Landsbjörg svarar gagnrýni: Færa aðeins umslög frá einum stað til annars Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 9. maí 2014 14:35 Viðtökurnar sem Landsbjargarmenn hafa fengið eru mjög góðar að sögn Jóns Svanbergs. Slysavarnarfélagið Landsbjörg hóf að safna lífsýnum fyrir Íslenska erfðagreiningu (ÍE) í gær. „Einingarnar okkar eru út um allt land og hver fyrir sig ákveður hvenær hún fer af stað,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. ÍE sendir í þessari viku yfir eitt hundrað þúsund Íslendingum boð um þátttöku í samanburðarhópi fyrir rannsóknir fyrirtækisins. Boðsgögnunum fylgja nákvæmar upplýsingar um verkefnið, samþykkisyfirlýsingar, munnspaðar og leiðbeiningar um sýnatöku en þátttakendur taka sjálfir lífsýni úr munni sínum. Rannsóknirnar hafa hlotið leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Átakið er unnið í samstarfi við Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Meðlimir björgunarsveitanna munu sækja gögnin heim til þátttakenda og ÍE styrkir Landsbjörg í staðinn með tvö þúsund krónum fyrir hvern þann sem tekur þátt.Ánægð með viðtökurnar Í einhverjum tilfellum bárust þátttökugögn ekki heim til fólks fyrr en í gær. Ekki höfðu allir haft tíma til að kynna sér verkefnið. „Í sumum tilvikum vildi fólk kynna sér efnið betur og þá fara björgunarmenn aftur til þeirra,“ segir Jón Svanberg. Verkefnið var kynnt í Hörpu á mánudaginn var.Viðtökurnar sem Landsbjargarmenn hafa fengið eru mjög góðar að sögn Jóns Svanbergs. „Við erum ánægð með þær móttökur sem við fengum og það gilti einu hvort fólk ætlaði að taka þátt og skila sýnum eða ekki. Það er frábært að upplifa það en við áttum svo sem ekki von á öðru.“ Aðspurður um hvort eitthvað hafi verið um það að fólk hafi ákveðið að skila ekki sýnum en borga björgunarmönnum tvö þúsund krónur í staðinn segist hann hafa heyrt að einhverjir hafi sagst ætla að gera það. Hann vissi af einu símtali þar sem óskað var eftir reikningsnúmeri Landsbjargar þar sem viðkomandi vildi frekar leggja inn pening en að skila sýni. Einhvers misskilnings hafi einnig gætt þar sem fólk hélt að það ætti að greiða tvö þúsund krónur. „En fólk á ekki að láta af hendi neina peninga,“ segir Jón Svanberg.Fá greitt fyrir öll sýni sem berast til ÍE Hann segir Landsbjörgu fá greitt fyrir öll sýni sem ÍE berist. Sama hvort Landsbjargarmenn sæki sýnin heim eða fólk ákveði að póstleggja þau sjálft. „Ég geri mér ekki grein fyrir hversu mikil fjárhæðin verður á endanum, við höfum ekkert til að miða við,“ segir hann. „Þannig að það er ómögulegt að segja.“VÍSIR/VILHELMFæra umslag frá einum stað til annars Hvað gagnrýni á þessa aðferð til að safna sýnum varðar segir Jón Svanberg að þetta verkefni sé eins og með öll önnur mannanna verk, fólk sé ekki alltaf sammála. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, sagði í viðtali í Fréttablaðinu í gær að ýmsar siðfræðispurningar vakni og skoða verði sérstaklega þá aðferð sem beitt er við söfnun lífsýnanna. Ætla megi að með því að setja pressu á fólk með því að gera söfnunina að átaki fyrir björgunarsveitirnar sé verið að setja fólk í þvingaða stöðu. „Við höfum tekið þann pól í hæðina að með því að við tökum þátt í því að sækja sýnin séum við ekki að taka afstöðu til þess hvort fólk eigi að taka þá í verkefninu eða ekki. Við erum bara að taka að okkur vinnu við að færa umslög frá einum stað til annars.“ Tengdar fréttir Setur stórt spurningarmerki við söfnun lífsýna Koma björgunarsveita að söfnun lífsýna getur sett landsmenn í þvingaða stöðu segir Salvör Nordal. 8. maí 2014 09:24 Kári segir siðfræðing vantreysta fullveðja fólki Kári Stefánsson spur hvort betra væri að ráða vont fólk til þess að safna lífsýnunum. 8. maí 2014 11:26 Ganga í hús í leit að hundrað þúsund sýnum „Með enn meiri þátttöku heilbrigðra Íslendinga aukast líkurnar á að vísindin finni úrræði til að glíma við sjúkdóma sem þeir eða ættingjar þeirra geta fengið síðar á lífsleiðinni,“ segir Kári Stefánsson. 6. maí 2014 11:54 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Slysavarnarfélagið Landsbjörg hóf að safna lífsýnum fyrir Íslenska erfðagreiningu (ÍE) í gær. „Einingarnar okkar eru út um allt land og hver fyrir sig ákveður hvenær hún fer af stað,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. ÍE sendir í þessari viku yfir eitt hundrað þúsund Íslendingum boð um þátttöku í samanburðarhópi fyrir rannsóknir fyrirtækisins. Boðsgögnunum fylgja nákvæmar upplýsingar um verkefnið, samþykkisyfirlýsingar, munnspaðar og leiðbeiningar um sýnatöku en þátttakendur taka sjálfir lífsýni úr munni sínum. Rannsóknirnar hafa hlotið leyfi Vísindasiðanefndar og Persónuverndar. Átakið er unnið í samstarfi við Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Meðlimir björgunarsveitanna munu sækja gögnin heim til þátttakenda og ÍE styrkir Landsbjörg í staðinn með tvö þúsund krónum fyrir hvern þann sem tekur þátt.Ánægð með viðtökurnar Í einhverjum tilfellum bárust þátttökugögn ekki heim til fólks fyrr en í gær. Ekki höfðu allir haft tíma til að kynna sér verkefnið. „Í sumum tilvikum vildi fólk kynna sér efnið betur og þá fara björgunarmenn aftur til þeirra,“ segir Jón Svanberg. Verkefnið var kynnt í Hörpu á mánudaginn var.Viðtökurnar sem Landsbjargarmenn hafa fengið eru mjög góðar að sögn Jóns Svanbergs. „Við erum ánægð með þær móttökur sem við fengum og það gilti einu hvort fólk ætlaði að taka þátt og skila sýnum eða ekki. Það er frábært að upplifa það en við áttum svo sem ekki von á öðru.“ Aðspurður um hvort eitthvað hafi verið um það að fólk hafi ákveðið að skila ekki sýnum en borga björgunarmönnum tvö þúsund krónur í staðinn segist hann hafa heyrt að einhverjir hafi sagst ætla að gera það. Hann vissi af einu símtali þar sem óskað var eftir reikningsnúmeri Landsbjargar þar sem viðkomandi vildi frekar leggja inn pening en að skila sýni. Einhvers misskilnings hafi einnig gætt þar sem fólk hélt að það ætti að greiða tvö þúsund krónur. „En fólk á ekki að láta af hendi neina peninga,“ segir Jón Svanberg.Fá greitt fyrir öll sýni sem berast til ÍE Hann segir Landsbjörgu fá greitt fyrir öll sýni sem ÍE berist. Sama hvort Landsbjargarmenn sæki sýnin heim eða fólk ákveði að póstleggja þau sjálft. „Ég geri mér ekki grein fyrir hversu mikil fjárhæðin verður á endanum, við höfum ekkert til að miða við,“ segir hann. „Þannig að það er ómögulegt að segja.“VÍSIR/VILHELMFæra umslag frá einum stað til annars Hvað gagnrýni á þessa aðferð til að safna sýnum varðar segir Jón Svanberg að þetta verkefni sé eins og með öll önnur mannanna verk, fólk sé ekki alltaf sammála. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, sagði í viðtali í Fréttablaðinu í gær að ýmsar siðfræðispurningar vakni og skoða verði sérstaklega þá aðferð sem beitt er við söfnun lífsýnanna. Ætla megi að með því að setja pressu á fólk með því að gera söfnunina að átaki fyrir björgunarsveitirnar sé verið að setja fólk í þvingaða stöðu. „Við höfum tekið þann pól í hæðina að með því að við tökum þátt í því að sækja sýnin séum við ekki að taka afstöðu til þess hvort fólk eigi að taka þá í verkefninu eða ekki. Við erum bara að taka að okkur vinnu við að færa umslög frá einum stað til annars.“
Tengdar fréttir Setur stórt spurningarmerki við söfnun lífsýna Koma björgunarsveita að söfnun lífsýna getur sett landsmenn í þvingaða stöðu segir Salvör Nordal. 8. maí 2014 09:24 Kári segir siðfræðing vantreysta fullveðja fólki Kári Stefánsson spur hvort betra væri að ráða vont fólk til þess að safna lífsýnunum. 8. maí 2014 11:26 Ganga í hús í leit að hundrað þúsund sýnum „Með enn meiri þátttöku heilbrigðra Íslendinga aukast líkurnar á að vísindin finni úrræði til að glíma við sjúkdóma sem þeir eða ættingjar þeirra geta fengið síðar á lífsleiðinni,“ segir Kári Stefánsson. 6. maí 2014 11:54 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Setur stórt spurningarmerki við söfnun lífsýna Koma björgunarsveita að söfnun lífsýna getur sett landsmenn í þvingaða stöðu segir Salvör Nordal. 8. maí 2014 09:24
Kári segir siðfræðing vantreysta fullveðja fólki Kári Stefánsson spur hvort betra væri að ráða vont fólk til þess að safna lífsýnunum. 8. maí 2014 11:26
Ganga í hús í leit að hundrað þúsund sýnum „Með enn meiri þátttöku heilbrigðra Íslendinga aukast líkurnar á að vísindin finni úrræði til að glíma við sjúkdóma sem þeir eða ættingjar þeirra geta fengið síðar á lífsleiðinni,“ segir Kári Stefánsson. 6. maí 2014 11:54