang að kreditkortafærslum einstaklinga. „Þetta er nú reyndar skáldsaga, en hugsa sér ef þetta væri satt. Það væri hrikalegt hneyksli,” hefur dagblaðið Politiken eftir höfundinum, sem um hríð starfaði hjá Se og hør. Danskir stjórnmálamenn krefjast þess nú, með vísan til fullyrðinga BT um að ásakanirnar í skáldsögunni eigi rök að styðjast, að málið verði rannsakað af lögreglu. Skorað er á dómsmálaráðherra að láta málið til sín taka. „Þetta er bara skelfilegt. Auðvitað á lögreglan að rannsaka þetta,” hefur Politiken eftir Troels Ravn, fjölmiðlafulltrúa sósíaldemókrata. Ravn segir að sér verði hugsað til Englands, þar sem blaðamenn og yfirmenn á vikuritinu News of the World urðu uppvísir að því að njósna um farsíma fjölda einstaklinga. Í sögu Rasmussens er lýst daglegu amstri á blaðinu Se og hør. Þar eru nefndir til sögunnar ýmsir þekktir Danir, sem orðið hafi fyrir njósnum blaðsins, svo sem Jóakim prins og María kona hans. Samkvæmt sögunni lét upplýsingatæknifræðingurinn blaðamenn vita um ýmsar kreditkortafærslur, svo sem flugmiðakaup eða greiðslur fyrir læknisþjónustu. Upp úr þessu hafi svo verið unnar fréttir.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira