„Það er allt farið, þetta er alveg hræðilegt“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 18. maí 2014 21:21 Myndin er tekin af Jovana þegar hún heimsótti Serbíu í fyrrasumar. „Ég á ættingja þarna úti. Við fjölskyldan erum búin að heyra í þeim flestum en því miður ekki öllum,“ segir Jovana Pavlovic. Jovana er tvítug og fædd í Serbíu en hefur búið á Íslandi fá því að hún var sex ára. Mikil flóð hafa verið á Balkanskaga síðustu fjóra daga. 25 þúsund hafa flúið heimili sín í Serbíu og Bosníu og svæði í Krótaíu hafa einnig verið rýmd. „Flestir ættingjar mínir úti eru komnir í skjól. Við erum samt ekki búin að ná í alla og það er frekar stressandi,“ segir hún. „Margar borgir í löndunum eru alveg á kafi. Það er allt farið, þetta er alveg hræðilegt.“ „Það er verið að finna fólk látið á heimilum sínum, margir hafa drukknað. Ennþá hafa ekki verið gefnar út tölur um hversu margir hafa raunverulega látist,“ segir Jovana. „Flóðin eru í fréttunum allan sólarhringinn þarna úti, það er ekki talað um neitt annað.“Safna fyrir þá sem lentu í flóðunum Hún segir Serba og aðra þá sem eiga ættingja og vini á flóðasvæðunum vera hrædda um þá. Hópur fólks hefur ákveðið að koma af stað söfnun til þeim aðstoðar.Frá Serbíu.VÍSIR/AFP„Við funduðum í gær í serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni hér á landi í gær. Það er eina stofnunin sem er til fyrir Serba og aðra frá fyrrum Júgóslavíu,“ segir Jovana. Sjóður kirkjunnar hefur verið opnaður og það sem kemur inn af pening verður sent til ríkisstjórnarinnar í Serbíu sem síðan ákveður hvernig peningnum er best varið. Hópurinn ætlar sér líka að hafa samband við ýmis fyrirtæki í von um að fá til dæmis vatn og lyf. En mikilvægt séð að slíkt berist til fólksins úti. Vatnið úti sé til dæmis drulluskítugt og fullt af bakteríum. „Svo ætlum við að fara í Kolaportið og selja föt og annað. Við skiptum verkefnunum á milli okkar,“ segir Jovana. En á þriðjudaginn ætlar hópurinn að hittast á ný og fara yfir stöðuna. „Við höfum síðan fengið tónlistarmanninn Geir Ólafsson til liðs við okkur. Hann hefur samþykkt að halda tónleika og ágóðinn af þeim fer beint í söfnunin.“Rafmagnsframleiðsla af skornum skammti Stofnuð hefur verið Facebook-síða þar sem sagt er frá gangi mála á svæðinu og söfnuninni. Þar er að finna upplýsingar um reikningsnúmer sem fólk getur lagt inn á vilji það leggja söfnuninni lið. „Víða hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Serbíu og rýma þurfti nokkrar borgir og bæi, og flytja á brott mikinn mannfjölda. Sveitir og bæir hafa einangrast vegna vatnavaxtanna og erfitt eða illkleift er að koma að vistum og björgunarliði á sum svæði. Rafmagnsframleiðsla landsins er af mjög skornum skammti og víða er rafmagnslaust, auk þess sem viðvaranir vegna neysluvatns eru víða í gangi,“segir á síðunni. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Ég á ættingja þarna úti. Við fjölskyldan erum búin að heyra í þeim flestum en því miður ekki öllum,“ segir Jovana Pavlovic. Jovana er tvítug og fædd í Serbíu en hefur búið á Íslandi fá því að hún var sex ára. Mikil flóð hafa verið á Balkanskaga síðustu fjóra daga. 25 þúsund hafa flúið heimili sín í Serbíu og Bosníu og svæði í Krótaíu hafa einnig verið rýmd. „Flestir ættingjar mínir úti eru komnir í skjól. Við erum samt ekki búin að ná í alla og það er frekar stressandi,“ segir hún. „Margar borgir í löndunum eru alveg á kafi. Það er allt farið, þetta er alveg hræðilegt.“ „Það er verið að finna fólk látið á heimilum sínum, margir hafa drukknað. Ennþá hafa ekki verið gefnar út tölur um hversu margir hafa raunverulega látist,“ segir Jovana. „Flóðin eru í fréttunum allan sólarhringinn þarna úti, það er ekki talað um neitt annað.“Safna fyrir þá sem lentu í flóðunum Hún segir Serba og aðra þá sem eiga ættingja og vini á flóðasvæðunum vera hrædda um þá. Hópur fólks hefur ákveðið að koma af stað söfnun til þeim aðstoðar.Frá Serbíu.VÍSIR/AFP„Við funduðum í gær í serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni hér á landi í gær. Það er eina stofnunin sem er til fyrir Serba og aðra frá fyrrum Júgóslavíu,“ segir Jovana. Sjóður kirkjunnar hefur verið opnaður og það sem kemur inn af pening verður sent til ríkisstjórnarinnar í Serbíu sem síðan ákveður hvernig peningnum er best varið. Hópurinn ætlar sér líka að hafa samband við ýmis fyrirtæki í von um að fá til dæmis vatn og lyf. En mikilvægt séð að slíkt berist til fólksins úti. Vatnið úti sé til dæmis drulluskítugt og fullt af bakteríum. „Svo ætlum við að fara í Kolaportið og selja föt og annað. Við skiptum verkefnunum á milli okkar,“ segir Jovana. En á þriðjudaginn ætlar hópurinn að hittast á ný og fara yfir stöðuna. „Við höfum síðan fengið tónlistarmanninn Geir Ólafsson til liðs við okkur. Hann hefur samþykkt að halda tónleika og ágóðinn af þeim fer beint í söfnunin.“Rafmagnsframleiðsla af skornum skammti Stofnuð hefur verið Facebook-síða þar sem sagt er frá gangi mála á svæðinu og söfnuninni. Þar er að finna upplýsingar um reikningsnúmer sem fólk getur lagt inn á vilji það leggja söfnuninni lið. „Víða hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Serbíu og rýma þurfti nokkrar borgir og bæi, og flytja á brott mikinn mannfjölda. Sveitir og bæir hafa einangrast vegna vatnavaxtanna og erfitt eða illkleift er að koma að vistum og björgunarliði á sum svæði. Rafmagnsframleiðsla landsins er af mjög skornum skammti og víða er rafmagnslaust, auk þess sem viðvaranir vegna neysluvatns eru víða í gangi,“segir á síðunni.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira