Fótbolti

Liverpool-mennirnir ekki nógu góðir fyrir HM-hóp Brasilíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brasilíska landsliðið.
Brasilíska landsliðið. Vísir/Getty
Fjórir leikmenn Chelsea voru valdir í HM-hóp Brasilíumanna sem var tilkynntur í dag en landsliðsþjálfarinn Luiz Felipe Scolari hefur hinsvegar ekki not fyrir Brassana í Liverpool-liðinu.

Luiz Felipe Scolari tilkynnti í dag 23 manna hóp en Brasilíumenn verða á heimavelli á HM í sumar og ætla sér að tryggja sér sjöttu stjörnuna á búninginn.

Chelsea-mennirnir David Luiz, Oscar, Ramires og Willian eru allir í hópnum sem og þeir Fernandinho hjá Manchester City og Paulinho hjá Tottenham.

Liverpool-miðjumennirnir Philippe Coutinho og Lucas Leiva voru aftur á móti ekki valdir í hópinn ekki frekar en AC Milan leikmennirnir Kaka og Robinho.



HM-hópur Brasilíumanna:

Markvörður: Julio Cesar (Toronto FC, á láni frá QPR), Jefferson (Botafogo), Victor (Atletico Mineiro).

Varnarmenn: Marcelo (Real Madrid), Daniel Alves (Barcelona), Maicon (AS Roma), Maxwell and Thiago Silva (báðir í Paris St-Germain), David Luiz (Chelsea), Dante (Bayern Munchen), Henrique (Napoli).

Miðjumenn: Paulinho (Tottenham), Ramires (Chelsea), Willian (Chelsea), Oscar (Chelsea), Hernanes (Inter Milan), Luiz Gustavo (Wolfsburg), Fernandinho (Manchester City).

Framherjar: Bernard (Shakhtar Donetsk), Neymar (Barcelona), Fred (Fluminense), Jo (Atletico Mineiro), Hulk (Zenit St Petersburg).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×