Innlent

Þungt hljóð á tíunda samningafundi flugmanna Icelandair

Linda Blöndal skrifar
Vísir/Anton
Samningafundur stendur nú yfir hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugmanna Icelandair. Þungt hljóð var í fundarmönnum en fundurinn hófst klukkan 13.

Alls óvíst er hvenær fundinum lýkur eða hvort líklegt sé að lending náist.  Þetta er tíundi fundurinn hjá sáttasemjara í deilunni síðan kjaraviðræðum Félags íslenskra atvinnuflugmanna hjá Icelandair var vísað til ríkissáttasemjara þann 25.febrúar síðastliðinn.

Flug hefur að mestu verið með eðlilegum hætti í dag. Næsta vinnustöðvun flugmanna er fyrirhuguð föstudaginn 16. maí og þar á eftir þriðjudaginn 20. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×