Innlent

Lög verði sett á verkfallsaðgerðir flugmanna

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Samþykkt var á fundi ríkisstjórnar á öðrum tímanum í dag að leggja fram lagafrumvarp á Alþingi til að stöðva verkfallsaðgerðir flugmanna Icelandair. Þó er ekki ljóst hvenær frumvarpið verður tekið til afgreiðslu á Alþingi.

Upp úr slitnaði í kjaraviðræðum flugmanna og Icelandair í hádeginu og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Samkvæmt heimildum fréttastofu lagði ríkissáttasemjari fram sáttatillögu sem flugmenn höfnuðu. Fundur ríkistjórnar var boðaður skömmu eftir það.

Fyrsta apríl síðastliðinn setti ríkisstjórnin lög á kjaradeilu undirmanna á Herjólfi og voru þau lög afgreidd samdægurs á þingi.

Vinnustöðvun flugmanna hófst hinn 9. maí síðastliðinn. Tvö tólf klukkustunda verkföll voru boðuð 16. og 20. maí og tveggja sólarhringa verkfall boðað 23. maí. Þá hafði verið boðað til verkfalls frá klukkan sex að morgni 30. maí til klukkan sex að morgni 3. júní.


Tengdar fréttir

„Allir vita að flugmenn eru vel launaðir“

Upplýsingafulltrúi Icelandair er hóflega bjartsýnn á að samningar takist áður en verkfallsaðgerðir flugmanna skella á eftir viku. Hann segir kröfur flugmanna umtalsverðar.

Verkfall hefur áhrif á 7.000 ferðalanga

Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn Icelandair fari fram á 30 prósenta launahækkun. Fyrsta boðaða verkfall flugmanna er 9. maí og setur ferðaplön 7.000 manns, sem ýmist eru að koma eða fara frá landinu, í uppnám þennan eina dag.

Flugmenn tilbúnir til samninga

Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir ekkert til í ásökunum að flugmenn fyrirtækisins stundi skæruaðgerðir.

Allar líkur á verkfalli á föstudag

Fundi lauk í kjaradeilu flugmanna Icelandair laust fyrir klukkan 17 í dag, án árangurs. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segir enga lausn í sjónmáli.

Verkföll næsta mánuðinn geta raskað ferðum þúsunda

Semjist ekki í kjaradeilu flugmanna og flugfreyja við Icelandair gæti orðið mikil röskun á flugi næstu vikurnar. Flugvirkjar eru með lausa samninga. Ferðaþjónustan segist hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna verkfalls.

Fámenni í Leifstöð á verkfallsdegi

„Með því að tilkynna þetta strax í gærmorgun tókst nú að afstýra annars fyrirsjáanlegu öngþveiti bæði hér og flugvöllum erlendis,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.

Viðræðum slitið í kjaradeilu flugmanna

Samningafundi flugmanna og Icelandair í húsnæði ríkissáttasemjara var slitið í hádeginu. Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna staðfesti þetta í samtali við Vísir.

Flugmenn enn hjá ríkissáttasemjara

Enn sitja samningamenn hjá ríkissáttasemjara til að leysa kjaradeilu flugmanna Icelandair en fundurinn hófst klukkan 13 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×