Í samtali við Eirík Jónsson segir Gunnar að um stúlku hafi verið að ræða og að hún sé núna á 59. aldursári. Atvikin áttu sér stað í Öldutúnsskóla á sínum tíma áður en hann fermdist Þetta sé einn af þeim hlutum sem hann iðrist mest. Hann segir að á þessum tíma hafi hann hvorki haft þroska né þekkingu til að átta sig á hvað væri rétt og rangt. Hann geri sér grein fyrir því núna að stúlkunni hafi liðið illa yfir þessu.
Gunnar Einarsson er uppalinn Hafnfirðingur. Hann hefur verið bæjarstjóri Garðabæjar nú í næstum níu ár. Hóf störf þar í maí 2005. Flokkurinn hans Sjálfstæðisflokkurinn mælist með öruggan meirihluta í Garðabæ og eru allar líkur á því að hann verði áfram Bæjarstjóri næstu fjögur árin.