Ekki heyrt „bofs“ frá Sambíóunum Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2014 07:15 Stjórnendur Sambíóanna báðust í gær afsökunar á því að vaktstjóri í Sambíóunum Álfabakka gerði þau mistök að innleiða reglu um kynbundna verkaskiptingu í annarri sjoppu bíósins. Þrátt fyrir það hafa tvær stúlkur, sem sagt var upp eftir að þær tóku þátt í umræðu á Facebook síðunni Kynlegar athugasemdir, um þessi mistök, ekkert heyrt frá fyrirtækinu. „Ég hef ekki heyrt bofs frá þeim og veit ekki einu sinni hvort þeir vilji að ég vinni uppsagnarfrestinn,“ segir Brynja Sif Sigurjónsdóttir, sem missti vinnu sína ásamt Sesselju Þrastardóttur. Báðar höfðu þær starfað hjá Sambíóunum í nokkur ár. Brynja leitaði til VR vegna málsins og þar var henni ráðlagt að mæta áfram á sínar vaktir á uppsagnarfrestinum. Vaktstjóri í Álfabakka hafði sagt að strákur ætti aldrei að vinna einn á sjoppu á neðri hæðinni, þar sem iðulega aðeins einn starfsmaður er við vinnu. Sagt var frá uppsögn þeirra á DV.is í byrjun vikunnar, en Brynja segir þær stöllur hafa fengið nærri því eingöngu jákvæð viðbrögð eftir að greint var frá uppsögn þeirra. „Við höfum fengið 90 prósent góð viðbrögð og frábæran stuðning,“ segir hún en bætir við: „Það er einn og einn sem hefur sagt að við ættum ekki að vera að væla þetta.“ Undir orð Brynju tekur Sesselja í opinni færslu á Facebook í gær. Færsluna má sjá neðst í fréttinni.Tilkynningu Sambíóanna í heild sinni má lesa hér að neðan:Engin kynbundin störf innan SambíóannaVegna umfjöllunar um Sambíóin Álfabakka í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum síðustu daga þykir stjórnendum bíósins nauðsynlegt að árétta að engin störf innan bíósins eru kynbundin. Starfsmenn af báðum kynjum hafa í gegnum tíðina gengið í öll almenn störf, sælgætissölu jafnt sem dyravörslu. Það vinnufyrirkomulag tóku Sambíóin upp fyrst íslenskra bíóhúsa.Fyrir skömmu gerði vaktstjóri í bíóinu mistök þegar hann innleiddi á spjallsvæði starfsmanna, án vitneskju framkvæmdastjóra, reglu um kynbundna verkaskiptingu í annarri sjoppu bíósins. Þessi regla er ekki í gildi hjá bíóinu enda samræmist hún ekki áherslum fyrirtækisins.Stjórnendur bíósins biðjast afsökunar á þessum mistökum og munu á næstu dögum fara yfir alla verkferla innan bíóhúsanna til að tryggja eins og kostur er að jafnræði ríki meðal starfsmanna fyrirtækisins.Sambíóin, sem rekið hafa kvikmyndahús í 42 ár, hafa frá upphafi lagt áherslu á gott starfsumhverfi sem er mikilvæg forsenda fyrir jákvæðri upplifun bíógesta. Post by Sesselja Þrastardóttir. Tengdar fréttir Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00 "Við viljum sýna að okkur sé ekki sama“ Yfir þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem ung kona stofnaði fyrr í dag. 6. maí 2014 15:43 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Stjórnendur Sambíóanna báðust í gær afsökunar á því að vaktstjóri í Sambíóunum Álfabakka gerði þau mistök að innleiða reglu um kynbundna verkaskiptingu í annarri sjoppu bíósins. Þrátt fyrir það hafa tvær stúlkur, sem sagt var upp eftir að þær tóku þátt í umræðu á Facebook síðunni Kynlegar athugasemdir, um þessi mistök, ekkert heyrt frá fyrirtækinu. „Ég hef ekki heyrt bofs frá þeim og veit ekki einu sinni hvort þeir vilji að ég vinni uppsagnarfrestinn,“ segir Brynja Sif Sigurjónsdóttir, sem missti vinnu sína ásamt Sesselju Þrastardóttur. Báðar höfðu þær starfað hjá Sambíóunum í nokkur ár. Brynja leitaði til VR vegna málsins og þar var henni ráðlagt að mæta áfram á sínar vaktir á uppsagnarfrestinum. Vaktstjóri í Álfabakka hafði sagt að strákur ætti aldrei að vinna einn á sjoppu á neðri hæðinni, þar sem iðulega aðeins einn starfsmaður er við vinnu. Sagt var frá uppsögn þeirra á DV.is í byrjun vikunnar, en Brynja segir þær stöllur hafa fengið nærri því eingöngu jákvæð viðbrögð eftir að greint var frá uppsögn þeirra. „Við höfum fengið 90 prósent góð viðbrögð og frábæran stuðning,“ segir hún en bætir við: „Það er einn og einn sem hefur sagt að við ættum ekki að vera að væla þetta.“ Undir orð Brynju tekur Sesselja í opinni færslu á Facebook í gær. Færsluna má sjá neðst í fréttinni.Tilkynningu Sambíóanna í heild sinni má lesa hér að neðan:Engin kynbundin störf innan SambíóannaVegna umfjöllunar um Sambíóin Álfabakka í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum síðustu daga þykir stjórnendum bíósins nauðsynlegt að árétta að engin störf innan bíósins eru kynbundin. Starfsmenn af báðum kynjum hafa í gegnum tíðina gengið í öll almenn störf, sælgætissölu jafnt sem dyravörslu. Það vinnufyrirkomulag tóku Sambíóin upp fyrst íslenskra bíóhúsa.Fyrir skömmu gerði vaktstjóri í bíóinu mistök þegar hann innleiddi á spjallsvæði starfsmanna, án vitneskju framkvæmdastjóra, reglu um kynbundna verkaskiptingu í annarri sjoppu bíósins. Þessi regla er ekki í gildi hjá bíóinu enda samræmist hún ekki áherslum fyrirtækisins.Stjórnendur bíósins biðjast afsökunar á þessum mistökum og munu á næstu dögum fara yfir alla verkferla innan bíóhúsanna til að tryggja eins og kostur er að jafnræði ríki meðal starfsmanna fyrirtækisins.Sambíóin, sem rekið hafa kvikmyndahús í 42 ár, hafa frá upphafi lagt áherslu á gott starfsumhverfi sem er mikilvæg forsenda fyrir jákvæðri upplifun bíógesta. Post by Sesselja Þrastardóttir.
Tengdar fréttir Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00 "Við viljum sýna að okkur sé ekki sama“ Yfir þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem ung kona stofnaði fyrr í dag. 6. maí 2014 15:43 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Sam-kúgun í Álfabakka Íhaldssöm kynhlutverk birtast oft ómeðvitað, bæði hjá körlum og konum. 5. maí 2014 08:00
"Við viljum sýna að okkur sé ekki sama“ Yfir þúsund manns hafa skráð sig á viðburðinn Sambíógestaverkfall sem ung kona stofnaði fyrr í dag. 6. maí 2014 15:43