Erlent

Gefur Reðasafninu stærsta getnaðarlim í heimi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Hjörtur Gísli Sigurðsson er ánægður með tilvonandi grip safnsins.
Hjörtur Gísli Sigurðsson er ánægður með tilvonandi grip safnsins. vísir/pjetur
Jonah Falcon er fjörutíu og þriggja ára gamall og kemur hann frá Manhattan í Bandaríkjunum. Hann er hvað helst þekktur fyrir að skarta lengsta getnaðarlim sem mælst hefur á karlmanni. Limur hans mælist þrjátíu og fjórir sentímetrar, í fullri reisn.

Falcon hefur samþykkt að gefa Reðasafninu íslenska lim sinn eftir andlát sitt.  „Það yrði mér heiður að að hafa karlmennsku mína til sýnis,“ segir Falcon í bréfi sínu til Reðasafnsins og segist vonast til þess að lim sínum verði stillt upp á milli kynfæra búrhvals og ísbjarnar. „Ég vona að ég geri skepnurnar ekki afbrýðissamar. Ég legg til að sýningin verði kölluð Jónas og hvalurinn.“ 

Hjörtur Gísli Sigurðsson, eigandi Reðasafnsins segist þakklátur og ánægður fyrir þessa gjöf Falcons í samtali við Huffington Post.

Hið íslenzka reðasafn afhjúpaði fyrsta karlmannsliminn árið 2011. Eins og kunnugt er ánafnaði Páll Arason, ferðafrömuður og athafnamaður úr Hörgárdal, safninu lim sinn að sér gengnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×