Enski boltinn

Stuðningsmenn Newcastle munu yfirgefa völlinn á 69. mínútu

Stuðningsmennirnir eru ekkert sérstaklega hrifnir af stjóranum Pardew.
Stuðningsmennirnir eru ekkert sérstaklega hrifnir af stjóranum Pardew. vísir/getty
Það er lítil gleði í hjörtum stuðningsmanna Newcastle þessa dagana. Skal engan undra þar sem liðið þeirra hefur ekkert getað í síðustu leikjum.

Liðið er búið að tapa sex leikjum í röð og það hefur ekki gerst síðan leiktíðina 1986-87. Stuðningsmenn hafa fengið nóg og ætla sér að mótmæla á táknrænan hátt um helgina.

Þeir ætla að yfirgefa völlinn í leiknum gegn Cardiff á morgun. Það verður gert á 69. mínútu. Ástæðan fyrir þessari tímasetningu er að það var árið 1969 sem Newcastle vann síðast titil. Þetta verður áhugaverður gjörningur.

Stuðningsmennirnir eru aðallega ósáttir við eiganda félagsins, Mike Ashley, sem þeir segja verið metnaðarlausan og á góðri leið með að eyðileggja félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×