Samfylkingin í Kópavogi vill hækka frístundastyrk Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2014 15:45 Vísir/Vilhelm Samfylkingin í Kópavogi vill hækka frístundastyrk með hverju barni á árinu 2015 í 30 þúsund krónur og láta hann einnig nýtast til að greiða niður tónlistarnám. Á kjörtímabilinu öllu vill flokkurinn hækka styrkinn í 50 þúsund. Þetta er meðal þess sem kemur fram í stefnuskrá Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí, sem samþykkt var á félagsfundi fyrir páska. Framtíðarsýn og stefna Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir árin 2014 til 2018 felst meðal annars í: Að skoða þann möguleika að innrita börn í grunnskóla tvisvar á ári. Um áramót á sjötta aldursári hefji börn fædd fyrri hluta árs skólagöngu og í ágúst þau sem fædd eru síðari hluta ársins. Með því að taka helming hvers árgangs fyrr á árinu inn í grunnskóla skapast rými í leikskólum. Þannig styttist tíminn sem foreldrar þurfa að brúa frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til skólakerfið tekur við. Með lengingu fæðingarorlofs verður samfellu komið á. Auk þess er munur á þroska barna sem fædd eru t.d. í janúar og í desember og út frá þeim forsendum gæti verið gott fyrir börnin að innritun í skólana fari fram tvisvar á ári. Að byggja upp traustan og hagstæðan leigumarkað með samstarfi við húsnæðisfélög eins og Búseta og Félagsstofnun stúdenta. Enn fremur að leita leiða til að stofna hlutafélag í eigu Kópavogsbæjar sem heldur utan um félagslegt íbúðarhúsnæði bæjarins, húsnæði fyrir fatlaða og þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Markmiðið verður fjölgun íbúða og sjálfbær rekstur. Samfylkingin í Kópavogi tekur undir hugmyndir ASÍ um samstarf sveitarfélaga og ríkis um uppbyggingu á leiguhúsnæði. Að stofnað verði öldungaráð í Kópavogi, skipað fulltrúum frá hinum ýmsu samtökum aldraðra í Kópavogi. Öldungaráðið á að vera ráðgefandi við öll málefni sem snerta málefni eldri borgara. Að Skólahljómsveit Kópavogs komist í framtíðarhúsnæði fyrir 50 ára afmæli sveitarinnar árið 2017. Að heimila að 2% af kosningabærum íbúum geti krafist borgarafundar um tiltekið málefni og að 10% af kosningabærum íbúum geti óskað eftir almennri atkvæðagreiðslu. Tekin verði upp hagsmunaskráning bæjarfulltrúa til birtingar á vef bæjarins. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Samfylkingin í Kópavogi vill hækka frístundastyrk með hverju barni á árinu 2015 í 30 þúsund krónur og láta hann einnig nýtast til að greiða niður tónlistarnám. Á kjörtímabilinu öllu vill flokkurinn hækka styrkinn í 50 þúsund. Þetta er meðal þess sem kemur fram í stefnuskrá Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí, sem samþykkt var á félagsfundi fyrir páska. Framtíðarsýn og stefna Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir árin 2014 til 2018 felst meðal annars í: Að skoða þann möguleika að innrita börn í grunnskóla tvisvar á ári. Um áramót á sjötta aldursári hefji börn fædd fyrri hluta árs skólagöngu og í ágúst þau sem fædd eru síðari hluta ársins. Með því að taka helming hvers árgangs fyrr á árinu inn í grunnskóla skapast rými í leikskólum. Þannig styttist tíminn sem foreldrar þurfa að brúa frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til skólakerfið tekur við. Með lengingu fæðingarorlofs verður samfellu komið á. Auk þess er munur á þroska barna sem fædd eru t.d. í janúar og í desember og út frá þeim forsendum gæti verið gott fyrir börnin að innritun í skólana fari fram tvisvar á ári. Að byggja upp traustan og hagstæðan leigumarkað með samstarfi við húsnæðisfélög eins og Búseta og Félagsstofnun stúdenta. Enn fremur að leita leiða til að stofna hlutafélag í eigu Kópavogsbæjar sem heldur utan um félagslegt íbúðarhúsnæði bæjarins, húsnæði fyrir fatlaða og þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Markmiðið verður fjölgun íbúða og sjálfbær rekstur. Samfylkingin í Kópavogi tekur undir hugmyndir ASÍ um samstarf sveitarfélaga og ríkis um uppbyggingu á leiguhúsnæði. Að stofnað verði öldungaráð í Kópavogi, skipað fulltrúum frá hinum ýmsu samtökum aldraðra í Kópavogi. Öldungaráðið á að vera ráðgefandi við öll málefni sem snerta málefni eldri borgara. Að Skólahljómsveit Kópavogs komist í framtíðarhúsnæði fyrir 50 ára afmæli sveitarinnar árið 2017. Að heimila að 2% af kosningabærum íbúum geti krafist borgarafundar um tiltekið málefni og að 10% af kosningabærum íbúum geti óskað eftir almennri atkvæðagreiðslu. Tekin verði upp hagsmunaskráning bæjarfulltrúa til birtingar á vef bæjarins.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira