Ferðast um heiminn án flugvéla Birta Björnsdóttir skrifar 2. maí 2014 20:00 Ferðalangurinn Torbjørn Pedersen hefur verið á ferðalagi undanfarna mánuði, og það engu smá ferðalagi. Hann ætlar að heimsækja öll lönd í heiminum og hefur einsett sér að snúa ekki aftur heim til Danmerkur fyrr en hann hefur náð því markmiði sínu. Hann er nú staddur á Íslandi, sem er 37. landið, af þeim 203 sem eru á listanum. Hér vonast hann til að fá far með skipi Eimskipafélags Íslands, sem heldur til Halifax þann 7. maí næstkomandi. Ástæðan fyrir því að Torbjørn treystir á Eimskip í þessum efnum er sú regla sem hann setti sér í upphafi ferðar að mega ekki notast við flugvélar á ferðalagi sínu. Og Torbjørn hefur sett sér fleiri reglur, hann verður að dvelja hið minnsta einn sólarhring í hverju landi fyrir sig, borða þar mat og hitta fólk. Þá má hann ekki snúa aftur til Danmerkur fyrr en markmiðinu er náð en hann áætlar um fjögur ár í ferðina. En hvað verður það fyrsta sem Torbjørn gerir þegar hann snýr aftur heim? „Þá ætla ég að knúsa kærustuna mína,“ segir hann, en hún situr heima og bíður á meðan kærastinn gerir víðreist. „Ég ferðast til að smakka nýjan mat, dansa nýjan dans, hitta skemmtilegt fólk og upplifa allt þetta dásamlega sem heimsreisa hefur uppá að bjóða,“ segir ferðalangurinn Torbjørn Pedersen. Hægt er að fylgjast með ferðalagi Torbjørns á heimasíðu hans. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira
Ferðalangurinn Torbjørn Pedersen hefur verið á ferðalagi undanfarna mánuði, og það engu smá ferðalagi. Hann ætlar að heimsækja öll lönd í heiminum og hefur einsett sér að snúa ekki aftur heim til Danmerkur fyrr en hann hefur náð því markmiði sínu. Hann er nú staddur á Íslandi, sem er 37. landið, af þeim 203 sem eru á listanum. Hér vonast hann til að fá far með skipi Eimskipafélags Íslands, sem heldur til Halifax þann 7. maí næstkomandi. Ástæðan fyrir því að Torbjørn treystir á Eimskip í þessum efnum er sú regla sem hann setti sér í upphafi ferðar að mega ekki notast við flugvélar á ferðalagi sínu. Og Torbjørn hefur sett sér fleiri reglur, hann verður að dvelja hið minnsta einn sólarhring í hverju landi fyrir sig, borða þar mat og hitta fólk. Þá má hann ekki snúa aftur til Danmerkur fyrr en markmiðinu er náð en hann áætlar um fjögur ár í ferðina. En hvað verður það fyrsta sem Torbjørn gerir þegar hann snýr aftur heim? „Þá ætla ég að knúsa kærustuna mína,“ segir hann, en hún situr heima og bíður á meðan kærastinn gerir víðreist. „Ég ferðast til að smakka nýjan mat, dansa nýjan dans, hitta skemmtilegt fólk og upplifa allt þetta dásamlega sem heimsreisa hefur uppá að bjóða,“ segir ferðalangurinn Torbjørn Pedersen. Hægt er að fylgjast með ferðalagi Torbjørns á heimasíðu hans.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Sjá meira