Innlent

,,Ég mun ekki koma aftur til Íslands sem ferðamaður''

Hjörtur Hjartarson skrifar
Innan vi ð hundra ð manns þ urftu á a ð sto ð a ð halda vi ð a ð breyta mi ð um s í num á Keflav í kurflugvelli í morgun. A ð s ö gn st öð varstj ó ra Icelandair var þ a ð minna en reikna ð var me ð, v el hafi gengi ð grei ð a ú r vanda far þ ega og t ó ku flestir þ eirra t íð indunum me ð jafna ð arge ð i.

Þó voru ekki allir jafn sáttir. Alexis frá Tékklandi ætlaði að fljúga heim til sín í kvöld en þær áætlanir fóru úr skorðum og heimkomu hans frestast eitthvað. 

„Börnin eru heima og bíða okkar en þau eru í pössun,“ segir Alexis. „Við áttum að fljúga heim í kvöld en það verður að bíða til morguns.“

Sofia frá Bandaríkjunum hóf bakpokaferðalag sitt um Evrópu fyrir þremur dögum á Íslandi. Hún átti miða til London í dag en kemst ekki þangað fyrr en á morgun.

„Ég er innlyksa á flugvellinum,“ segir hún. „Ég fór fram á einhvers konar bætur eða að ég yrði send til borgarinnar þar sem ég gæti sofið. Þau sögðust ekki geta gert neitt fyrir mig.“

Raita og Mimosa frá Albaníu voru á ráðstefnu í Reykjavík. Þær komast ekki til heimalandsins í dag.

„Vandinn er sá að við þurfum að fara í þrjú tengiflug,“ segir Mimosa. „Við höfðum samband við ferðaskrifstofuna heima og okkur var tjáð að við yrðum að kaupa nýja miða fyrir hin tvö tengiflugin.

Þær stöllurnar segjast mjög svekktar yfir þessu öllu og að þær ætli sér ekki aftur að koma til Íslands í bráð.

„Ég mun ekki hafa hugrekki til að koma aftur sem ferðamaður,“ segir Mimosa. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×