Fjármögnun raforkusæstrengs komin á fullan skrið Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2014 21:11 Fjármögnun sæstrengs milli Íslands og Bretlands er komin á fullan skrið og er leidd af breskum fjárfestum og fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun segir að beðið sé eftir samkomulagi stjórnvalda þessara landa. Mikil alvara er að baki undirbúningsvinnu vegna sæstrengs milli Bretlands og Íslands og er fjármögnun langt komin, en frá þessu var greint í Kjarnanum á dögunum. Verkefnið hefur verið kallað The Atlantic Supergrid, eða Atlantshafsdreifikerfið. Verkefnið miðar að því að fjármagna og leggja 1000 kílómetra langan sæstreng milli landanna með stöðugri afkastagetu upp á 1,2 gígavattstundir, eða 1200 megavött, af raforku. Einn af þeim sem leiðir verkefnið í Bretlandi er Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu viljayfirlýsingu í maí 2012 um möguleikann álagningu sæstrengs.Landsvirkjun sér um orkuöflun en strengurinn fjármagnaður á markaði Fyrir réttum tveimur árum sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali við Stöð 2 að fyrirtækið þyrfti tvö ár til að meta kosti og galla við lagningu strengsins og hvort það borgaði sig að ráðast í verkefnið. Frá upphafi var gert ráð fyrir að Landsvirkjun sæi um orkuöflun en kæmi ekki að fjármögnun strengsins sjálfs sem yrði í höndum fjárfesta. Verkefnið gæti falið í sér mikla tekjuöflun fyrir þjóðarbúið með sölu á raforku til Bretlands. Núna hefur Landsvirkjun haft tvö ár til að meta kosti og galla þessa verkefnis. Er það mat ykkar að þetta sé raunhæft og hagkvæmt? „Það eru ennþá mjög jákvæð teikn á lofti að þetta geti verið mjög hagkvæmt fyrir Ísland til þess að gera meiri verðmæti út úr orkukostum landsins, en við erum ennþá að skoða þetta verkefni,“ segir Björgvin Skúli Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun í samtali við Stöð 2, en Björgvin Skúli hefur umsjón með verkefninu hjá fyrirtækinu.Ragnheiður Elín kortleggur næstu skref Nettó útflutningstekjur vegna strengsins gætu numið 7-76 milljörðum króna árlega samkvæmt skýrslu ráðgjafarhóps iðnaðarráðherra. Atvinnuveganefnd Alþingis skilaði umsögn um málið í byrjun árs þar sem lagt var til að það yrði skoðað áfram. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fundaði síðan í mars á þessu ári með Michael Fallon, núverandi orkumálaráðherra Bretlands. „Við áttum ágætis fund þar sem við fórum yfir stöðu þessa máls og það er greinilegur áhugi þeim megin, eins og fram hefur komið, en það er enginn þrýstingur eða tímapressa sem ég varð vör við. Við erum núna í ráðuneytinu að kortleggja næstu skref í málinu,“ segir Ragnheiður Elín. Hún segir að niðurstaða þeirrar vinnu ætti að liggja fyrir á næstu mánuðum. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fjármögnun sæstrengs milli Íslands og Bretlands er komin á fullan skrið og er leidd af breskum fjárfestum og fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun segir að beðið sé eftir samkomulagi stjórnvalda þessara landa. Mikil alvara er að baki undirbúningsvinnu vegna sæstrengs milli Bretlands og Íslands og er fjármögnun langt komin, en frá þessu var greint í Kjarnanum á dögunum. Verkefnið hefur verið kallað The Atlantic Supergrid, eða Atlantshafsdreifikerfið. Verkefnið miðar að því að fjármagna og leggja 1000 kílómetra langan sæstreng milli landanna með stöðugri afkastagetu upp á 1,2 gígavattstundir, eða 1200 megavött, af raforku. Einn af þeim sem leiðir verkefnið í Bretlandi er Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu viljayfirlýsingu í maí 2012 um möguleikann álagningu sæstrengs.Landsvirkjun sér um orkuöflun en strengurinn fjármagnaður á markaði Fyrir réttum tveimur árum sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali við Stöð 2 að fyrirtækið þyrfti tvö ár til að meta kosti og galla við lagningu strengsins og hvort það borgaði sig að ráðast í verkefnið. Frá upphafi var gert ráð fyrir að Landsvirkjun sæi um orkuöflun en kæmi ekki að fjármögnun strengsins sjálfs sem yrði í höndum fjárfesta. Verkefnið gæti falið í sér mikla tekjuöflun fyrir þjóðarbúið með sölu á raforku til Bretlands. Núna hefur Landsvirkjun haft tvö ár til að meta kosti og galla þessa verkefnis. Er það mat ykkar að þetta sé raunhæft og hagkvæmt? „Það eru ennþá mjög jákvæð teikn á lofti að þetta geti verið mjög hagkvæmt fyrir Ísland til þess að gera meiri verðmæti út úr orkukostum landsins, en við erum ennþá að skoða þetta verkefni,“ segir Björgvin Skúli Sigurðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun í samtali við Stöð 2, en Björgvin Skúli hefur umsjón með verkefninu hjá fyrirtækinu.Ragnheiður Elín kortleggur næstu skref Nettó útflutningstekjur vegna strengsins gætu numið 7-76 milljörðum króna árlega samkvæmt skýrslu ráðgjafarhóps iðnaðarráðherra. Atvinnuveganefnd Alþingis skilaði umsögn um málið í byrjun árs þar sem lagt var til að það yrði skoðað áfram. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fundaði síðan í mars á þessu ári með Michael Fallon, núverandi orkumálaráðherra Bretlands. „Við áttum ágætis fund þar sem við fórum yfir stöðu þessa máls og það er greinilegur áhugi þeim megin, eins og fram hefur komið, en það er enginn þrýstingur eða tímapressa sem ég varð vör við. Við erum núna í ráðuneytinu að kortleggja næstu skref í málinu,“ segir Ragnheiður Elín. Hún segir að niðurstaða þeirrar vinnu ætti að liggja fyrir á næstu mánuðum.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira