Strákarnir tóku meðal annars Eurovision-lagið No Prejudice og Blur-slagarann Girls & Boys með Blur.
Þá tóku þeir sig til og kenndu gestum staðarins sérstakan pönkdans sem allir geta lært. Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi var mikið stuð á staðnum og náðu Pollapönkarar að rífa stemninguna upp úr öllu valdi.
Pollapönk flytur Eurovision-lagið á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision annað kvöld og eru þeir númer fimm í röðinni.