Ekki tímabært að stjórnvöld blandi sér í kjaradeiluna Hjörtur Hjartarson skrifar 11. maí 2014 18:53 Aukin harka er komin í deilur Icelandair og flugmanna sem sökuðu fyrirtækið í dag um að fara með rangt mál í fjölmiðlum til þess eins að koma höggi á málstað stéttarinnar. Innanríkisráðherra telur ekki rétt að blanda sér í deiluna á þessu stigi en útilokar þó ekki lagasetningu ef útlit er fyrir að viðræður sigli í strand. Icelandair felldi niður tuttugu og eitt flug í dag vegna verkfallsaðgerða flugmanna. Um þrjú þúsund farþegar voru bókaðir í þessi flug. Í fréttatilkynningu sem send var út í morgun segir að "Skæruaðgerðir flugmanna hafa þar að auki valdið verulegri seinkun á flugi Icelandair í gær og í dag." Þessari fullyrðingu hafna flugmenn. Orðrómur um að mikið hafi verið um skyndileg veikindi á meðal flugmanna í dag og í gær, segir Hafsteinn, ekki á rökum reistur. Innan við fimm flugmenn hafi verið veikir í dag. Í yfirlýsingu sem flugmenn sendu frá sér í dag er lýst yfir undrun á því að Icelandair hafi fellt niður 10 flug til Ameríku. 8 þeirra hafi verið fullmönnuð. Með því að fella niður þessi flug og hvernig aðgerðin er kynnt, sé „Icelandair að fara með rangt mál í fjölmiðlum til þess eins að sverta orð flugmanna." Af þessum orðaskiptum að dæma má fullljóst vera að aukin harka er komin í deilu flugmanna og Icelandair. En hvernig verður hún leyst? Enn ber mikið í milli og lausn fjarri því að vera í sjónmáli. Fæstir vilja að kjaradeilur séu leystar með lagasetningu en sú niðurstaða verður líklegri með hverjum deginum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra segist vissulega hafa áhyggjur af stöðu mála en vonast þó enn til að samningar takist innan tíðar. Varaðandi hugsanlega lagasetningu til að höggva á hnútinn segir Hanna Birna að á meðan viðræður standi yfir muni stjórnvöld ekki grípa í taumana.Vísir/Brink Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Aukin harka er komin í deilur Icelandair og flugmanna sem sökuðu fyrirtækið í dag um að fara með rangt mál í fjölmiðlum til þess eins að koma höggi á málstað stéttarinnar. Innanríkisráðherra telur ekki rétt að blanda sér í deiluna á þessu stigi en útilokar þó ekki lagasetningu ef útlit er fyrir að viðræður sigli í strand. Icelandair felldi niður tuttugu og eitt flug í dag vegna verkfallsaðgerða flugmanna. Um þrjú þúsund farþegar voru bókaðir í þessi flug. Í fréttatilkynningu sem send var út í morgun segir að "Skæruaðgerðir flugmanna hafa þar að auki valdið verulegri seinkun á flugi Icelandair í gær og í dag." Þessari fullyrðingu hafna flugmenn. Orðrómur um að mikið hafi verið um skyndileg veikindi á meðal flugmanna í dag og í gær, segir Hafsteinn, ekki á rökum reistur. Innan við fimm flugmenn hafi verið veikir í dag. Í yfirlýsingu sem flugmenn sendu frá sér í dag er lýst yfir undrun á því að Icelandair hafi fellt niður 10 flug til Ameríku. 8 þeirra hafi verið fullmönnuð. Með því að fella niður þessi flug og hvernig aðgerðin er kynnt, sé „Icelandair að fara með rangt mál í fjölmiðlum til þess eins að sverta orð flugmanna." Af þessum orðaskiptum að dæma má fullljóst vera að aukin harka er komin í deilu flugmanna og Icelandair. En hvernig verður hún leyst? Enn ber mikið í milli og lausn fjarri því að vera í sjónmáli. Fæstir vilja að kjaradeilur séu leystar með lagasetningu en sú niðurstaða verður líklegri með hverjum deginum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra segist vissulega hafa áhyggjur af stöðu mála en vonast þó enn til að samningar takist innan tíðar. Varaðandi hugsanlega lagasetningu til að höggva á hnútinn segir Hanna Birna að á meðan viðræður standi yfir muni stjórnvöld ekki grípa í taumana.Vísir/Brink
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira