Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Breiðablik 1-1 | Blikar héngu á stiginu Henry Birgir Gunnarsson í Kaplakrika skrifar 5. maí 2014 14:55 FH-ingar geta engum nema sjálfum sér um kennt að hafa ekki tekið öll stigin gegn Blikum í kvöld. Þeir óðu í færum í fyrri hálfleik en nýttu aðeins eitt þeirra. Leikurinn dó svo í síðari hálfleik. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Leikurinn byrjaði með látum því strax á 3. mínútu voru gestirnir komnir yfir. Tómas Óli komst einn í gegn og kláraði færið sitt með stæl. Hann virkaði rangstæður og miðað við sjónvarpsmyndir var hann það. Ekki var flaggað og því stóð markið. Eftir markið tóku FH-ingar algjörlega yfir leikinn og Blikar komust vart yfir miðju. FH-ingar fengu fjölda góðra færa en virtist algjörlega fyrirmunað að skora. Markið kom þá á endanum og kom það upp úr horni frá Ólafi Páli. Pétur skallaði boltann frá fjærstöng að marki. Þar var Hólmar Örn Rúnarsson mættur og hann setti boltann í markið með öxlinni. Það má og telur jafn mikið og öll hin mörkin. Jafnt á með liðunum í leikhléi og með ólíkindum að FH skyldi aðeins skora eitt mark í hálfleiknum. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, var eðlilega ósáttur við leik sinna manna í fyrri hálfleik. Hann gerði því tvær breytingar á liðinu í hléi og færði Stefán Gíslason upp á miðjuna. Þessar breytingar hjá Ólafi skiluðu sínu því varnarleikur Blikanna var mun þéttari. FH sem fyrr með boltann en var ekki að skapa sömu færi og í fyrri hálfleik. Síðari hálfleik verður best lýst sem dauðanum á skriðbeltunum. Blikar sóttu lítið og FH dútlaði með boltann en gerði ekkert. Þeim tókst ekki að opna vörn Blikanna og Blikarnir þurftu sjaldnast að hafa mikið fyrir því að loka á þá. FH komst næst því að klára leikinn á 90. mínútu er skalli Kassim fór í stöngina. FH hafði aðeins áhuga á að vinna leikinn en Blikar héngu á stiginu. Frábær fyrri hálfleikur hjá FH en Blikar lokuðu vel fyrir í seinni og héngu á stiginu. Góð uppskera hjá þeim miðað við hvernig leikurinn spilaðist.Ólafur: Keyrðum þetta jafntefli heim "Ég er sáttur við stigið eins og leikurinn spilaðist. FH-ingarnir voru grimmari, sterkari og heilt yfir betri út á vellinum. Við keyrðum þetta jafntefli heim og ég er sáttur við það," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika. Hans menn voru stálheppnir að vera ekki undir í leikhléi. Ólafur gerði síðan breytingar á sínu liði og fyrir vikið varð varnarleikur liðsins allt annar. "Við verðum að skoða aðeins okkar menn og þeirra. Þeir voru með hávaxnari menn sem eru sterkari líkamlega. Þeir nýttu sér það. Ég varð rólegri þegar við vorum komnir með stærri og þyngri menn inn á völlinn." Ólafur segist ekki hafa áhyggjur af neinu sérstöku eftir þennan leik. "Við skoðum það sem þarf að laga. Við vorum að spila tæpa bolta á köflum upp völlinn. Við getum lagað þetta allt. Það er ekkert áhyggjuefni." Ólafur sagðist ekki geta lagt mat á mark Blikaliðsins sem margir töldu vera rangstæðu. "Það var ómögulegt að sjá það frá mínu sjónarhorni."Heimir: Tveggja rútu varnarleikur hjá Blikum Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var merkilega léttur eftir leik þó svo hans menn hefðu misst af tveimur stigum. "Ég er kannski ekki í kastinu að hafa ekki fengið öll stigin en auðvitað eru það vonbrigði að fá ekki þrjú stig á heimavelli," sagði Heimir. "Það voru forsendur fyrir því að fá öll stigin. Mér fannst við miklu betri í þessum leik. Lentum i basli fyrsta korterið og fengum á okkur mark. Unnum okkur síðan inn í leikinn og vorum sterkari aðilinn það sem eftir lifði leiks." Menn sem fylgdust með leiknum í sjónvarpinu sögðu að mark Blika hefði verið rangstöðumark. "Ég hef ekki séð þetta atvik og ætla ekki að tjá mig um það fyrr en ég hef séð það. Í seinni og fyrri hálfleik fengum við fín færi sem við náum ekki að nýta. "Blikarnir spiluðu sterkan varnarleik. Lágu til baka og sérstaklega eftir því sem leið á leikinn. Þetta var tveggja rútu varnarleikur hjá þeim." FH gekk illa að skapa sér færi í seinni hálfleik en Heimir brást ekki við því fyrr en seint í hálfleiknum. "Mér fannst vera góð holning á liðinu. Það hefði mátt vanda fyrirgjafirnar aðeins meira. Það var pínu klaufagangur og smá ónákvæmni. Við getum samt verið sáttir við spilamennskuna í heild sinni en ekki við að fá aðeins eitt stig."Blikar höfðu oft heppnina með sér í kvöld.Vísir/Vilhelm Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
FH-ingar geta engum nema sjálfum sér um kennt að hafa ekki tekið öll stigin gegn Blikum í kvöld. Þeir óðu í færum í fyrri hálfleik en nýttu aðeins eitt þeirra. Leikurinn dó svo í síðari hálfleik. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Leikurinn byrjaði með látum því strax á 3. mínútu voru gestirnir komnir yfir. Tómas Óli komst einn í gegn og kláraði færið sitt með stæl. Hann virkaði rangstæður og miðað við sjónvarpsmyndir var hann það. Ekki var flaggað og því stóð markið. Eftir markið tóku FH-ingar algjörlega yfir leikinn og Blikar komust vart yfir miðju. FH-ingar fengu fjölda góðra færa en virtist algjörlega fyrirmunað að skora. Markið kom þá á endanum og kom það upp úr horni frá Ólafi Páli. Pétur skallaði boltann frá fjærstöng að marki. Þar var Hólmar Örn Rúnarsson mættur og hann setti boltann í markið með öxlinni. Það má og telur jafn mikið og öll hin mörkin. Jafnt á með liðunum í leikhléi og með ólíkindum að FH skyldi aðeins skora eitt mark í hálfleiknum. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, var eðlilega ósáttur við leik sinna manna í fyrri hálfleik. Hann gerði því tvær breytingar á liðinu í hléi og færði Stefán Gíslason upp á miðjuna. Þessar breytingar hjá Ólafi skiluðu sínu því varnarleikur Blikanna var mun þéttari. FH sem fyrr með boltann en var ekki að skapa sömu færi og í fyrri hálfleik. Síðari hálfleik verður best lýst sem dauðanum á skriðbeltunum. Blikar sóttu lítið og FH dútlaði með boltann en gerði ekkert. Þeim tókst ekki að opna vörn Blikanna og Blikarnir þurftu sjaldnast að hafa mikið fyrir því að loka á þá. FH komst næst því að klára leikinn á 90. mínútu er skalli Kassim fór í stöngina. FH hafði aðeins áhuga á að vinna leikinn en Blikar héngu á stiginu. Frábær fyrri hálfleikur hjá FH en Blikar lokuðu vel fyrir í seinni og héngu á stiginu. Góð uppskera hjá þeim miðað við hvernig leikurinn spilaðist.Ólafur: Keyrðum þetta jafntefli heim "Ég er sáttur við stigið eins og leikurinn spilaðist. FH-ingarnir voru grimmari, sterkari og heilt yfir betri út á vellinum. Við keyrðum þetta jafntefli heim og ég er sáttur við það," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika. Hans menn voru stálheppnir að vera ekki undir í leikhléi. Ólafur gerði síðan breytingar á sínu liði og fyrir vikið varð varnarleikur liðsins allt annar. "Við verðum að skoða aðeins okkar menn og þeirra. Þeir voru með hávaxnari menn sem eru sterkari líkamlega. Þeir nýttu sér það. Ég varð rólegri þegar við vorum komnir með stærri og þyngri menn inn á völlinn." Ólafur segist ekki hafa áhyggjur af neinu sérstöku eftir þennan leik. "Við skoðum það sem þarf að laga. Við vorum að spila tæpa bolta á köflum upp völlinn. Við getum lagað þetta allt. Það er ekkert áhyggjuefni." Ólafur sagðist ekki geta lagt mat á mark Blikaliðsins sem margir töldu vera rangstæðu. "Það var ómögulegt að sjá það frá mínu sjónarhorni."Heimir: Tveggja rútu varnarleikur hjá Blikum Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var merkilega léttur eftir leik þó svo hans menn hefðu misst af tveimur stigum. "Ég er kannski ekki í kastinu að hafa ekki fengið öll stigin en auðvitað eru það vonbrigði að fá ekki þrjú stig á heimavelli," sagði Heimir. "Það voru forsendur fyrir því að fá öll stigin. Mér fannst við miklu betri í þessum leik. Lentum i basli fyrsta korterið og fengum á okkur mark. Unnum okkur síðan inn í leikinn og vorum sterkari aðilinn það sem eftir lifði leiks." Menn sem fylgdust með leiknum í sjónvarpinu sögðu að mark Blika hefði verið rangstöðumark. "Ég hef ekki séð þetta atvik og ætla ekki að tjá mig um það fyrr en ég hef séð það. Í seinni og fyrri hálfleik fengum við fín færi sem við náum ekki að nýta. "Blikarnir spiluðu sterkan varnarleik. Lágu til baka og sérstaklega eftir því sem leið á leikinn. Þetta var tveggja rútu varnarleikur hjá þeim." FH gekk illa að skapa sér færi í seinni hálfleik en Heimir brást ekki við því fyrr en seint í hálfleiknum. "Mér fannst vera góð holning á liðinu. Það hefði mátt vanda fyrirgjafirnar aðeins meira. Það var pínu klaufagangur og smá ónákvæmni. Við getum samt verið sáttir við spilamennskuna í heild sinni en ekki við að fá aðeins eitt stig."Blikar höfðu oft heppnina með sér í kvöld.Vísir/Vilhelm
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira