Háskóla falið að skoða skipulag við Skógafoss Kristján Már Unnarsson skrifar 9. maí 2014 15:00 Grafísk mynd gefur hugmynd um stærð eins hótelsins. Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti á fundi í gær að leita eftir áliti óháðra fagaðila á umdeildri deiliskipulagstillögu við Skógafoss, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stóru hóteli. „Tillagan ásamt fram komnum athugasemdum við hana verði send Rannsóknarsetri í Skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands sem er óháður aðili, til umfjöllunar og ráðgjafar. Þegar að niðurstöður rannsóknarsetursins liggja fyrir mun sveitarstjórn taka endanlega ákvörðun um framvindu málsins,“ segir í samþykkt sveitarstjórnar, sem var samhljóða.Skógafoss.Vísir/Pjetur.Í rökstuðningi segir sveitarstjórnin að nauðsynlegt sé að bregðast við stórauknum ferðamannstraumi við Skógafoss. Vegur, bílastæði og fleira því tengt standist ekki tímans straum og anni ekki umferð um svæðið. Ljóst sé að ferðamenn sæki í auknu mæli afþreyingu og þjónustu á ferðamannastöðum á Íslandi. „Óeining er um fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi Ytri Skóga, í nágrenni við Skógafoss. Óeiningin byggir annars vegar á umhverfislegum rökum og hins vegar á rökum sem snúa að hugsanlegri hótel- og þjónustubyggingu sem gert er ráð fyrir í tillögunni. Til þess að tillagan vinnist með sem allra faglegustum hætti leggur sveitarstjórn til að Rannsóknarsetri í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands verði falið annars vegar að skoða tillöguna að breytingu að deiliskipulagi Ytri Skóga í nágrenni við Skógafoss og hins vegar að leggja mat á þær athugasemdir sem borist hafa vegna tillögunnar. Með þessum hætti viljum við tryggja að fagleg sjónarmið ráði för og að eining náist um málið,“ segir sveitarstjórn Rangárþings eystra. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Tengdar fréttir Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15 Skógar skipulagðir sem þéttbýliskjarni Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. 18. apríl 2014 19:45 Nýtt framboð óháðra í Rangárþingi eystra Guðmundur Jónsson leiðir lista óháðra í sveitarfélaginu. 3. maí 2014 21:32 Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti á fundi í gær að leita eftir áliti óháðra fagaðila á umdeildri deiliskipulagstillögu við Skógafoss, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir stóru hóteli. „Tillagan ásamt fram komnum athugasemdum við hana verði send Rannsóknarsetri í Skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands sem er óháður aðili, til umfjöllunar og ráðgjafar. Þegar að niðurstöður rannsóknarsetursins liggja fyrir mun sveitarstjórn taka endanlega ákvörðun um framvindu málsins,“ segir í samþykkt sveitarstjórnar, sem var samhljóða.Skógafoss.Vísir/Pjetur.Í rökstuðningi segir sveitarstjórnin að nauðsynlegt sé að bregðast við stórauknum ferðamannstraumi við Skógafoss. Vegur, bílastæði og fleira því tengt standist ekki tímans straum og anni ekki umferð um svæðið. Ljóst sé að ferðamenn sæki í auknu mæli afþreyingu og þjónustu á ferðamannastöðum á Íslandi. „Óeining er um fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi Ytri Skóga, í nágrenni við Skógafoss. Óeiningin byggir annars vegar á umhverfislegum rökum og hins vegar á rökum sem snúa að hugsanlegri hótel- og þjónustubyggingu sem gert er ráð fyrir í tillögunni. Til þess að tillagan vinnist með sem allra faglegustum hætti leggur sveitarstjórn til að Rannsóknarsetri í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands verði falið annars vegar að skoða tillöguna að breytingu að deiliskipulagi Ytri Skóga í nágrenni við Skógafoss og hins vegar að leggja mat á þær athugasemdir sem borist hafa vegna tillögunnar. Með þessum hætti viljum við tryggja að fagleg sjónarmið ráði för og að eining náist um málið,“ segir sveitarstjórn Rangárþings eystra.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Suðurland Tengdar fréttir Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15 Skógar skipulagðir sem þéttbýliskjarni Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. 18. apríl 2014 19:45 Nýtt framboð óháðra í Rangárþingi eystra Guðmundur Jónsson leiðir lista óháðra í sveitarfélaginu. 3. maí 2014 21:32 Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15
Skógar skipulagðir sem þéttbýliskjarni Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. 18. apríl 2014 19:45
Nýtt framboð óháðra í Rangárþingi eystra Guðmundur Jónsson leiðir lista óháðra í sveitarfélaginu. 3. maí 2014 21:32
Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30