Hjúkrunarheimili við Sléttuveg: Ekkert á bak við viljayfirlýsingu fyrrverandi ráðherra Hrund Þórsdóttir skrifar 7. maí 2014 20:00 Heilbrigðisráðherra segir ekkert fjármagn hafa fylgt viljayfirlýsingu forvera síns um byggingu 88 rýma hjúkrunarheimilis við Sléttuveg. Borgarstjórn skoraði í gær á ráðherrann að standa án tafar við yfirlýsinguna og formaður velferðarráðs segir borgina sitja eftir, þar sem þörfin sé brýnust. Velferðarráðuneytið hefur gert ráð fyrir hjúkrunarheimili með 88 hjúkrunarrými við Sléttuveg allt frá árinu 2008 og um svipað leyti var það staðfest í skipulagi borgarinnar. Ekkert hefur gerst ennþá en vegna hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra á næstu árum, er ljóst að þörf fyrir hjúkrunarrými mun aukast hratt.Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir búið að byggja öll hjúkrunarheimili úr áætlun ríkisins frá árinu 2008 nema við Sléttuveginn. Þar standi einnig til að Hrafnista byggi íbúðir og þjónustumiðstöð fyrir aldraða. „En það er ekki hægt að byrja nema fyrir liggi vilji ráðuneytisins og við bara getum ekki beðið lengur því þörfin er brýnust í Reykjavík. Við skiljum ekki af hverju við höfum setið eftir. Öll borgarstjórn segir hingað og ekki lengra, við getum ekki beðið lengur,“ segir Björk. Í Reykjavík bíða þegar yfir hundrað manns eftir hjúkrunarrýmum. „Til þess að viðhalda sama þjónustustigi árið 2025 og er í dag, þarf að byggja 500 rými í borginni,“ segir hún.Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir Guðbjart Hannesson, þáverandi velferðarráðherra, hafa skrifað undir viljayfirlýsinguna skömmu fyrir þingkosningar í fyrra án þess að nokkuð fjármagn hafi fylgt henni. Hann segir rangt að öll önnur fyrirhuguð hjúkrunarheimili frá 2008 séu risin því sú áætlun hafi verið lögð til hliðar árið 2009 og ný gerð um byggingu 11 hjúkrunarheimila, meðal annars í Hafnarfirði, Kópavogi og á Seltjarnarnesi. „Svo ég skil ekki hvernig þetta varð niðurstaðan,“ segir Kristján Þór. Hann segir þrjú síðastnefndu heimilin eiga að vera risin í síðasta lagi 2015. „Það hefur ekki staðið á ríkinu varðandi fjármögnun þeirra heimila sem fyrirhuguðuð voru,“ segir hann. Aðspurður kveðst hann þó taka mark á ákalli borgarinnar. „Það liggur fyrir að við þurfum að gera betur í byggingu hjúkrunarrýma en til þess að maður geti lofað einhverju um byggingaráform verður maður að hafa fjármögnun á þeim sömu loforðum. Ég gef ekki út viljayfirlýsingar nema ég hafi tryggingu fyrir því að geta uppfyllt þær,“ segir Kristján. Tengdar fréttir Borgarstjórn skorar á velferðarráðherra að byggja hjúkrunarheimili Áskorunin var samþykkt einróma á borgarstjórnarfundi í dag. 6. maí 2014 18:52 Þörf á mun fleiri hjúkrunarrýmum Borgarstjórn samþykkti í gær að skora á heilbrigðisráðherra að standa við viljayfirlýsingu um byggingu hjúkrunarheimilis við Sléttuveg. 7. maí 2014 08:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir ekkert fjármagn hafa fylgt viljayfirlýsingu forvera síns um byggingu 88 rýma hjúkrunarheimilis við Sléttuveg. Borgarstjórn skoraði í gær á ráðherrann að standa án tafar við yfirlýsinguna og formaður velferðarráðs segir borgina sitja eftir, þar sem þörfin sé brýnust. Velferðarráðuneytið hefur gert ráð fyrir hjúkrunarheimili með 88 hjúkrunarrými við Sléttuveg allt frá árinu 2008 og um svipað leyti var það staðfest í skipulagi borgarinnar. Ekkert hefur gerst ennþá en vegna hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra á næstu árum, er ljóst að þörf fyrir hjúkrunarrými mun aukast hratt.Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir búið að byggja öll hjúkrunarheimili úr áætlun ríkisins frá árinu 2008 nema við Sléttuveginn. Þar standi einnig til að Hrafnista byggi íbúðir og þjónustumiðstöð fyrir aldraða. „En það er ekki hægt að byrja nema fyrir liggi vilji ráðuneytisins og við bara getum ekki beðið lengur því þörfin er brýnust í Reykjavík. Við skiljum ekki af hverju við höfum setið eftir. Öll borgarstjórn segir hingað og ekki lengra, við getum ekki beðið lengur,“ segir Björk. Í Reykjavík bíða þegar yfir hundrað manns eftir hjúkrunarrýmum. „Til þess að viðhalda sama þjónustustigi árið 2025 og er í dag, þarf að byggja 500 rými í borginni,“ segir hún.Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir Guðbjart Hannesson, þáverandi velferðarráðherra, hafa skrifað undir viljayfirlýsinguna skömmu fyrir þingkosningar í fyrra án þess að nokkuð fjármagn hafi fylgt henni. Hann segir rangt að öll önnur fyrirhuguð hjúkrunarheimili frá 2008 séu risin því sú áætlun hafi verið lögð til hliðar árið 2009 og ný gerð um byggingu 11 hjúkrunarheimila, meðal annars í Hafnarfirði, Kópavogi og á Seltjarnarnesi. „Svo ég skil ekki hvernig þetta varð niðurstaðan,“ segir Kristján Þór. Hann segir þrjú síðastnefndu heimilin eiga að vera risin í síðasta lagi 2015. „Það hefur ekki staðið á ríkinu varðandi fjármögnun þeirra heimila sem fyrirhuguðuð voru,“ segir hann. Aðspurður kveðst hann þó taka mark á ákalli borgarinnar. „Það liggur fyrir að við þurfum að gera betur í byggingu hjúkrunarrýma en til þess að maður geti lofað einhverju um byggingaráform verður maður að hafa fjármögnun á þeim sömu loforðum. Ég gef ekki út viljayfirlýsingar nema ég hafi tryggingu fyrir því að geta uppfyllt þær,“ segir Kristján.
Tengdar fréttir Borgarstjórn skorar á velferðarráðherra að byggja hjúkrunarheimili Áskorunin var samþykkt einróma á borgarstjórnarfundi í dag. 6. maí 2014 18:52 Þörf á mun fleiri hjúkrunarrýmum Borgarstjórn samþykkti í gær að skora á heilbrigðisráðherra að standa við viljayfirlýsingu um byggingu hjúkrunarheimilis við Sléttuveg. 7. maí 2014 08:15 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Borgarstjórn skorar á velferðarráðherra að byggja hjúkrunarheimili Áskorunin var samþykkt einróma á borgarstjórnarfundi í dag. 6. maí 2014 18:52
Þörf á mun fleiri hjúkrunarrýmum Borgarstjórn samþykkti í gær að skora á heilbrigðisráðherra að standa við viljayfirlýsingu um byggingu hjúkrunarheimilis við Sléttuveg. 7. maí 2014 08:15