Ekki bloggsorinn sem stóð í Guðna Jakob Bjarnar skrifar 25. apríl 2014 11:34 Það að Guðni hætti við framboð í Reykjavík kom Vigdísi Hauksdóttur jafn mikið á óvart og öðrum. Vígdís Hauksdóttir, 1. þingmaður Framsóknarmanna í Reykjavík suður, segist vita að ástæður þess að Guðni Ágústsson fór ekki fram í Reykjavík séu meðal annars aðrar en netofbeldi, þó hún tíundi ekki hverjar þær ástæður eru. Ákvörðun Guðna Ágústssonar þess efnis að vilja ekki leiða framsóknarmenn í borginni virðist hafa komið flestum í opna skjöldu. Fréttablaðið heyrði í fjölmörgum Framsóknarmönnum eftir að ákvörðunin lá fyrir og sá er tónninn. Einn þeirra er Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarmanna sem segir að þeir hafi sett í feitan lax sem var Guðni, en hann hafi ákveðið að segja eftir umsóknarfrest loks nei. Sigrún segir ljóst að mörgum hafi staðið ógn af Guðna. Þeir hafi farið hamförum í gagnrýni á hann á meðan hann var að hugsa sig um. „Margt af því sem birtist á bloggsíðum og víðar er ógeð,“ segir Sigrún.Kom Vigdísi á óvart Vísir ræddi við Vigdísi nú fyrir skömmu en Vigdís tengist Guðna fjölskylduböndum; Guðni trúlofaðist næstelstu systur Vigdísar þegar Vigdís var átta ára og þingmaðurinn lítur á hann sem einn af fjölskyldunni, nánast eins og bróður. Engu að síður kom ákvörðun hans um að fara ekki fram henni mjög á óvart. „Já, ég held að það sé hægt að segja það að þetta kom mér jafn mikið á óvart og öðrum. Ég var meðal annars einn af hvatamönnum þess að Guðni íhugaði framboð og skoraði á hann opinberlega á fimmtudaginn fyrir páska. Vinnan var komin vel á veg en svo tók hann bara sína ákvörðun og ég virði hana – rétt eins og ég virti ákvörðun Óskars Bergssonar (fyrrum forystumann Framsóknarmanna í borginni),“ segir Vigdís.Aðrir þættir leiddu til ákvörðunar Guðna Menn velta því nú fyrir sér hvers vegna Guðni ákvað að láta það vera að taka slaginn og hefur til dæmis vefmiðillinn Eyjan haldið því fram að „nettröll“ hafi haft sigur og Sigrún Magnúsdóttir talar um „ógeð“... tekur Vigdís undir það? „Ég er vön þessum bloggsora sem birtist í aðdraganda framboðs Guðna Ágústssonar en ég veit að það voru, meðal annars, aðrir þættir sem leiddu til þess að hann tók þessa ákvörðun.“Skammur tími til stefnu Vigdís vildi ekki stjá sig um stöðu framboðsmála Framsóknarmanna í Reykjavík og vísaði öllum fyrirspurnum þess efnis til Þóris Ingþórssonar, formanns kjördæmisráðs Framsóknarmanna í Reykjavík, en ekki náðist í hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en nýr framboðslisti mun verða kynntur á þriðjudag í næstu viku. Skammur tími er til stefnu en sveitarstjórnarkosningar verða 31. maí. Framsóknarflokkurinn hefur verið að mælast með 2 til fjögurra prósenta fylgi í könnunum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Leita enn að nýjum oddvita Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga. 24. apríl 2014 21:08 Trúir og treystir að flokkurinn nái saman um sterka frmabjóðendur Guðni segir málefnastöðu Framsóknarflokksins í Reykjavík vera sterka. 24. apríl 2014 09:18 „Örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs“ Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem er í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík segist ekki myndu skorast undan ábyrgð. 25. apríl 2014 11:28 Óvissa hjá framsóknarmönnum í Reykjavík Guðni Ágústsson hætti á elleftu stundu við að taka oddvitasæti hjá Framsókn í Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir segir menn hafa farið hamförum í gagnrýni á Guðna. Framsóknarmenn segja framboðsmálin vandræðaleg. 25. apríl 2014 07:15 Leggja fram tillögu um framboðslista Framsóknar á morgun Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðað er til aukakjördæmaþings á morgun fimmtudaginn 24. apríl að Suðurlandsbraut 24 og hefst þingið kl. 11.00. 23. apríl 2014 17:38 Ekkert verður af endurkomu Guðna Ágústssonar Enn er óvíst hver verður oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Það verður þó ekki Guðni Ágústsson. 23. apríl 2014 23:49 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Vígdís Hauksdóttir, 1. þingmaður Framsóknarmanna í Reykjavík suður, segist vita að ástæður þess að Guðni Ágústsson fór ekki fram í Reykjavík séu meðal annars aðrar en netofbeldi, þó hún tíundi ekki hverjar þær ástæður eru. Ákvörðun Guðna Ágústssonar þess efnis að vilja ekki leiða framsóknarmenn í borginni virðist hafa komið flestum í opna skjöldu. Fréttablaðið heyrði í fjölmörgum Framsóknarmönnum eftir að ákvörðunin lá fyrir og sá er tónninn. Einn þeirra er Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarmanna sem segir að þeir hafi sett í feitan lax sem var Guðni, en hann hafi ákveðið að segja eftir umsóknarfrest loks nei. Sigrún segir ljóst að mörgum hafi staðið ógn af Guðna. Þeir hafi farið hamförum í gagnrýni á hann á meðan hann var að hugsa sig um. „Margt af því sem birtist á bloggsíðum og víðar er ógeð,“ segir Sigrún.Kom Vigdísi á óvart Vísir ræddi við Vigdísi nú fyrir skömmu en Vigdís tengist Guðna fjölskylduböndum; Guðni trúlofaðist næstelstu systur Vigdísar þegar Vigdís var átta ára og þingmaðurinn lítur á hann sem einn af fjölskyldunni, nánast eins og bróður. Engu að síður kom ákvörðun hans um að fara ekki fram henni mjög á óvart. „Já, ég held að það sé hægt að segja það að þetta kom mér jafn mikið á óvart og öðrum. Ég var meðal annars einn af hvatamönnum þess að Guðni íhugaði framboð og skoraði á hann opinberlega á fimmtudaginn fyrir páska. Vinnan var komin vel á veg en svo tók hann bara sína ákvörðun og ég virði hana – rétt eins og ég virti ákvörðun Óskars Bergssonar (fyrrum forystumann Framsóknarmanna í borginni),“ segir Vigdís.Aðrir þættir leiddu til ákvörðunar Guðna Menn velta því nú fyrir sér hvers vegna Guðni ákvað að láta það vera að taka slaginn og hefur til dæmis vefmiðillinn Eyjan haldið því fram að „nettröll“ hafi haft sigur og Sigrún Magnúsdóttir talar um „ógeð“... tekur Vigdís undir það? „Ég er vön þessum bloggsora sem birtist í aðdraganda framboðs Guðna Ágústssonar en ég veit að það voru, meðal annars, aðrir þættir sem leiddu til þess að hann tók þessa ákvörðun.“Skammur tími til stefnu Vigdís vildi ekki stjá sig um stöðu framboðsmála Framsóknarmanna í Reykjavík og vísaði öllum fyrirspurnum þess efnis til Þóris Ingþórssonar, formanns kjördæmisráðs Framsóknarmanna í Reykjavík, en ekki náðist í hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en nýr framboðslisti mun verða kynntur á þriðjudag í næstu viku. Skammur tími er til stefnu en sveitarstjórnarkosningar verða 31. maí. Framsóknarflokkurinn hefur verið að mælast með 2 til fjögurra prósenta fylgi í könnunum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Leita enn að nýjum oddvita Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga. 24. apríl 2014 21:08 Trúir og treystir að flokkurinn nái saman um sterka frmabjóðendur Guðni segir málefnastöðu Framsóknarflokksins í Reykjavík vera sterka. 24. apríl 2014 09:18 „Örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs“ Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem er í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík segist ekki myndu skorast undan ábyrgð. 25. apríl 2014 11:28 Óvissa hjá framsóknarmönnum í Reykjavík Guðni Ágústsson hætti á elleftu stundu við að taka oddvitasæti hjá Framsókn í Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir segir menn hafa farið hamförum í gagnrýni á Guðna. Framsóknarmenn segja framboðsmálin vandræðaleg. 25. apríl 2014 07:15 Leggja fram tillögu um framboðslista Framsóknar á morgun Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðað er til aukakjördæmaþings á morgun fimmtudaginn 24. apríl að Suðurlandsbraut 24 og hefst þingið kl. 11.00. 23. apríl 2014 17:38 Ekkert verður af endurkomu Guðna Ágústssonar Enn er óvíst hver verður oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Það verður þó ekki Guðni Ágústsson. 23. apríl 2014 23:49 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Leita enn að nýjum oddvita Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga. 24. apríl 2014 21:08
Trúir og treystir að flokkurinn nái saman um sterka frmabjóðendur Guðni segir málefnastöðu Framsóknarflokksins í Reykjavík vera sterka. 24. apríl 2014 09:18
„Örlög mín hjá Framsóknarflokknum liggja í höndum kjördæmaráðs“ Guðrún Bryndís Karlsdóttir sem er í öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík segist ekki myndu skorast undan ábyrgð. 25. apríl 2014 11:28
Óvissa hjá framsóknarmönnum í Reykjavík Guðni Ágústsson hætti á elleftu stundu við að taka oddvitasæti hjá Framsókn í Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir segir menn hafa farið hamförum í gagnrýni á Guðna. Framsóknarmenn segja framboðsmálin vandræðaleg. 25. apríl 2014 07:15
Leggja fram tillögu um framboðslista Framsóknar á morgun Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðað er til aukakjördæmaþings á morgun fimmtudaginn 24. apríl að Suðurlandsbraut 24 og hefst þingið kl. 11.00. 23. apríl 2014 17:38
Ekkert verður af endurkomu Guðna Ágústssonar Enn er óvíst hver verður oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Það verður þó ekki Guðni Ágústsson. 23. apríl 2014 23:49
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent