Oddvitaáskorunin - Minna vesen og meiri gleði Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2014 10:55 Selfie með Óttarri Proppé eftir tónleika Pollapönks á Thorsplani = Oddviti og eldhress stuðningsmaður. Myndgáta: hvort er stuðningsmaðurinn? Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Guðlaug Kristjánsdóttir leiðir lista Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum í haust. Guðlaug Kristjánsdóttir er fædd árið 1972. Hún er sjúkraþjálfari og hefur sinnt því starfi meðal annars á Landspítala og á eigin stofu sem hún stofnaði í heimabæ sínum Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum. Guðlaug hefur verið formaður Bandalags háskólamanna frá árinu 2008. Hún er gift og á þrjá syni á grunnskólaaldri. Helstu áherslur Guðlaugar eru: Að Hafnarfjörður sé lifandi bær með burðugt og fjölbreytt mann- og atvinnulíf. Vel skipulögð byggð sem styður við lýðheilsu. Hafnfirðingar séu góðir gestgjafar, taki vel á móti jafnt nýjum bæjarbúum, ferðamönnum, öðrum gestum og hver öðrum. Breytingar í vinnubrögðum bæjarstjórnar, sátt um langtímaáætlun, minni átök. Frjálslynd afstaða sem styður fjölbreytni í allri sinni mynd. Þjónandi forysta sem virkjar bæjarbúa betur í ákvarðanatöku um eigin hag og þorir að spyrja spurninga frekar en að þykjast hafa öll svör. Mannréttindi og jafnrétti, alúð og ábyrgð. Að pólitík verði mannlegri og skemmtilegri í Hafnarfirði, almennt ríki minna vesen og meiri gleði. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mosavaxna lautin þar sem maður leggst niður og horfir til himins. Hundar eða kettir? Bæði. Hver er stærsta stundin í lífinu? Núið. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Sumargrillmatur, lamb, kartöflur og grænmeti með ferskri sósu. Hvernig bíl ekur þú? Suzuki Splash – fyrir bílastæðaklukkuna. Besta minningin? Að fá nýfætt barn í fangið. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Hef fengið hraðasekt. Hverju sérðu mest eftir? Tímanum sem ég hef varið í óþarfa áhyggjur og andvökur. Draumaferðalagið? Jakobsstígurinn, gangandi. Hefur þú migið í saltan sjó? Örugglega einhvern tímann. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Lífið mitt er nú helst skrýtið þegar ég er ekki að gera eitthvað skrýtið og nýtt. Hefur þú viðurkennt mistök? Oft og mörgum sinnum – og er ekki hætt. Hverju ertu stoltust af? Fólkinu mínu. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Stoltastur af því að búa í lýðræðisbænum Hafnarfirði Gunnar Axel Axelsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 21. maí 2014 15:28 Oddvitaáskorunin - Getum haldið áfram að byggja upp betra samfélag Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði. 14. maí 2014 16:02 Mest lesið Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Íslendingur í öndunarvél í Liverpool eftir hópárás Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Innlent Fleiri fréttir Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Íslendingur í öndunarvél í Liverpool eftir hópárás Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Hrópa og hlæja áður en þau demba sér í erfiðar aðstæður Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Guðlaug Kristjánsdóttir leiðir lista Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum í haust. Guðlaug Kristjánsdóttir er fædd árið 1972. Hún er sjúkraþjálfari og hefur sinnt því starfi meðal annars á Landspítala og á eigin stofu sem hún stofnaði í heimabæ sínum Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum. Guðlaug hefur verið formaður Bandalags háskólamanna frá árinu 2008. Hún er gift og á þrjá syni á grunnskólaaldri. Helstu áherslur Guðlaugar eru: Að Hafnarfjörður sé lifandi bær með burðugt og fjölbreytt mann- og atvinnulíf. Vel skipulögð byggð sem styður við lýðheilsu. Hafnfirðingar séu góðir gestgjafar, taki vel á móti jafnt nýjum bæjarbúum, ferðamönnum, öðrum gestum og hver öðrum. Breytingar í vinnubrögðum bæjarstjórnar, sátt um langtímaáætlun, minni átök. Frjálslynd afstaða sem styður fjölbreytni í allri sinni mynd. Þjónandi forysta sem virkjar bæjarbúa betur í ákvarðanatöku um eigin hag og þorir að spyrja spurninga frekar en að þykjast hafa öll svör. Mannréttindi og jafnrétti, alúð og ábyrgð. Að pólitík verði mannlegri og skemmtilegri í Hafnarfirði, almennt ríki minna vesen og meiri gleði. YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mosavaxna lautin þar sem maður leggst niður og horfir til himins. Hundar eða kettir? Bæði. Hver er stærsta stundin í lífinu? Núið. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Sumargrillmatur, lamb, kartöflur og grænmeti með ferskri sósu. Hvernig bíl ekur þú? Suzuki Splash – fyrir bílastæðaklukkuna. Besta minningin? Að fá nýfætt barn í fangið. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni? Hef fengið hraðasekt. Hverju sérðu mest eftir? Tímanum sem ég hef varið í óþarfa áhyggjur og andvökur. Draumaferðalagið? Jakobsstígurinn, gangandi. Hefur þú migið í saltan sjó? Örugglega einhvern tímann. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Lífið mitt er nú helst skrýtið þegar ég er ekki að gera eitthvað skrýtið og nýtt. Hefur þú viðurkennt mistök? Oft og mörgum sinnum – og er ekki hætt. Hverju ertu stoltust af? Fólkinu mínu. Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Oddvitaáskorunin Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin - Stoltastur af því að búa í lýðræðisbænum Hafnarfirði Gunnar Axel Axelsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 21. maí 2014 15:28 Oddvitaáskorunin - Getum haldið áfram að byggja upp betra samfélag Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði. 14. maí 2014 16:02 Mest lesið Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Íslendingur í öndunarvél í Liverpool eftir hópárás Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Innlent Fleiri fréttir Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Íslendingur í öndunarvél í Liverpool eftir hópárás Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Hrópa og hlæja áður en þau demba sér í erfiðar aðstæður Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Sjá meira
Oddvitaáskorunin - Stoltastur af því að búa í lýðræðisbænum Hafnarfirði Gunnar Axel Axelsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. 21. maí 2014 15:28
Oddvitaáskorunin - Getum haldið áfram að byggja upp betra samfélag Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir leiðir lista Vinstri grænna í Hafnarfirði. 14. maí 2014 16:02