Engar „formlegar viðræður“ hafnar Sveinn Arnarsson skrifar 19. maí 2014 12:30 Guðlaug Kristjánsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir segja engar formlegar viðræður hafnar. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið er meirihluti Samfylkingarinnar og VG fallinn í Hafnarfirði. Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs og sjöundi maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, gerði stöðu könnunarinnar að umtalsefni á Facebook síðu sinni. Þar spurði varaformaður Samfylkingarinnar, Katrín Júlíusdóttir, hann að því hvort Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur væru byrjuð að tala saman. Skarphéðinn Orri svaraði: „Ekki vil ég neita því.“ Fyrrum meirihluti Samfylkingar og VG fá samtals fjóra menn kjörna en hafa sex bæjarfulltrúa nú. Björt Framtíð fær tvo menn kjörna samkvæmt könnuninni og Sjálfstæðisflokkurinn fær fjóra. Því gætu Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur myndað saman nýjan tveggja flokka meirihluta að loknum kosningum.Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði neitar því alfarið að hafnar séu formlegar viðræður milli Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði um að mynda saman meirihluta að loknum kosningum. „Engar formlegar viðræður eru hafnar af okkar hálfu, svo það sé á hreinu. Við Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði erum á fullu að kynna okkar stefnumál í kosningabaráttunni og svona vangaveltur verða bara að bíða þangað til eftir kosningar.“ Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar Framtíðar segir Hafnarfjörð fastan í gömlu hugarfari þegar komi að stjórnun bæjarins. „Markmið Bjartrar framtíðar er hvorki að koma hægri né vinstri til valda í bænum heldur að koma Hafnfirðingum sjálfum til áhrifa í bæjarfélaginu. Eins og sést í okkar stefnulýsingum er markmið okkar að draga úr flokksríg því það er til trafala og dregur úr slagkrafti bæjarstjórnar. Við viljum að bæjarstjórnin vinni saman þvert á flokka að vinna að hag bæjarins alls.“ þegar hún er spurð hvort einhverjar viðræður við Sjálfstæðisflokkinn séu hafnar um myndun meirihluta segir hún: „Við erum ekki komin hingað til að hjálpa vinstri eða hægri flokki að ná völdum. Við höfum verið að ræða við alla flokka, bankað upp á hjá öllum kosningaskrifstofum til að átta okkur á umræðunni og fá hjá þeim upplýsingar.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Meirihlutinn kolfellur í Hafnarfirði Samfylkingin tapar helmingi fylgis síns og tveimur bæjarfulltrúum 16. maí 2014 09:04 Verður myndaður meirihluti á Kirkjuveginum? Oddvitar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði búa í sömu litlu götunni í gamla vesturbæ Hafnarfjarðar 16. maí 2014 09:22 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið er meirihluti Samfylkingarinnar og VG fallinn í Hafnarfirði. Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri Algalífs og sjöundi maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, gerði stöðu könnunarinnar að umtalsefni á Facebook síðu sinni. Þar spurði varaformaður Samfylkingarinnar, Katrín Júlíusdóttir, hann að því hvort Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur væru byrjuð að tala saman. Skarphéðinn Orri svaraði: „Ekki vil ég neita því.“ Fyrrum meirihluti Samfylkingar og VG fá samtals fjóra menn kjörna en hafa sex bæjarfulltrúa nú. Björt Framtíð fær tvo menn kjörna samkvæmt könnuninni og Sjálfstæðisflokkurinn fær fjóra. Því gætu Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur myndað saman nýjan tveggja flokka meirihluta að loknum kosningum.Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði neitar því alfarið að hafnar séu formlegar viðræður milli Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði um að mynda saman meirihluta að loknum kosningum. „Engar formlegar viðræður eru hafnar af okkar hálfu, svo það sé á hreinu. Við Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði erum á fullu að kynna okkar stefnumál í kosningabaráttunni og svona vangaveltur verða bara að bíða þangað til eftir kosningar.“ Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar Framtíðar segir Hafnarfjörð fastan í gömlu hugarfari þegar komi að stjórnun bæjarins. „Markmið Bjartrar framtíðar er hvorki að koma hægri né vinstri til valda í bænum heldur að koma Hafnfirðingum sjálfum til áhrifa í bæjarfélaginu. Eins og sést í okkar stefnulýsingum er markmið okkar að draga úr flokksríg því það er til trafala og dregur úr slagkrafti bæjarstjórnar. Við viljum að bæjarstjórnin vinni saman þvert á flokka að vinna að hag bæjarins alls.“ þegar hún er spurð hvort einhverjar viðræður við Sjálfstæðisflokkinn séu hafnar um myndun meirihluta segir hún: „Við erum ekki komin hingað til að hjálpa vinstri eða hægri flokki að ná völdum. Við höfum verið að ræða við alla flokka, bankað upp á hjá öllum kosningaskrifstofum til að átta okkur á umræðunni og fá hjá þeim upplýsingar.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Meirihlutinn kolfellur í Hafnarfirði Samfylkingin tapar helmingi fylgis síns og tveimur bæjarfulltrúum 16. maí 2014 09:04 Verður myndaður meirihluti á Kirkjuveginum? Oddvitar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði búa í sömu litlu götunni í gamla vesturbæ Hafnarfjarðar 16. maí 2014 09:22 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Meirihlutinn kolfellur í Hafnarfirði Samfylkingin tapar helmingi fylgis síns og tveimur bæjarfulltrúum 16. maí 2014 09:04
Verður myndaður meirihluti á Kirkjuveginum? Oddvitar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði búa í sömu litlu götunni í gamla vesturbæ Hafnarfjarðar 16. maí 2014 09:22