Fjármögnun raforkusæstrengs komin á fullan skrið Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2014 21:11 Fjármögnun sæstrengs milli Íslands og Bretlands er komin á fullan skrið og er leidd af breskum fjárfestum og fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun segir að beðið sé eftir samkomulagi stjórnvalda þessara landa. Mikil alvara er að baki undirbúningsvinnu vegna sæstrengs milli Bretlands og Íslands og er fjármögnun langt komin, en frá þessu var greint í Kjarnanum á dögunum. Verkefnið hefur verið kallað The Atlantic Supergrid, eða Atlantshafsdreifikerfið. Verkefnið miðar að því að fjármagna og leggja 1000 kílómetra langan sæstreng milli landanna með stöðugri afkastagetu upp á 1,2 gígavattstundir, eða 1200 megavött, af raforku. Einn af þeim sem leiðir verkefnið í Bretlandi er Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu viljayfirlýsingu í maí 2012 um möguleikann álagningu sæstrengs.Landsvirkjun sér um orkuöflun en strengurinn fjármagnaður á markaði Fyrir réttum tveimur árum sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali við Stöð 2 að fyrirtækið þyrfti tvö ár til að meta kosti og galla við lagningu strengsins og hvort það borgaði sig að ráðast í verkefnið. Frá upphafi var gert ráð fyrir að Landsvirkjun sæi um orkuöflun en kæmi ekki að fjármögnun strengsins sjálfs sem yrði í höndum fjárfesta. Verkefnið gæti falið í sér mikla tekjuöflun fyrir þjóðarbúið með sölu á raforku til Bretlands. Núna hefur Landsvirkjun haft tvö ár til að meta kosti og galla þessa verkefnis. Er það mat ykkar að þetta sé raunhæft og hagkvæmt? „Það eru ennþá mjög jákvæð teikn á lofti að þetta geti verið mjög hagkvæmt fyrir Ísland til þess að gera meiri verðmæti út úr orkukostum landsins, en við erum ennþá að skoða þetta verkefni,“ segir Björgvin Skúli Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun í samtali við Stöð 2, en Björgvin Skúli hefur umsjón með verkefninu hjá fyrirtækinu.Ragnheiður Elín kortleggur næstu skref Nettó útflutningstekjur vegna strengsins gætu numið 7-76 milljörðum króna árlega samkvæmt skýrslu ráðgjafarhóps iðnaðarráðherra. Atvinnuveganefnd Alþingis skilaði umsögn um málið í byrjun árs þar sem lagt var til að það yrði skoðað áfram. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fundaði síðan í mars á þessu ári með Michael Fallon, núverandi orkumálaráðherra Bretlands. „Við áttum ágætis fund þar sem við fórum yfir stöðu þessa máls og það er greinilegur áhugi þeim megin, eins og fram hefur komið, en það er enginn þrýstingur eða tímapressa sem ég varð vör við. Við erum núna í ráðuneytinu að kortleggja næstu skref í málinu,“ segir Ragnheiður Elín. Hún segir að niðurstaða þeirrar vinnu ætti að liggja fyrir á næstu mánuðum. Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Fjármögnun sæstrengs milli Íslands og Bretlands er komin á fullan skrið og er leidd af breskum fjárfestum og fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun segir að beðið sé eftir samkomulagi stjórnvalda þessara landa. Mikil alvara er að baki undirbúningsvinnu vegna sæstrengs milli Bretlands og Íslands og er fjármögnun langt komin, en frá þessu var greint í Kjarnanum á dögunum. Verkefnið hefur verið kallað The Atlantic Supergrid, eða Atlantshafsdreifikerfið. Verkefnið miðar að því að fjármagna og leggja 1000 kílómetra langan sæstreng milli landanna með stöðugri afkastagetu upp á 1,2 gígavattstundir, eða 1200 megavött, af raforku. Einn af þeim sem leiðir verkefnið í Bretlandi er Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu viljayfirlýsingu í maí 2012 um möguleikann álagningu sæstrengs.Landsvirkjun sér um orkuöflun en strengurinn fjármagnaður á markaði Fyrir réttum tveimur árum sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali við Stöð 2 að fyrirtækið þyrfti tvö ár til að meta kosti og galla við lagningu strengsins og hvort það borgaði sig að ráðast í verkefnið. Frá upphafi var gert ráð fyrir að Landsvirkjun sæi um orkuöflun en kæmi ekki að fjármögnun strengsins sjálfs sem yrði í höndum fjárfesta. Verkefnið gæti falið í sér mikla tekjuöflun fyrir þjóðarbúið með sölu á raforku til Bretlands. Núna hefur Landsvirkjun haft tvö ár til að meta kosti og galla þessa verkefnis. Er það mat ykkar að þetta sé raunhæft og hagkvæmt? „Það eru ennþá mjög jákvæð teikn á lofti að þetta geti verið mjög hagkvæmt fyrir Ísland til þess að gera meiri verðmæti út úr orkukostum landsins, en við erum ennþá að skoða þetta verkefni,“ segir Björgvin Skúli Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun í samtali við Stöð 2, en Björgvin Skúli hefur umsjón með verkefninu hjá fyrirtækinu.Ragnheiður Elín kortleggur næstu skref Nettó útflutningstekjur vegna strengsins gætu numið 7-76 milljörðum króna árlega samkvæmt skýrslu ráðgjafarhóps iðnaðarráðherra. Atvinnuveganefnd Alþingis skilaði umsögn um málið í byrjun árs þar sem lagt var til að það yrði skoðað áfram. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fundaði síðan í mars á þessu ári með Michael Fallon, núverandi orkumálaráðherra Bretlands. „Við áttum ágætis fund þar sem við fórum yfir stöðu þessa máls og það er greinilegur áhugi þeim megin, eins og fram hefur komið, en það er enginn þrýstingur eða tímapressa sem ég varð vör við. Við erum núna í ráðuneytinu að kortleggja næstu skref í málinu,“ segir Ragnheiður Elín. Hún segir að niðurstaða þeirrar vinnu ætti að liggja fyrir á næstu mánuðum.
Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira