Hér má sjá viðtal við fjölskyldu Heiðars í Pollapönk. Viðtalið var tekið fyrir utan tónleikahöllina nokkrum klukkustundum áður en undankeppnin hófst í gærkvöldi þegar Ísland komst áfram upp úr undanúrslitum í Eurovision með lagið Enga fordóma, eða No Prejudice. Eins og sjá má var faðir Heiðars sultuslakur og það sama má segja um bræður hans sem sögðu að bróðir þeirra ætti eftir að „rústa keppninni“.
Okkar maður í Kaupmannahöfn, Davíð Luther Sigurðarson, tók viðtalið við fjölskylduna.