Ekki tímabært að stjórnvöld blandi sér í kjaradeiluna Hjörtur Hjartarson skrifar 11. maí 2014 18:53 Aukin harka er komin í deilur Icelandair og flugmanna sem sökuðu fyrirtækið í dag um að fara með rangt mál í fjölmiðlum til þess eins að koma höggi á málstað stéttarinnar. Innanríkisráðherra telur ekki rétt að blanda sér í deiluna á þessu stigi en útilokar þó ekki lagasetningu ef útlit er fyrir að viðræður sigli í strand. Icelandair felldi niður tuttugu og eitt flug í dag vegna verkfallsaðgerða flugmanna. Um þrjú þúsund farþegar voru bókaðir í þessi flug. Í fréttatilkynningu sem send var út í morgun segir að "Skæruaðgerðir flugmanna hafa þar að auki valdið verulegri seinkun á flugi Icelandair í gær og í dag." Þessari fullyrðingu hafna flugmenn. Orðrómur um að mikið hafi verið um skyndileg veikindi á meðal flugmanna í dag og í gær, segir Hafsteinn, ekki á rökum reistur. Innan við fimm flugmenn hafi verið veikir í dag. Í yfirlýsingu sem flugmenn sendu frá sér í dag er lýst yfir undrun á því að Icelandair hafi fellt niður 10 flug til Ameríku. 8 þeirra hafi verið fullmönnuð. Með því að fella niður þessi flug og hvernig aðgerðin er kynnt, sé „Icelandair að fara með rangt mál í fjölmiðlum til þess eins að sverta orð flugmanna." Af þessum orðaskiptum að dæma má fullljóst vera að aukin harka er komin í deilu flugmanna og Icelandair. En hvernig verður hún leyst? Enn ber mikið í milli og lausn fjarri því að vera í sjónmáli. Fæstir vilja að kjaradeilur séu leystar með lagasetningu en sú niðurstaða verður líklegri með hverjum deginum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra segist vissulega hafa áhyggjur af stöðu mála en vonast þó enn til að samningar takist innan tíðar. Varaðandi hugsanlega lagasetningu til að höggva á hnútinn segir Hanna Birna að á meðan viðræður standi yfir muni stjórnvöld ekki grípa í taumana.Vísir/Brink Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Sjá meira
Aukin harka er komin í deilur Icelandair og flugmanna sem sökuðu fyrirtækið í dag um að fara með rangt mál í fjölmiðlum til þess eins að koma höggi á málstað stéttarinnar. Innanríkisráðherra telur ekki rétt að blanda sér í deiluna á þessu stigi en útilokar þó ekki lagasetningu ef útlit er fyrir að viðræður sigli í strand. Icelandair felldi niður tuttugu og eitt flug í dag vegna verkfallsaðgerða flugmanna. Um þrjú þúsund farþegar voru bókaðir í þessi flug. Í fréttatilkynningu sem send var út í morgun segir að "Skæruaðgerðir flugmanna hafa þar að auki valdið verulegri seinkun á flugi Icelandair í gær og í dag." Þessari fullyrðingu hafna flugmenn. Orðrómur um að mikið hafi verið um skyndileg veikindi á meðal flugmanna í dag og í gær, segir Hafsteinn, ekki á rökum reistur. Innan við fimm flugmenn hafi verið veikir í dag. Í yfirlýsingu sem flugmenn sendu frá sér í dag er lýst yfir undrun á því að Icelandair hafi fellt niður 10 flug til Ameríku. 8 þeirra hafi verið fullmönnuð. Með því að fella niður þessi flug og hvernig aðgerðin er kynnt, sé „Icelandair að fara með rangt mál í fjölmiðlum til þess eins að sverta orð flugmanna." Af þessum orðaskiptum að dæma má fullljóst vera að aukin harka er komin í deilu flugmanna og Icelandair. En hvernig verður hún leyst? Enn ber mikið í milli og lausn fjarri því að vera í sjónmáli. Fæstir vilja að kjaradeilur séu leystar með lagasetningu en sú niðurstaða verður líklegri með hverjum deginum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra segist vissulega hafa áhyggjur af stöðu mála en vonast þó enn til að samningar takist innan tíðar. Varaðandi hugsanlega lagasetningu til að höggva á hnútinn segir Hanna Birna að á meðan viðræður standi yfir muni stjórnvöld ekki grípa í taumana.Vísir/Brink
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Sjá meira