Ingólfur á leið af Everestfjalli Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. apríl 2014 11:01 Ingólfur segir Sjerpana skiptast í tvær fylkingar og að annar hópurinn hafi haft í hótunum við hinn. Fjallgöngumaðurinn Ingólfur Axelsson er að leggja af stað niður af Everestfjalli í kjölfar mikilla illdeilna milli tveggja hópa Sjerpa. Sextán Sjerpar létu lífið í snjóflóði á fjallinu fyrir viku og hefur mikil óvissa ríkt um hvort göngumennirnir gætu haldið för sinni áfram á tindinn. „Hópnum var safnað saman í morgun og tilkynnt að ekki væri stætt á því að fara í fjallið,“ segir Ingólfur í samtali við Vísi. „Þetta er allt hið undarlegasta mál því að fjallið er ekki lokað. Forsætisráðherrann kom í gær upp í búðir og tilkynnti það að fjallið væri opið en Sjerparnir neita að fara og við hreyfum okkur ekkert án þeirra. Ég er lagður af stað niður. Ég ákvað að vera ekki að bíða of lengi.“ Ingólfur segir Sjerpana skiptast í tvær fylkingar og að annar hópurinn hafi haft í hótunum við hinn. „Þetta er mikið leiðindamál. Það var mikið flóknara en að það væri hættulegt að fara upp, heldur blandaðist kjarabarátta inn í og svo komu fram líkamsmeiðingahótanir og annað. Lítill hópur aktívista gerði okkur það ljóst að það yrðu stórar afleiðingar ef einhver hópur færi upp.“Klifrararnir styðja málstaðinn Ingólfur segir blessunarathöfn sem haldin var í gær hafa valdið pirringi hjá aktívistunum, þeir hafi talið að hópur væri á leiðinni upp, og um fjórum tímum síðar hafi allir Sjerparnir verið búnir að skipta um skoðun og hættir við að fara upp. „Við vöknuðum öll um morguninn og var sagt að við værum á leiðinni upp en fjórum tímum síðar var búið að tala við Sjerpana okkar og segja þeim að það myndi hafa miklar afleiðingar.“ Aðspurður hvort fjallgöngumennirnir sýni afstöðu Sjerpanna skilning segir Ingólfur svo vera. „Klifrararnir sýna málstaðnum gríðarlegan skilning. Ég get auðvitað ekki talað fyrir aðra hópa en minn. Bara í mínum hópi eru þrír mismunandi góðgerðarsjóðir en það er kannski frekar ríkisstjórn Nepal sem hefur verið að setja takmarkanir á líftryggingar Sjerpanna. Það er enginn ánægður með að greiða ellefu þúsund dollara í leyfisgjald og ekkert af því rennur til Sjerpanna. Okkur finnst það mjög ósanngjarnt þannig að við stöndum með þeim.“ Ingólfur segist ætla að ganga á fjallið að ári en Vilborg Arna Gissurardóttir, sem einnig ætlaði að ganga á tindinn, er einum degi á undan Ingólfi á leiðinni niður. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Fjallgöngumaðurinn Ingólfur Axelsson er að leggja af stað niður af Everestfjalli í kjölfar mikilla illdeilna milli tveggja hópa Sjerpa. Sextán Sjerpar létu lífið í snjóflóði á fjallinu fyrir viku og hefur mikil óvissa ríkt um hvort göngumennirnir gætu haldið för sinni áfram á tindinn. „Hópnum var safnað saman í morgun og tilkynnt að ekki væri stætt á því að fara í fjallið,“ segir Ingólfur í samtali við Vísi. „Þetta er allt hið undarlegasta mál því að fjallið er ekki lokað. Forsætisráðherrann kom í gær upp í búðir og tilkynnti það að fjallið væri opið en Sjerparnir neita að fara og við hreyfum okkur ekkert án þeirra. Ég er lagður af stað niður. Ég ákvað að vera ekki að bíða of lengi.“ Ingólfur segir Sjerpana skiptast í tvær fylkingar og að annar hópurinn hafi haft í hótunum við hinn. „Þetta er mikið leiðindamál. Það var mikið flóknara en að það væri hættulegt að fara upp, heldur blandaðist kjarabarátta inn í og svo komu fram líkamsmeiðingahótanir og annað. Lítill hópur aktívista gerði okkur það ljóst að það yrðu stórar afleiðingar ef einhver hópur færi upp.“Klifrararnir styðja málstaðinn Ingólfur segir blessunarathöfn sem haldin var í gær hafa valdið pirringi hjá aktívistunum, þeir hafi talið að hópur væri á leiðinni upp, og um fjórum tímum síðar hafi allir Sjerparnir verið búnir að skipta um skoðun og hættir við að fara upp. „Við vöknuðum öll um morguninn og var sagt að við værum á leiðinni upp en fjórum tímum síðar var búið að tala við Sjerpana okkar og segja þeim að það myndi hafa miklar afleiðingar.“ Aðspurður hvort fjallgöngumennirnir sýni afstöðu Sjerpanna skilning segir Ingólfur svo vera. „Klifrararnir sýna málstaðnum gríðarlegan skilning. Ég get auðvitað ekki talað fyrir aðra hópa en minn. Bara í mínum hópi eru þrír mismunandi góðgerðarsjóðir en það er kannski frekar ríkisstjórn Nepal sem hefur verið að setja takmarkanir á líftryggingar Sjerpanna. Það er enginn ánægður með að greiða ellefu þúsund dollara í leyfisgjald og ekkert af því rennur til Sjerpanna. Okkur finnst það mjög ósanngjarnt þannig að við stöndum með þeim.“ Ingólfur segist ætla að ganga á fjallið að ári en Vilborg Arna Gissurardóttir, sem einnig ætlaði að ganga á tindinn, er einum degi á undan Ingólfi á leiðinni niður.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent