Innlent

Frumvarp um lög á verkfall flugmanna rætt í samgöngunefnd

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.
Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis mun í bítið hefja umfjöllun um frumvarp til laga um frestun verkfallsaðgerða hjá flugmönnum Icelandair, sem Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra lagði fram á Alþingi í gærkvöldi.

Í skýringum með frumvarpinu kemur meðal annars fram að tekjutap Icelandair, ferðaþjónustunnar og Ríkissjóðs á hverjum verkfallsdegi flugmanna nemi um 900 milljónum króna. Í athugasemd segir að ljóst sé og ótvírætt að gríðarlegir samfélagslegir og efnahagslegir hagsmunir séu í húfi.

Umræður um frumvarpið stóðu fram undir miðnætti og hefst þingfundur klukkan hálf ellefu, þar sem stefnt er að því að frumvarpið verði samþykkt.  Í því kemur fram að hafi deilendur ekki náð samkomulagi fyrir fimmtánda júlí skuli gerðardómur grípa inn í og ákveða kaup og kjör flugmanna hjá Icelandair fyrir 15. september. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×