Skema greiddi milljón fyrir að færa 76 dali úr landi Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. maí 2014 13:15 Brynhildur segir langt og dýrt undanþáguferli frá gjaldeyrishöftum geta verið spurning um líf eða dauða sprotafyrirtækja. „Undanþáguferli sem tekur átta mánuði og kostnar sprotafyrirtæki um milljón íslenskra króna getur einfaldlega verið spurning um líf eða dauða [sprota]fyrirtækja og þá verðmætasköpun sem á sér þar stað,“ skrifar Brynhildur S. Björnsdóttir framkvæmdastjóri og varaþingmaður Bjartrar framtíðar í Markaðinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál í dag. Hún segir að vegna gjaldeyrishaftanna megi íslensk fyrirtæki ekki stofna móður/dótturfélög erlendis, kaupa/selja hlutafé eða hugverkarétt nema með leyfi Seðlabankans. Þótt leyfið fáist yfirleitt ríki mikil óvissa um hve langan tíma það tekur, auk þess sem það er alltaf háð erfiðum skilyrðum.„Umsóknarferli Seðlabankans gerir engan greinarmun á umsóknum út frá eðli eða stærð fyrirtækja – hvað þá um hvers konar upphæðir er að ræða. Þar að auki er ferlið allt of tímafrekt og kostnaðarsamt, bæði fyrir fyrirtækin og þjóðarbúið. Seðlabankinn gefur sér að lágmarki átta vikur í undanþáguferlið en mörg dæmi spanna nokkra mánuði,“ skrifar Brynhildur.Clara greiddi 750 þúsund fyrir einn BandaríkjadalBrynhildur segir frá því að sportafyrirtækið Clara hafi þurft marga mánuði til að fá undanþágu frá gjadleyrishöftunum til að stofna dótturfélag í Bandaríkjunum, lögfræðikostnaðurinn við að millifæra einn dal út var 750 þúsund krónur. Þá tekur hún dæmi af Skema, eins athyglisverðasta sprotafyrirtækis heims að mati Forbes, sem sótti um undanþágu til að stofna móðurfélag í Bandaríkjunum og flytja 75,6 dali úr landi. Undanþáguferlið tók átta mánuði og kostaði félagið um 1 milljón í lögfræðikostnað, fyrir utan annan kostnað sem hlaust af þessum töfum. „Það sem Seðlabankann vantar sárlega er að geta fangað og skilgreint eðli umsókna sprotafyrirtækja þannig að þau falli ekki undir sama ramma og stærri fyrirtæki, sem hafa allt aðrar þarfir en sprotafyrirtæki á sínum fyrstu metrum í verðmætasköpun og hafa brýna þörf fyrir að afla erlendra fjárfesta til að geta stuðlað að alþjóðlegum vexti,“ segir Brynhildur að lokum. Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
„Undanþáguferli sem tekur átta mánuði og kostnar sprotafyrirtæki um milljón íslenskra króna getur einfaldlega verið spurning um líf eða dauða [sprota]fyrirtækja og þá verðmætasköpun sem á sér þar stað,“ skrifar Brynhildur S. Björnsdóttir framkvæmdastjóri og varaþingmaður Bjartrar framtíðar í Markaðinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál í dag. Hún segir að vegna gjaldeyrishaftanna megi íslensk fyrirtæki ekki stofna móður/dótturfélög erlendis, kaupa/selja hlutafé eða hugverkarétt nema með leyfi Seðlabankans. Þótt leyfið fáist yfirleitt ríki mikil óvissa um hve langan tíma það tekur, auk þess sem það er alltaf háð erfiðum skilyrðum.„Umsóknarferli Seðlabankans gerir engan greinarmun á umsóknum út frá eðli eða stærð fyrirtækja – hvað þá um hvers konar upphæðir er að ræða. Þar að auki er ferlið allt of tímafrekt og kostnaðarsamt, bæði fyrir fyrirtækin og þjóðarbúið. Seðlabankinn gefur sér að lágmarki átta vikur í undanþáguferlið en mörg dæmi spanna nokkra mánuði,“ skrifar Brynhildur.Clara greiddi 750 þúsund fyrir einn BandaríkjadalBrynhildur segir frá því að sportafyrirtækið Clara hafi þurft marga mánuði til að fá undanþágu frá gjadleyrishöftunum til að stofna dótturfélag í Bandaríkjunum, lögfræðikostnaðurinn við að millifæra einn dal út var 750 þúsund krónur. Þá tekur hún dæmi af Skema, eins athyglisverðasta sprotafyrirtækis heims að mati Forbes, sem sótti um undanþágu til að stofna móðurfélag í Bandaríkjunum og flytja 75,6 dali úr landi. Undanþáguferlið tók átta mánuði og kostaði félagið um 1 milljón í lögfræðikostnað, fyrir utan annan kostnað sem hlaust af þessum töfum. „Það sem Seðlabankann vantar sárlega er að geta fangað og skilgreint eðli umsókna sprotafyrirtækja þannig að þau falli ekki undir sama ramma og stærri fyrirtæki, sem hafa allt aðrar þarfir en sprotafyrirtæki á sínum fyrstu metrum í verðmætasköpun og hafa brýna þörf fyrir að afla erlendra fjárfesta til að geta stuðlað að alþjóðlegum vexti,“ segir Brynhildur að lokum.
Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira