Ekki tímabært að stjórnvöld blandi sér í kjaradeiluna Hjörtur Hjartarson skrifar 11. maí 2014 18:53 Aukin harka er komin í deilur Icelandair og flugmanna sem sökuðu fyrirtækið í dag um að fara með rangt mál í fjölmiðlum til þess eins að koma höggi á málstað stéttarinnar. Innanríkisráðherra telur ekki rétt að blanda sér í deiluna á þessu stigi en útilokar þó ekki lagasetningu ef útlit er fyrir að viðræður sigli í strand. Icelandair felldi niður tuttugu og eitt flug í dag vegna verkfallsaðgerða flugmanna. Um þrjú þúsund farþegar voru bókaðir í þessi flug. Í fréttatilkynningu sem send var út í morgun segir að "Skæruaðgerðir flugmanna hafa þar að auki valdið verulegri seinkun á flugi Icelandair í gær og í dag." Þessari fullyrðingu hafna flugmenn. Orðrómur um að mikið hafi verið um skyndileg veikindi á meðal flugmanna í dag og í gær, segir Hafsteinn, ekki á rökum reistur. Innan við fimm flugmenn hafi verið veikir í dag. Í yfirlýsingu sem flugmenn sendu frá sér í dag er lýst yfir undrun á því að Icelandair hafi fellt niður 10 flug til Ameríku. 8 þeirra hafi verið fullmönnuð. Með því að fella niður þessi flug og hvernig aðgerðin er kynnt, sé „Icelandair að fara með rangt mál í fjölmiðlum til þess eins að sverta orð flugmanna." Af þessum orðaskiptum að dæma má fullljóst vera að aukin harka er komin í deilu flugmanna og Icelandair. En hvernig verður hún leyst? Enn ber mikið í milli og lausn fjarri því að vera í sjónmáli. Fæstir vilja að kjaradeilur séu leystar með lagasetningu en sú niðurstaða verður líklegri með hverjum deginum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra segist vissulega hafa áhyggjur af stöðu mála en vonast þó enn til að samningar takist innan tíðar. Varaðandi hugsanlega lagasetningu til að höggva á hnútinn segir Hanna Birna að á meðan viðræður standi yfir muni stjórnvöld ekki grípa í taumana.Vísir/Brink Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Aukin harka er komin í deilur Icelandair og flugmanna sem sökuðu fyrirtækið í dag um að fara með rangt mál í fjölmiðlum til þess eins að koma höggi á málstað stéttarinnar. Innanríkisráðherra telur ekki rétt að blanda sér í deiluna á þessu stigi en útilokar þó ekki lagasetningu ef útlit er fyrir að viðræður sigli í strand. Icelandair felldi niður tuttugu og eitt flug í dag vegna verkfallsaðgerða flugmanna. Um þrjú þúsund farþegar voru bókaðir í þessi flug. Í fréttatilkynningu sem send var út í morgun segir að "Skæruaðgerðir flugmanna hafa þar að auki valdið verulegri seinkun á flugi Icelandair í gær og í dag." Þessari fullyrðingu hafna flugmenn. Orðrómur um að mikið hafi verið um skyndileg veikindi á meðal flugmanna í dag og í gær, segir Hafsteinn, ekki á rökum reistur. Innan við fimm flugmenn hafi verið veikir í dag. Í yfirlýsingu sem flugmenn sendu frá sér í dag er lýst yfir undrun á því að Icelandair hafi fellt niður 10 flug til Ameríku. 8 þeirra hafi verið fullmönnuð. Með því að fella niður þessi flug og hvernig aðgerðin er kynnt, sé „Icelandair að fara með rangt mál í fjölmiðlum til þess eins að sverta orð flugmanna." Af þessum orðaskiptum að dæma má fullljóst vera að aukin harka er komin í deilu flugmanna og Icelandair. En hvernig verður hún leyst? Enn ber mikið í milli og lausn fjarri því að vera í sjónmáli. Fæstir vilja að kjaradeilur séu leystar með lagasetningu en sú niðurstaða verður líklegri með hverjum deginum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra segist vissulega hafa áhyggjur af stöðu mála en vonast þó enn til að samningar takist innan tíðar. Varaðandi hugsanlega lagasetningu til að höggva á hnútinn segir Hanna Birna að á meðan viðræður standi yfir muni stjórnvöld ekki grípa í taumana.Vísir/Brink
Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira