Innlent

Flugi þrjú hundruð farþega aflýst í kvöld

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/pjetur
Vegna yfirvinnubanns og ófyrirséðra forfalla hefur Icelandair fellt niður flug félagsins til Seattle í kvöld. Um þrjú hundruð farþegar voru bókaðir í flugin. Tuttugu og sex flugferðum Icelandair var aflýst í dag.

Í tilkynningu frá Icelandair segir að vegna yfirvinnubanns megi búast við frekari röskun á flugi félagsins og að einstök flug þurfi að fella niður með skömmum fyrirvara.

„Um leið og við biðjum viðskiptavini velvirðingar á þessari röskun þá vil ég koma á framfæri þakklæti til þeirra fyrir þann skilning og þolinmæði sem þeir sýna við erfiðar aðstæður,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.

Jafnframt segir í tilkynningu félagsins að reynt verði eftir fremsta megni að leysa úr þeim vanda sem niðurfelling flugsins skapar viðskiptavinum. Farþegum er bent á að fylgjast með heimasíðu þeirra, www.icelandair.is.


Tengdar fréttir

Íslenskir Púlarar láta verkfall ekki stoppa sig

„Þetta eru flottir leikmenn sem spila skemmtilega knattspyrnu, en leggja ekki rútunni eins og Mourinho og Chelsea gerðu bæði í ensku deildinni og í Meistaradeildinni," segir ritari Liverpoolklúbbsins á Íslandi.

„Allir vita að flugmenn eru vel launaðir“

Upplýsingafulltrúi Icelandair er hóflega bjartsýnn á að samningar takist áður en verkfallsaðgerðir flugmanna skella á eftir viku. Hann segir kröfur flugmanna umtalsverðar.

Verkfall hefur áhrif á 7.000 ferðalanga

Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn Icelandair fari fram á 30 prósenta launahækkun. Fyrsta boðaða verkfall flugmanna er 9. maí og setur ferðaplön 7.000 manns, sem ýmist eru að koma eða fara frá landinu, í uppnám þennan eina dag.

Allar líkur á verkfalli á föstudag

Fundi lauk í kjaradeilu flugmanna Icelandair laust fyrir klukkan 17 í dag, án árangurs. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segir enga lausn í sjónmáli.

Flugmenn í verkfall

Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni.

Fámenni í Leifstöð á verkfallsdegi

„Með því að tilkynna þetta strax í gærmorgun tókst nú að afstýra annars fyrirsjáanlegu öngþveiti bæði hér og flugvöllum erlendis,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×