Lög á verkfallsaðgerðir flugmanna samþykkt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. maí 2014 14:46 Alþingi samþykkti laust fyrir klukkan þrjú í dag frumvarp innanríkisráðherra um lög á verkfallsaðgerðir flugmanna Icelandair. Frumvarpið var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 14 en 6 þingmenn sátu hjá. Frumvarpið var afgreitt úr umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í morgun. Tvær breytingar voru gerðar á frumvarpinu. Annars vegar var sá tími sem deiluaðilar fá til að leysa deiluna styttur um einn og hálfan mánuð og miðast við nú 1. júní. Hins vegar fær gerðardómur einn mánuð til að kveða upp úrskurð í stað tveggja mánaða eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Allir þingmenn ríkisstjórnarinnar greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu hins vegar atkvæði gegn frumvarpinu eða sátu hjá.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra lagði frumvarpið fram til fyrstu umræðu á Alþingi í gærkvöldi. Í skýringum með frumvarpinu kemur meðal annars fram að tekjutap Icelandair, ferðaþjónustunnar og Ríkissjóðs á hverjum verkfallsdegi flugmanna nemi um 900 milljónum króna. Því sé ótvírætt ljóst að gríðarlegir samfélagslegir og efnahagslegir hagsmunir séu í húfi.Helgi Hjörvar.vísir/gvaStefnulaus ríkisstjórnHelgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi frumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. „Fljótfærni, reynsluleysi og stefnuleysi ríkisstjórnar í kjaramálum hefur gert að verkum að með lagasetningunni í apríl á Herjólf, er hún komin í skelfileg vandræði og kröfur um það að hún setji lög á alla þá sem leggja niður vinnu. Svipti fólk hvað eftir annað frelsi sínu,“ sagði Helgi. Helgi segir að þarna sé Alþingi grípa inn í kjaradeilu einkafyrirtækja. „Hefur formaður nefndarinnar gengið úr skugga um það að framkvæmdastjórn einkafyrirtækisins sem í hlut á hafi gert sömu aðhaldskröfur til sín eins og hún gerir nú til flugmanna og formaðurinn leggur til að Alþingi styðji með sérstakri lagasetningu sem sviptir fólk samningsfrelsi sínu á vinnumarkaði?“Höskuldur Þórhallsson.vísir/gvaEinstakt mál sem skapar ekki fordæmi Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, sagði þetta mál ekki skapa fordæmi fyrir aðrar kjaradeilur, hvert og eitt mál yrði vegið og metið hverju sinni. Flugmenn Icelandair hófu tólf klukkustunda verkfall 9.maí. Næsta fyrirhugaða vinnustöðvun hefði átt að hefjast á morgun og sú þriðja 20. maí. Í framhaldinu var boðuð vinnustöðvun frá klukkan sex að morgni 30. maí til klukkan sex 3. júní. Lögin ná einnig yfir yfirvinnubann flugmanna sem hófst 9. maí síðastliðinn. Tengdar fréttir Ekki tímabært að stjórnvöld blandi sér í kjaradeiluna Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra vonar að deiluaðilar nái að semja og ekki þurfi að koma til lagasetningar vegna verkfallsins. 11. maí 2014 18:53 Flugstjórar vilja margfalt meiri hækkun en ASÍ fékk Allt stefnir í að flugmenn fari í verkfall eftir rúma viku. Um milljarður mun tapast á degi hverjum komi til verkfalls og ímynd landsins skaddast. 2. maí 2014 08:00 Flugmenn hjá Icelandair á leið í aðgerðir Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir félagið vel hafa efni á að greiða hærri laun. Yfirstjórn félagsins hafi fengið ríflegar hækkanir og hluthafar greiddan út góðan arð. 23. apríl 2014 13:19 Líklegt að flugvallarstarfsmenn leggi niður störf til að sýna samstöðu Setji stjórnvöld lög á verkfall flugmanna hjá Icelandair gætu erlend verkalýðsfélög gripið til vinnustöðvunar til að sýna stuðning við flugmennina í verki, segir talsmaður þeirra. Erlend félög greiða í verkfallssjóð flugmanna. 14. maí 2014 07:00 Flugmenn sagðir hvattir til að tefja flugumferð Samtök atvinnulífsins hefur ítrekað við flugmenn að virða verkfallslög. 14. maí 2014 00:01 Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Flugmenn hjá Icelandair hefja yfirvinnubann og skæruverkföll hinn 9. Maí hafi kjarasamningar ekki verið undirritaðir fyrir þann tíma. 30. apríl 2014 20:08 Lög verði sett á verkfallsaðgerðir flugmanna Samþykkt var á fundi ríkisstjórnar í dag að leggja fram lagafrumvarp á Alþingi til að stöðva verkfallsaðgerðir flugmanna Icelandair. 14. maí 2014 14:22 „Allir vita að flugmenn eru vel launaðir“ Upplýsingafulltrúi Icelandair er hóflega bjartsýnn á að samningar takist áður en verkfallsaðgerðir flugmanna skella á eftir viku. Hann segir kröfur flugmanna umtalsverðar. 2. maí 2014 19:15 Verkfall hefur áhrif á 7.000 ferðalanga Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn Icelandair fari fram á 30 prósenta launahækkun. Fyrsta boðaða verkfall flugmanna er 9. maí og setur ferðaplön 7.000 manns, sem ýmist eru að koma eða fara frá landinu, í uppnám þennan eina dag. 5. maí 2014 07:00 Flugmenn tilbúnir til samninga Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir ekkert til í ásökunum að flugmenn fyrirtækisins stundi skæruaðgerðir. 11. maí 2014 14:15 Allar líkur á verkfalli á föstudag Fundi lauk í kjaradeilu flugmanna Icelandair laust fyrir klukkan 17 í dag, án árangurs. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segir enga lausn í sjónmáli. 7. maí 2014 17:22 Langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair býður Stuttur samningafundur var í deilu flugmanna hjá Icelandair og félagsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Mikinn samningsvilja þarf til að ná samningum að sögn formanns samninganefndar flugmanna. 2. maí 2014 12:58 Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38 Flugmenn gagnrýna yfirstjórn Icelandair "Hvenær brestur þolinmæði hluthafa gagnvart forstjóra Icelandair Group?“ 13. maí 2014 14:54 Icelandair segist ekki fella niður flug nema í ítrustu neyð Flugmenn og fulltrúar Icelandair kenna hvor öðrum um að flugferðir féllu niður á sunnudag. 12. maí 2014 07:00 Verkfall flugmanna Icelandair yfirvofandi: "Gífurlega mikið ber á milli aðila“ Allt bendir til þess að flugmenn Icelandair fari í verkfall á morgun. 8. maí 2014 15:25 Viðræðum slitið í kjaradeilu flugmanna Samningafundi flugmanna og Icelandair í húsnæði ríkissáttasemjara var slitið í hádeginu. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna staðfesti þetta í samtali við Vísir. 14. maí 2014 13:08 Allar líkur á verkfalli flugmanna á morgun Illugi Gunnarsson, starfandi innanríkisráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að setja lög á verkfallsaðgerðir flugmanna. 8. maí 2014 10:00 Flugmenn enn hjá ríkissáttasemjara Enn sitja samningamenn hjá ríkissáttasemjara til að leysa kjaradeilu flugmanna Icelandair en fundurinn hófst klukkan 13 í dag. 12. maí 2014 19:56 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Alþingi samþykkti laust fyrir klukkan þrjú í dag frumvarp innanríkisráðherra um lög á verkfallsaðgerðir flugmanna Icelandair. Frumvarpið var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 14 en 6 þingmenn sátu hjá. Frumvarpið var afgreitt úr umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í morgun. Tvær breytingar voru gerðar á frumvarpinu. Annars vegar var sá tími sem deiluaðilar fá til að leysa deiluna styttur um einn og hálfan mánuð og miðast við nú 1. júní. Hins vegar fær gerðardómur einn mánuð til að kveða upp úrskurð í stað tveggja mánaða eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Allir þingmenn ríkisstjórnarinnar greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu hins vegar atkvæði gegn frumvarpinu eða sátu hjá.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra lagði frumvarpið fram til fyrstu umræðu á Alþingi í gærkvöldi. Í skýringum með frumvarpinu kemur meðal annars fram að tekjutap Icelandair, ferðaþjónustunnar og Ríkissjóðs á hverjum verkfallsdegi flugmanna nemi um 900 milljónum króna. Því sé ótvírætt ljóst að gríðarlegir samfélagslegir og efnahagslegir hagsmunir séu í húfi.Helgi Hjörvar.vísir/gvaStefnulaus ríkisstjórnHelgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi frumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. „Fljótfærni, reynsluleysi og stefnuleysi ríkisstjórnar í kjaramálum hefur gert að verkum að með lagasetningunni í apríl á Herjólf, er hún komin í skelfileg vandræði og kröfur um það að hún setji lög á alla þá sem leggja niður vinnu. Svipti fólk hvað eftir annað frelsi sínu,“ sagði Helgi. Helgi segir að þarna sé Alþingi grípa inn í kjaradeilu einkafyrirtækja. „Hefur formaður nefndarinnar gengið úr skugga um það að framkvæmdastjórn einkafyrirtækisins sem í hlut á hafi gert sömu aðhaldskröfur til sín eins og hún gerir nú til flugmanna og formaðurinn leggur til að Alþingi styðji með sérstakri lagasetningu sem sviptir fólk samningsfrelsi sínu á vinnumarkaði?“Höskuldur Þórhallsson.vísir/gvaEinstakt mál sem skapar ekki fordæmi Höskuldur Þórhallsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, sagði þetta mál ekki skapa fordæmi fyrir aðrar kjaradeilur, hvert og eitt mál yrði vegið og metið hverju sinni. Flugmenn Icelandair hófu tólf klukkustunda verkfall 9.maí. Næsta fyrirhugaða vinnustöðvun hefði átt að hefjast á morgun og sú þriðja 20. maí. Í framhaldinu var boðuð vinnustöðvun frá klukkan sex að morgni 30. maí til klukkan sex 3. júní. Lögin ná einnig yfir yfirvinnubann flugmanna sem hófst 9. maí síðastliðinn.
Tengdar fréttir Ekki tímabært að stjórnvöld blandi sér í kjaradeiluna Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra vonar að deiluaðilar nái að semja og ekki þurfi að koma til lagasetningar vegna verkfallsins. 11. maí 2014 18:53 Flugstjórar vilja margfalt meiri hækkun en ASÍ fékk Allt stefnir í að flugmenn fari í verkfall eftir rúma viku. Um milljarður mun tapast á degi hverjum komi til verkfalls og ímynd landsins skaddast. 2. maí 2014 08:00 Flugmenn hjá Icelandair á leið í aðgerðir Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir félagið vel hafa efni á að greiða hærri laun. Yfirstjórn félagsins hafi fengið ríflegar hækkanir og hluthafar greiddan út góðan arð. 23. apríl 2014 13:19 Líklegt að flugvallarstarfsmenn leggi niður störf til að sýna samstöðu Setji stjórnvöld lög á verkfall flugmanna hjá Icelandair gætu erlend verkalýðsfélög gripið til vinnustöðvunar til að sýna stuðning við flugmennina í verki, segir talsmaður þeirra. Erlend félög greiða í verkfallssjóð flugmanna. 14. maí 2014 07:00 Flugmenn sagðir hvattir til að tefja flugumferð Samtök atvinnulífsins hefur ítrekað við flugmenn að virða verkfallslög. 14. maí 2014 00:01 Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Flugmenn hjá Icelandair hefja yfirvinnubann og skæruverkföll hinn 9. Maí hafi kjarasamningar ekki verið undirritaðir fyrir þann tíma. 30. apríl 2014 20:08 Lög verði sett á verkfallsaðgerðir flugmanna Samþykkt var á fundi ríkisstjórnar í dag að leggja fram lagafrumvarp á Alþingi til að stöðva verkfallsaðgerðir flugmanna Icelandair. 14. maí 2014 14:22 „Allir vita að flugmenn eru vel launaðir“ Upplýsingafulltrúi Icelandair er hóflega bjartsýnn á að samningar takist áður en verkfallsaðgerðir flugmanna skella á eftir viku. Hann segir kröfur flugmanna umtalsverðar. 2. maí 2014 19:15 Verkfall hefur áhrif á 7.000 ferðalanga Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn Icelandair fari fram á 30 prósenta launahækkun. Fyrsta boðaða verkfall flugmanna er 9. maí og setur ferðaplön 7.000 manns, sem ýmist eru að koma eða fara frá landinu, í uppnám þennan eina dag. 5. maí 2014 07:00 Flugmenn tilbúnir til samninga Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir ekkert til í ásökunum að flugmenn fyrirtækisins stundi skæruaðgerðir. 11. maí 2014 14:15 Allar líkur á verkfalli á föstudag Fundi lauk í kjaradeilu flugmanna Icelandair laust fyrir klukkan 17 í dag, án árangurs. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segir enga lausn í sjónmáli. 7. maí 2014 17:22 Langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair býður Stuttur samningafundur var í deilu flugmanna hjá Icelandair og félagsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Mikinn samningsvilja þarf til að ná samningum að sögn formanns samninganefndar flugmanna. 2. maí 2014 12:58 Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38 Flugmenn gagnrýna yfirstjórn Icelandair "Hvenær brestur þolinmæði hluthafa gagnvart forstjóra Icelandair Group?“ 13. maí 2014 14:54 Icelandair segist ekki fella niður flug nema í ítrustu neyð Flugmenn og fulltrúar Icelandair kenna hvor öðrum um að flugferðir féllu niður á sunnudag. 12. maí 2014 07:00 Verkfall flugmanna Icelandair yfirvofandi: "Gífurlega mikið ber á milli aðila“ Allt bendir til þess að flugmenn Icelandair fari í verkfall á morgun. 8. maí 2014 15:25 Viðræðum slitið í kjaradeilu flugmanna Samningafundi flugmanna og Icelandair í húsnæði ríkissáttasemjara var slitið í hádeginu. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna staðfesti þetta í samtali við Vísir. 14. maí 2014 13:08 Allar líkur á verkfalli flugmanna á morgun Illugi Gunnarsson, starfandi innanríkisráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að setja lög á verkfallsaðgerðir flugmanna. 8. maí 2014 10:00 Flugmenn enn hjá ríkissáttasemjara Enn sitja samningamenn hjá ríkissáttasemjara til að leysa kjaradeilu flugmanna Icelandair en fundurinn hófst klukkan 13 í dag. 12. maí 2014 19:56 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Ekki tímabært að stjórnvöld blandi sér í kjaradeiluna Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra vonar að deiluaðilar nái að semja og ekki þurfi að koma til lagasetningar vegna verkfallsins. 11. maí 2014 18:53
Flugstjórar vilja margfalt meiri hækkun en ASÍ fékk Allt stefnir í að flugmenn fari í verkfall eftir rúma viku. Um milljarður mun tapast á degi hverjum komi til verkfalls og ímynd landsins skaddast. 2. maí 2014 08:00
Flugmenn hjá Icelandair á leið í aðgerðir Formaður samninganefndar flugmanna hjá Icelandair segir félagið vel hafa efni á að greiða hærri laun. Yfirstjórn félagsins hafi fengið ríflegar hækkanir og hluthafar greiddan út góðan arð. 23. apríl 2014 13:19
Líklegt að flugvallarstarfsmenn leggi niður störf til að sýna samstöðu Setji stjórnvöld lög á verkfall flugmanna hjá Icelandair gætu erlend verkalýðsfélög gripið til vinnustöðvunar til að sýna stuðning við flugmennina í verki, segir talsmaður þeirra. Erlend félög greiða í verkfallssjóð flugmanna. 14. maí 2014 07:00
Flugmenn sagðir hvattir til að tefja flugumferð Samtök atvinnulífsins hefur ítrekað við flugmenn að virða verkfallslög. 14. maí 2014 00:01
Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Flugmenn hjá Icelandair hefja yfirvinnubann og skæruverkföll hinn 9. Maí hafi kjarasamningar ekki verið undirritaðir fyrir þann tíma. 30. apríl 2014 20:08
Lög verði sett á verkfallsaðgerðir flugmanna Samþykkt var á fundi ríkisstjórnar í dag að leggja fram lagafrumvarp á Alþingi til að stöðva verkfallsaðgerðir flugmanna Icelandair. 14. maí 2014 14:22
„Allir vita að flugmenn eru vel launaðir“ Upplýsingafulltrúi Icelandair er hóflega bjartsýnn á að samningar takist áður en verkfallsaðgerðir flugmanna skella á eftir viku. Hann segir kröfur flugmanna umtalsverðar. 2. maí 2014 19:15
Verkfall hefur áhrif á 7.000 ferðalanga Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn Icelandair fari fram á 30 prósenta launahækkun. Fyrsta boðaða verkfall flugmanna er 9. maí og setur ferðaplön 7.000 manns, sem ýmist eru að koma eða fara frá landinu, í uppnám þennan eina dag. 5. maí 2014 07:00
Flugmenn tilbúnir til samninga Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir ekkert til í ásökunum að flugmenn fyrirtækisins stundi skæruaðgerðir. 11. maí 2014 14:15
Allar líkur á verkfalli á föstudag Fundi lauk í kjaradeilu flugmanna Icelandair laust fyrir klukkan 17 í dag, án árangurs. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segir enga lausn í sjónmáli. 7. maí 2014 17:22
Langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair býður Stuttur samningafundur var í deilu flugmanna hjá Icelandair og félagsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Mikinn samningsvilja þarf til að ná samningum að sögn formanns samninganefndar flugmanna. 2. maí 2014 12:58
Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38
Flugmenn gagnrýna yfirstjórn Icelandair "Hvenær brestur þolinmæði hluthafa gagnvart forstjóra Icelandair Group?“ 13. maí 2014 14:54
Icelandair segist ekki fella niður flug nema í ítrustu neyð Flugmenn og fulltrúar Icelandair kenna hvor öðrum um að flugferðir féllu niður á sunnudag. 12. maí 2014 07:00
Verkfall flugmanna Icelandair yfirvofandi: "Gífurlega mikið ber á milli aðila“ Allt bendir til þess að flugmenn Icelandair fari í verkfall á morgun. 8. maí 2014 15:25
Viðræðum slitið í kjaradeilu flugmanna Samningafundi flugmanna og Icelandair í húsnæði ríkissáttasemjara var slitið í hádeginu. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna staðfesti þetta í samtali við Vísir. 14. maí 2014 13:08
Allar líkur á verkfalli flugmanna á morgun Illugi Gunnarsson, starfandi innanríkisráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að setja lög á verkfallsaðgerðir flugmanna. 8. maí 2014 10:00
Flugmenn enn hjá ríkissáttasemjara Enn sitja samningamenn hjá ríkissáttasemjara til að leysa kjaradeilu flugmanna Icelandair en fundurinn hófst klukkan 13 í dag. 12. maí 2014 19:56