Innlent

Ætla að fjölga lög­reglu­mönnum veru­lega

Samúel Karl Ólason skrifar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kristrún Frostadóttir og Inga Sæland.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kristrún Frostadóttir og Inga Sæland. Vísir/Vilhelm

Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins ætlar að fjölga lögreglumönnum og það verulega. Þannig á að auka öryggi almennings, samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Þá kemur þar fram að taka eigi fast á skipulagðri glæpastarfsemi, netbrotum, mansali og kynbundnu ofbeldi.

Í sáttmálanum segir einnig að samhliða þessu eigi að styrkja aðra þætti réttarkerfisins og tryggja hraða og öruga málsmeðferð.

Sjá einnig: Allir punktar stefnu­yfir­lýsingar ríkis­stjórnarinnar

Grímur Grímsson, nýr þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirmaður miðlægar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagðist í samtali við fréttastofu í morgun spenntur fyrir kjörtímabilinu.

Þá sagði hann öryggismál efst á baugi hjá sér. Sem þingmaður myndi hann leggja áherslu á slík mál. Löggæslumál og varnarmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×