„Það er allt farið, þetta er alveg hræðilegt“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 18. maí 2014 21:21 Myndin er tekin af Jovana þegar hún heimsótti Serbíu í fyrrasumar. „Ég á ættingja þarna úti. Við fjölskyldan erum búin að heyra í þeim flestum en því miður ekki öllum,“ segir Jovana Pavlovic. Jovana er tvítug og fædd í Serbíu en hefur búið á Íslandi fá því að hún var sex ára. Mikil flóð hafa verið á Balkanskaga síðustu fjóra daga. 25 þúsund hafa flúið heimili sín í Serbíu og Bosníu og svæði í Krótaíu hafa einnig verið rýmd. „Flestir ættingjar mínir úti eru komnir í skjól. Við erum samt ekki búin að ná í alla og það er frekar stressandi,“ segir hún. „Margar borgir í löndunum eru alveg á kafi. Það er allt farið, þetta er alveg hræðilegt.“ „Það er verið að finna fólk látið á heimilum sínum, margir hafa drukknað. Ennþá hafa ekki verið gefnar út tölur um hversu margir hafa raunverulega látist,“ segir Jovana. „Flóðin eru í fréttunum allan sólarhringinn þarna úti, það er ekki talað um neitt annað.“Safna fyrir þá sem lentu í flóðunum Hún segir Serba og aðra þá sem eiga ættingja og vini á flóðasvæðunum vera hrædda um þá. Hópur fólks hefur ákveðið að koma af stað söfnun til þeim aðstoðar.Frá Serbíu.VÍSIR/AFP„Við funduðum í gær í serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni hér á landi í gær. Það er eina stofnunin sem er til fyrir Serba og aðra frá fyrrum Júgóslavíu,“ segir Jovana. Sjóður kirkjunnar hefur verið opnaður og það sem kemur inn af pening verður sent til ríkisstjórnarinnar í Serbíu sem síðan ákveður hvernig peningnum er best varið. Hópurinn ætlar sér líka að hafa samband við ýmis fyrirtæki í von um að fá til dæmis vatn og lyf. En mikilvægt séð að slíkt berist til fólksins úti. Vatnið úti sé til dæmis drulluskítugt og fullt af bakteríum. „Svo ætlum við að fara í Kolaportið og selja föt og annað. Við skiptum verkefnunum á milli okkar,“ segir Jovana. En á þriðjudaginn ætlar hópurinn að hittast á ný og fara yfir stöðuna. „Við höfum síðan fengið tónlistarmanninn Geir Ólafsson til liðs við okkur. Hann hefur samþykkt að halda tónleika og ágóðinn af þeim fer beint í söfnunin.“Rafmagnsframleiðsla af skornum skammti Stofnuð hefur verið Facebook-síða þar sem sagt er frá gangi mála á svæðinu og söfnuninni. Þar er að finna upplýsingar um reikningsnúmer sem fólk getur lagt inn á vilji það leggja söfnuninni lið. „Víða hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Serbíu og rýma þurfti nokkrar borgir og bæi, og flytja á brott mikinn mannfjölda. Sveitir og bæir hafa einangrast vegna vatnavaxtanna og erfitt eða illkleift er að koma að vistum og björgunarliði á sum svæði. Rafmagnsframleiðsla landsins er af mjög skornum skammti og víða er rafmagnslaust, auk þess sem viðvaranir vegna neysluvatns eru víða í gangi,“segir á síðunni. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
„Ég á ættingja þarna úti. Við fjölskyldan erum búin að heyra í þeim flestum en því miður ekki öllum,“ segir Jovana Pavlovic. Jovana er tvítug og fædd í Serbíu en hefur búið á Íslandi fá því að hún var sex ára. Mikil flóð hafa verið á Balkanskaga síðustu fjóra daga. 25 þúsund hafa flúið heimili sín í Serbíu og Bosníu og svæði í Krótaíu hafa einnig verið rýmd. „Flestir ættingjar mínir úti eru komnir í skjól. Við erum samt ekki búin að ná í alla og það er frekar stressandi,“ segir hún. „Margar borgir í löndunum eru alveg á kafi. Það er allt farið, þetta er alveg hræðilegt.“ „Það er verið að finna fólk látið á heimilum sínum, margir hafa drukknað. Ennþá hafa ekki verið gefnar út tölur um hversu margir hafa raunverulega látist,“ segir Jovana. „Flóðin eru í fréttunum allan sólarhringinn þarna úti, það er ekki talað um neitt annað.“Safna fyrir þá sem lentu í flóðunum Hún segir Serba og aðra þá sem eiga ættingja og vini á flóðasvæðunum vera hrædda um þá. Hópur fólks hefur ákveðið að koma af stað söfnun til þeim aðstoðar.Frá Serbíu.VÍSIR/AFP„Við funduðum í gær í serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni hér á landi í gær. Það er eina stofnunin sem er til fyrir Serba og aðra frá fyrrum Júgóslavíu,“ segir Jovana. Sjóður kirkjunnar hefur verið opnaður og það sem kemur inn af pening verður sent til ríkisstjórnarinnar í Serbíu sem síðan ákveður hvernig peningnum er best varið. Hópurinn ætlar sér líka að hafa samband við ýmis fyrirtæki í von um að fá til dæmis vatn og lyf. En mikilvægt séð að slíkt berist til fólksins úti. Vatnið úti sé til dæmis drulluskítugt og fullt af bakteríum. „Svo ætlum við að fara í Kolaportið og selja föt og annað. Við skiptum verkefnunum á milli okkar,“ segir Jovana. En á þriðjudaginn ætlar hópurinn að hittast á ný og fara yfir stöðuna. „Við höfum síðan fengið tónlistarmanninn Geir Ólafsson til liðs við okkur. Hann hefur samþykkt að halda tónleika og ágóðinn af þeim fer beint í söfnunin.“Rafmagnsframleiðsla af skornum skammti Stofnuð hefur verið Facebook-síða þar sem sagt er frá gangi mála á svæðinu og söfnuninni. Þar er að finna upplýsingar um reikningsnúmer sem fólk getur lagt inn á vilji það leggja söfnuninni lið. „Víða hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Serbíu og rýma þurfti nokkrar borgir og bæi, og flytja á brott mikinn mannfjölda. Sveitir og bæir hafa einangrast vegna vatnavaxtanna og erfitt eða illkleift er að koma að vistum og björgunarliði á sum svæði. Rafmagnsframleiðsla landsins er af mjög skornum skammti og víða er rafmagnslaust, auk þess sem viðvaranir vegna neysluvatns eru víða í gangi,“segir á síðunni.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira