„Allir vita að flugmenn eru vel launaðir“ Hjörtur Hjartarson skrifar 2. maí 2014 19:15 Lítið þokast í átt til samkomulags í deilu flugmanna og Icelandair. Samningafundur í morgun skilaði engum árangri og ber enn mikið á milli. Formaður samninganefndar flugmanna segir útlitið dökkt en vika er þar til boðaðar verkfallsaðgerðir hefjast. Vika er í boðaðar verkfallsaðgerðir hjá flugmönnum Icelandair. 9., 16., og 20.maí munu flugmenn fyrirtækisins leggja niður störf á klukkan sex um morguninn til sex síðdegis ef ekki semst fyrir þann tíma. „Á meðan að það er verið að tala saman og vinna í þá átt þá er maður auðvitað vongóður um að samningar takist fyrir föstudaginn,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Þrátt fyrir hóflega bjartsýni Guðjóns, virðist engin sátt í sjónmáli. Deiluaðilar funduðu í dag án nokkurs árangurs. Ekki hefur fengist staðfest hverjar kröfur flugmanna eru en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja þeir margfalt meiri hækkun en aðildarfélagar ASÍ fengu nýverið. „Kröfur þeirra eru talsvert langt umfram það sem samið var um á almennum markaði og það sem meirihluti starfsmanna Icelandair samsteypunnar hefur samið um. Ég get þó ekki farið nákvæmlega út í kröfur flugmanna en eins og þeir hafa sjálfir sagt eru þær umtalsverðar.“Vísir/BrinkSamkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair eru föst laun flugstjóra tæplega sjö hundruð þúsund krónur eftir eitt ár í starfi. 787 þúsund eftir fimm ár. 910 þúsund eftir 10 ára starf og rétt ríflega milljón eftir 15 ára starf. Flugmenn eru með í föst laun 550 þúsund fyrsta árið. 630 þúsund eftir fimm ár, 728 þúsund eftir 10 og eftir 15 ár í starfi fá flugmenn 825 þúsund í laun á mánuði. Inni í þessum tölum eru ekki laun vegna yfirvinnu og dagpeningar. Formaður samninganefndar flugmanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að í ljósi þess hversu rekstur Icelandair gangi vel er krafa flugmanna um meiri hækkun en ASÍ fékk. „Reksturinn hjá Icelandair hefur gengið vel undanfarin ár, það er alveg rétt. Blessunarlega er fyrirtækið mjög eftirsóttur vinnustaður, meðal annars vegna þess að það er hægt að bjóða hér upp á þokkalega góð starfskjör. Allir vita, held ég, að flugmenn eru vel launaðir og hafa svo sannarlega ekkert verið að dragast aftur úr hvað það varðar,“ segir Guðjón. Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Lítið þokast í átt til samkomulags í deilu flugmanna og Icelandair. Samningafundur í morgun skilaði engum árangri og ber enn mikið á milli. Formaður samninganefndar flugmanna segir útlitið dökkt en vika er þar til boðaðar verkfallsaðgerðir hefjast. Vika er í boðaðar verkfallsaðgerðir hjá flugmönnum Icelandair. 9., 16., og 20.maí munu flugmenn fyrirtækisins leggja niður störf á klukkan sex um morguninn til sex síðdegis ef ekki semst fyrir þann tíma. „Á meðan að það er verið að tala saman og vinna í þá átt þá er maður auðvitað vongóður um að samningar takist fyrir föstudaginn,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Þrátt fyrir hóflega bjartsýni Guðjóns, virðist engin sátt í sjónmáli. Deiluaðilar funduðu í dag án nokkurs árangurs. Ekki hefur fengist staðfest hverjar kröfur flugmanna eru en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja þeir margfalt meiri hækkun en aðildarfélagar ASÍ fengu nýverið. „Kröfur þeirra eru talsvert langt umfram það sem samið var um á almennum markaði og það sem meirihluti starfsmanna Icelandair samsteypunnar hefur samið um. Ég get þó ekki farið nákvæmlega út í kröfur flugmanna en eins og þeir hafa sjálfir sagt eru þær umtalsverðar.“Vísir/BrinkSamkvæmt kjarasamningi Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair eru föst laun flugstjóra tæplega sjö hundruð þúsund krónur eftir eitt ár í starfi. 787 þúsund eftir fimm ár. 910 þúsund eftir 10 ára starf og rétt ríflega milljón eftir 15 ára starf. Flugmenn eru með í föst laun 550 þúsund fyrsta árið. 630 þúsund eftir fimm ár, 728 þúsund eftir 10 og eftir 15 ár í starfi fá flugmenn 825 þúsund í laun á mánuði. Inni í þessum tölum eru ekki laun vegna yfirvinnu og dagpeningar. Formaður samninganefndar flugmanna sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að í ljósi þess hversu rekstur Icelandair gangi vel er krafa flugmanna um meiri hækkun en ASÍ fékk. „Reksturinn hjá Icelandair hefur gengið vel undanfarin ár, það er alveg rétt. Blessunarlega er fyrirtækið mjög eftirsóttur vinnustaður, meðal annars vegna þess að það er hægt að bjóða hér upp á þokkalega góð starfskjör. Allir vita, held ég, að flugmenn eru vel launaðir og hafa svo sannarlega ekkert verið að dragast aftur úr hvað það varðar,“ segir Guðjón.
Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira