Innlent

Þingfundi seinkar vegna frumvarps um lög á verkfall flugmanna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Vilhelm/Pjetur
Fundur í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis stendur enn yfir. Fundurinn hófst klukkan 8:20 í morgun þar sem til umfjöllunar er frumvarp á lög vegna verkfallsaðgerða flugmanna Icelandair.

Þingfundur átti að hefjast klukkan 10:30 en honum seinkar til að minnsta kosti 11:00 þar sem nefndarfundurinn hefur dregist á langinn.

Ráðherra kynnti frumvarpið fyrir stjórnarandstöðunni síðdegis í gær sem setti sig ekki upp á móti frumvarpinu. Hanna Birna kynnti frumvarpið svo að loknum eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi.


Tengdar fréttir

Frumvarp um lög á verkfall flugmanna rætt í samgöngunefnd

Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis mun í bítið hefja umfjöllun um frumvarp til laga um frestun verkfallsaðgerða hjá flugmönnum Icelandair, sem Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra lagði fram á Alþingi í gærkvöldi.

Viðræðum slitið í kjaradeilu flugmanna

Samningafundi flugmanna og Icelandair í húsnæði ríkissáttasemjara var slitið í hádeginu. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna staðfesti þetta í samtali við Vísir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×